Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2017 20:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að banna trans fólki að þjóna í herafla Bandaríkjanna svo hann gæti tryggt sér fjármagn til byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra og James Mattis, varnarmálaráðherra, greip ekki til aðgerða sem þeim þóknuðust. Trump hikaði ekki, samkvæmt frétt Politico, og tilkynnti bannið á Twitter í dag. Deilurnar meðal þingmanna ógnuðu frumvarpi sem ætlað er að tryggja fjármagn til byggingu múrsins umdeilda. Þingmennirnir höfðu hótað því að styðja ekki frumvarpið ef fjárútlát ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði ekki stöðvað.Sjá einnig: Transfólk má ekki gegn herþjónustu0,04 til 0,13 prósent Eins og stendur eru allt að 250 manneskjur í herafla Bandaríkjanna sem eru í því ferli að leiðrétta kyn sitt. Rand Corp. áætlaði í fyrra að um 2.450 manns sem hafa farið í kynleiðréttingu hafi þjónað í hernum. Herafli Bandaríkjanna samanstendur af um 1,3 milljónum manna. Óvíst er hvað verður um trans fólk sem gegnir nú herþjónustu. Sarah Huckabee, talskona Hvíta hússins, sagði í dag að farið yrði yfir hvernig bannið yrði sett á.Rand Corp. áætlaði einnig að kostnaður heraflans vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði frá 2,4 milljónum dala til 8,4 milljóna á ári. Það fæli í sér 0,04 til 0,13 prósenta aukninga fjárútláta, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Skammt er síðan frumvarp var lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, sem hefðu meinað hernaðaryfirvöldum landsins að borga fyrir kynleiðréttingaraðgerðir. Það frumvarp var þó fellt með naumum meirihluta.Samkvæmt frétt Washington Post virðist ákvörðun Trump hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart í dag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og það hafa repúblikanar einnig gert. John McCain sagði til dæmis að yfirlýsing forsetans hefði verið óljós og „enn eitt dæmið“ um að ekki ætti að tilkynna mikilvægar stefnubreytingar á Twitter. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að banna trans fólki að þjóna í herafla Bandaríkjanna svo hann gæti tryggt sér fjármagn til byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra og James Mattis, varnarmálaráðherra, greip ekki til aðgerða sem þeim þóknuðust. Trump hikaði ekki, samkvæmt frétt Politico, og tilkynnti bannið á Twitter í dag. Deilurnar meðal þingmanna ógnuðu frumvarpi sem ætlað er að tryggja fjármagn til byggingu múrsins umdeilda. Þingmennirnir höfðu hótað því að styðja ekki frumvarpið ef fjárútlát ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði ekki stöðvað.Sjá einnig: Transfólk má ekki gegn herþjónustu0,04 til 0,13 prósent Eins og stendur eru allt að 250 manneskjur í herafla Bandaríkjanna sem eru í því ferli að leiðrétta kyn sitt. Rand Corp. áætlaði í fyrra að um 2.450 manns sem hafa farið í kynleiðréttingu hafi þjónað í hernum. Herafli Bandaríkjanna samanstendur af um 1,3 milljónum manna. Óvíst er hvað verður um trans fólk sem gegnir nú herþjónustu. Sarah Huckabee, talskona Hvíta hússins, sagði í dag að farið yrði yfir hvernig bannið yrði sett á.Rand Corp. áætlaði einnig að kostnaður heraflans vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði frá 2,4 milljónum dala til 8,4 milljóna á ári. Það fæli í sér 0,04 til 0,13 prósenta aukninga fjárútláta, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Skammt er síðan frumvarp var lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, sem hefðu meinað hernaðaryfirvöldum landsins að borga fyrir kynleiðréttingaraðgerðir. Það frumvarp var þó fellt með naumum meirihluta.Samkvæmt frétt Washington Post virðist ákvörðun Trump hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart í dag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og það hafa repúblikanar einnig gert. John McCain sagði til dæmis að yfirlýsing forsetans hefði verið óljós og „enn eitt dæmið“ um að ekki ætti að tilkynna mikilvægar stefnubreytingar á Twitter.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira