Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 20:04 Díana prinsessa. Vísir/AFP Mjög svo umdeildar upptökur af Díönu, prinsessu Wales, frá árunum 1992 og 1993 verða birtar í Bretlandi á næstunni. Þar ræðir Díana meðal annars hjónaband sitt við Karl Bretaprins á opinskáan hátt og segir meðal annars að brúðkaupsdaginn þeirra hafi verið sá versti í lífi hennar. Upptökurnar voru teknar af Peter Settelen, raddþjálfa prinsessunnar, þegar hann var að þjálfa hana í framgöngu og ræðuhöldum. Fjölskylda Díönu hélt því lengi fram að upptökurnar væru þeirra eign, en eftir nokkurra ára málaferli fékk Settelen þær aftur í sína vörslu árið 2004. Hluti þeirra var birtur af NBC í Bandaríkjunum árið 2004 og þótti það mjög umdeild og vakti birtingin mikla reiði samkvæmt frétt Telegraph. Þær hafa aldrei verið sýndar í Bretlandi.Hins vegar keypti Channel 4 réttinn af upptökunum og segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að ákvörðun sona Díönu að ræða móður sína opinberlega setji fordæmi fyrir sýningu upptakanna. Hluti þeirra hefur aldrei verið sýndur áður. BBC keypti þó nokkrar mínútur árið 2007 og talið var að það hefði kostað 30 þúsund pund. Nota átti efnið fyrir heimildarmynd til að marka að tíu ár voru liðin frá því að Díana dó. BBC hætti hins vegar við að sýna heimildarmyndina þar sem það þótti ekki við hæfi. Framleiðandi myndar BBC hefur einnig verið fenginn til að gera nýju myndina fyrir Channel 4 og mun hún bera sama nafn og mynd BBC: Diana: In Her Own Words.Hittust einungis þrettán sinnum fyrir brúðkaupið Samkvæmt Telegraph segir Díana frá því að hún og Karl hafi einungis hist þrettán sinnum áður en þau giftu sig. Þá ræddi hún kynlíf þerra hjóna og sagði þau hefðu stundað það á um þriggja vikna fresti. Þá ræðir hún einnig skilnað þeirra hjóna og segir að ef hún fengi að ráða myndi Karl „fara á brott með konunni sinni og aldrei koma aftur“. Þar á hún líklega við Camillu Parker Bowles, sem er nú eiginkona Karls. Díana og Karl skyldu árið 1996 eftir margra ára deilur. Í upptökunum sem sýndar voru árið 2004 í Bandaríkjunum sagði Díana frá því þegar hún komst að framhjáhaldi Karls árið 1986. Hún sagðist hafa farið grátandi til drottningarinnar og spurt hvað væri til ráða. Díana segir Elísabetu drottningu hafa svarað: „Ég veit það ekki. Karl er vonlaus.“Heimildarmyndin Diana: In Her Own Words verður sýnd á Stöð 2 fimmtudaginn 31. ágúst Gömlu heimildarmynd NBC frá 2004 má sjá hér að neðan. Kóngafólk Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Mjög svo umdeildar upptökur af Díönu, prinsessu Wales, frá árunum 1992 og 1993 verða birtar í Bretlandi á næstunni. Þar ræðir Díana meðal annars hjónaband sitt við Karl Bretaprins á opinskáan hátt og segir meðal annars að brúðkaupsdaginn þeirra hafi verið sá versti í lífi hennar. Upptökurnar voru teknar af Peter Settelen, raddþjálfa prinsessunnar, þegar hann var að þjálfa hana í framgöngu og ræðuhöldum. Fjölskylda Díönu hélt því lengi fram að upptökurnar væru þeirra eign, en eftir nokkurra ára málaferli fékk Settelen þær aftur í sína vörslu árið 2004. Hluti þeirra var birtur af NBC í Bandaríkjunum árið 2004 og þótti það mjög umdeild og vakti birtingin mikla reiði samkvæmt frétt Telegraph. Þær hafa aldrei verið sýndar í Bretlandi.Hins vegar keypti Channel 4 réttinn af upptökunum og segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að ákvörðun sona Díönu að ræða móður sína opinberlega setji fordæmi fyrir sýningu upptakanna. Hluti þeirra hefur aldrei verið sýndur áður. BBC keypti þó nokkrar mínútur árið 2007 og talið var að það hefði kostað 30 þúsund pund. Nota átti efnið fyrir heimildarmynd til að marka að tíu ár voru liðin frá því að Díana dó. BBC hætti hins vegar við að sýna heimildarmyndina þar sem það þótti ekki við hæfi. Framleiðandi myndar BBC hefur einnig verið fenginn til að gera nýju myndina fyrir Channel 4 og mun hún bera sama nafn og mynd BBC: Diana: In Her Own Words.Hittust einungis þrettán sinnum fyrir brúðkaupið Samkvæmt Telegraph segir Díana frá því að hún og Karl hafi einungis hist þrettán sinnum áður en þau giftu sig. Þá ræddi hún kynlíf þerra hjóna og sagði þau hefðu stundað það á um þriggja vikna fresti. Þá ræðir hún einnig skilnað þeirra hjóna og segir að ef hún fengi að ráða myndi Karl „fara á brott með konunni sinni og aldrei koma aftur“. Þar á hún líklega við Camillu Parker Bowles, sem er nú eiginkona Karls. Díana og Karl skyldu árið 1996 eftir margra ára deilur. Í upptökunum sem sýndar voru árið 2004 í Bandaríkjunum sagði Díana frá því þegar hún komst að framhjáhaldi Karls árið 1986. Hún sagðist hafa farið grátandi til drottningarinnar og spurt hvað væri til ráða. Díana segir Elísabetu drottningu hafa svarað: „Ég veit það ekki. Karl er vonlaus.“Heimildarmyndin Diana: In Her Own Words verður sýnd á Stöð 2 fimmtudaginn 31. ágúst Gömlu heimildarmynd NBC frá 2004 má sjá hér að neðan.
Kóngafólk Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira