Körfubolti

Kyrie Irving svarar engum símtölum frá Cleveland Cavaliers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyrie Irving talar við LeBron James í leik.
Kyrie Irving talar við LeBron James í leik. Vísir/Getty
Kyrie Irving vill losna frá Cleveland Cavaliers og það sem meira er hann hefur engan áhuga á að heyra í forráðamönnum liðsins.

Cleveland liðið hefur komist í lokaúrslit NBA-deildarinnar undanfarin þrjú tímabil en framtíð liðsins er í uppnámi eftir að fréttir af því láku út að einn besti leikmaður liðsins væri orðinn þreyttur á því að spila í skugga LeBron James.

Kyrie Irving vill að félagið skipti honum til annars liðs en hann labbar ekki í burtu frá Cleveland enda með samning til 2019.

Nýjustu fréttirnar af framtíð Kyrie Irving er  grein frá Jason Lloyd í The Athletic þar sem kemur fram að forráðamenn Cavaliers liðsins hafa ekki sambandi við Kyrie Irving síðan að hann gaf það út að hann vildi fara.  Sport Illustrated segir frá.

Jason Lloyd hefur þetta eftir nokkrum heimildarmönnum en Irving vill ekki tala við neinn frá félaginu.

Eigandinn Dan Gilbert vill þó ekki horfast í augu við staðreyndir málsins og segist búast við að sjá Kyrie Irving þegar liðið hefur æfingar eftir sumarfrí.  

Liðfélagarnir í Cleveland horfa líka til þess að Kyrie Irving og LeBron James sættist og ákveðið að taka eitt tímabil saman en það er þó frekar ólíkleg niðurstaða.

NBA-áhugafólk þarf því að bíða á Kyrie Irving vaktinni enn um sinn eða þangað til að það kemur í ljós hvort Cleveland takist að fá eitthvað fyrir bakvörðinn snjalla eða hvort málið leysti á annan hátt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×