Lamar Odom: Ég notaði kókaín á hverjum einasta degi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2017 07:00 Lamar Odom er kominn aftur á beinu brautina. vísir/getty Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, dregur hvergi undan í pistli sem hann skrifaði fyrir vefsíðuna The Player's Tribune. Þar talar hann opinskátt um eiturlyfjafíkn sína og hvað gerðist þegar hann fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada fyrir tveimur árum. „Allir sem hafa lifað flóknu lífi, sem er markað af eiturlyfjaneyslu, eins og ég þekkja þennan vítahring; ég hélt framhjá konunni minni og alls konar rugl,“ sagði Odom sem var giftur raunveruleikaþáttastjörnunni Khloé Kardashian. „Nætur þar sem ég átti að vera sofandi en var vakandi að sniffa kókaín. Þegar hjartað hamast í brjóstinu. Þegar þú áttir að vita betur. Þegar þú ert staddur í svona rússíbanareið.“ Odom hefur lent í ýmsum áföllum á lífsleiðinni. Faðir hans var heróínfíkill og móðir hans lést þegar Odom var aðeins 12 ára gamall. Þá missti hann son sinn þegar hann var aðeins sex mánaða gamall.Odom lék lengst af með Los Angeles Lakers og varð tvívegis NBA-meistari með liðinu.vísir/gettyOdom varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010 og var valinn sjötti leikmaður ársins 2011. Eftir það lá leiðin hratt niður á við og Odom festist í viðjum fíknarinnar. Í október 2015 fannst hann svo meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada og var haldið í öndunarvél í nokkra daga. „Þegar ég vaknaði á spítalanum í Nevada gat ég ekki hreyft mig né talað. Ég var fastur inni í mínum eigin líkama. Mér var ógeðslega illt í hálsinum. Ég horfði niður og sá allar þessar slöngur koma út úr munninum á mér,“ sagði Odom sem var í dái í fjóra daga. „Á þessum tíma notaði ég kókaín á hverjum einasta degi. Ég hafði enga stjórn á þessu og vildi það ekki,“ bætti Odom við. Endurhæfingin gekk vel og Odom virðist vera kominn aftur á beinu brautina. „Ég er edrú núna en þetta er barátta á hverjum einasta degi. Ég er fíkill og mun alltaf vera fíkill. Fíknin fer aldrei í burtu. Ég meina, ég vil komast í vímu núna. En ég veit að ég get það ekki því ég vil vera til staðar fyrir börnin mín,“ sagði Odom.Frásögn Odoms má lesa með því að smella hér. NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, dregur hvergi undan í pistli sem hann skrifaði fyrir vefsíðuna The Player's Tribune. Þar talar hann opinskátt um eiturlyfjafíkn sína og hvað gerðist þegar hann fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada fyrir tveimur árum. „Allir sem hafa lifað flóknu lífi, sem er markað af eiturlyfjaneyslu, eins og ég þekkja þennan vítahring; ég hélt framhjá konunni minni og alls konar rugl,“ sagði Odom sem var giftur raunveruleikaþáttastjörnunni Khloé Kardashian. „Nætur þar sem ég átti að vera sofandi en var vakandi að sniffa kókaín. Þegar hjartað hamast í brjóstinu. Þegar þú áttir að vita betur. Þegar þú ert staddur í svona rússíbanareið.“ Odom hefur lent í ýmsum áföllum á lífsleiðinni. Faðir hans var heróínfíkill og móðir hans lést þegar Odom var aðeins 12 ára gamall. Þá missti hann son sinn þegar hann var aðeins sex mánaða gamall.Odom lék lengst af með Los Angeles Lakers og varð tvívegis NBA-meistari með liðinu.vísir/gettyOdom varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010 og var valinn sjötti leikmaður ársins 2011. Eftir það lá leiðin hratt niður á við og Odom festist í viðjum fíknarinnar. Í október 2015 fannst hann svo meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada og var haldið í öndunarvél í nokkra daga. „Þegar ég vaknaði á spítalanum í Nevada gat ég ekki hreyft mig né talað. Ég var fastur inni í mínum eigin líkama. Mér var ógeðslega illt í hálsinum. Ég horfði niður og sá allar þessar slöngur koma út úr munninum á mér,“ sagði Odom sem var í dái í fjóra daga. „Á þessum tíma notaði ég kókaín á hverjum einasta degi. Ég hafði enga stjórn á þessu og vildi það ekki,“ bætti Odom við. Endurhæfingin gekk vel og Odom virðist vera kominn aftur á beinu brautina. „Ég er edrú núna en þetta er barátta á hverjum einasta degi. Ég er fíkill og mun alltaf vera fíkill. Fíknin fer aldrei í burtu. Ég meina, ég vil komast í vímu núna. En ég veit að ég get það ekki því ég vil vera til staðar fyrir börnin mín,“ sagði Odom.Frásögn Odoms má lesa með því að smella hér.
NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira