Reykjanesið hefur haldið áfram að skjálfa í nótt og í morgun. Fjöldi jarðskjálfta með upptök nærri Fagradalsfjalli hafa mælst þar. Sex skjálftana hafa verið af stærðinni tveir eða meira.
Tveir jarðskjálftar af stærðinni þrír skuku Reykjanesið, norðaustur af Fagradalsfjalli í gærmorgun. Hundruð skjálfta hafa mælst á svæðinu síðasta rúma sólahringinn.
Ekkert lát varð á virkninni í gærkvöldi, nótt og morgun. Samkvæmt sjálfvirkum mæli Veðurstofunnar varð skjálfti upp á 2,9 með upptök austnorðaustur af fjallinu kl. 23:21 í gærkvöldi.
Nú kl. 7 í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 2,3, í þetta skiptið vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Upptök hans voru á 1,1 kílómetra dýpi.
