Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Belgía 85-70 | Strákarnir kvöddu með sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2017 19:45 Elvar Már Friðriksson átti góða innkomu. Vísir/Andri Marinó Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann öruggan sigur á því belgíska, 85-70, á Akranesi í dag. Þetta var síðasta leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM sem hefst 31. ágúst. Þetta var annar sigur Íslands á Belgíu á þremur dögum en á fimmtudaginn vann íslenska liðið það belgíska, 83-76, í Smáranum. Íslenska liðið var nokkuð lengi í gang í dag en kláraði 1. leikhlutann á 11-3 spretti. Haukur Helgi Pálsson setti niður tvo þrista á þessum kafla en hann var stigahæstur Íslendinga í fyrri hálfleik með 16 stig. Ísland var sterkari aðilinn í 2. leikhluta, vann hann 23-15 og leiddi með 12 stigum í hálfleik, 44-22. Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik og hélt því belgíska í 34% skotnýtingu í fyrri hálfleik. Ísland var með 12 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum gegn aðeins sjö og skoraði 12 stig eftir tapaða bolta hjá Belgum. Hlynur Bæringsson var í miklum ham í upphafi seinni hálfleiks og skoraði fyrstu sjö stig hans. Ísland komst mest 21 stigi yfir snemma í seinni hálfleik, 56-35, en um miðjan 3. leikhluta fór að halla undan fæti. Sóknin hikstaði all svakalega og Belgarnir fóru að setja niður skot. Gestirnir minnkuðu muninn niður í 12 stig en flautuþristur frá Sigtryggi Arnari Björnssyni undir lok 3. leikhluta gaf íslenska liðinu andrými. Staðan fyrir loka leiklutann, 68-53. Ísland var með góða stjórn á leiknum í 4. leikhluta og hleypti Belgíu aldrei hættulega nálægt sér. Á endanum munaði 15 stigum á liðunum, 85-70. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu spiluðu í leiknum í dag og allir nema einn skoruðu. Haukur Helgi var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Hann varði auk þess þrjú skot. Hlynur skoraði 17 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 10 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Líkt og í leiknum á fimmtudaginn átti Elvar Már Friðriksson mjög góða innkomu. Í dag skilaði Njarðvíkingurinn níu stigum, fjórum fráköstum og sex stoðsendingum. Kristófer Acox skoraði átta stig og tók fjögur fráköst og þá spilaði Ægir Þór Steinarsson frábæra vörn. Íslenska liðið heldur nú æfingum áfram áður en það heldur til Rússlands 9. ágúst.Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag.Vísir/Andri MarinóHaukur Helgi: Betra en síðast Ísland vann 15 stiga sigur á Belgíu, 85-70, á Akranesi þegar liðin mættust í annað sinn á þremur dögum. Íslenska liðið vann sjö stiga sigur, 83-76, þegar liðin mættust í Smáranum á fimmtudaginn en sigurinn í dag var öruggari og frammistaðan betri. „Mér fannst þetta betra en síðast. Við gáfum svolítið eftir þegar við náðum áhlaupum í síðasta leik. Kannski hittum við betur í dag og það var meira jafnvægi í inni og úti leiknum. Við erum allir að slípast til,“ sagði Haukur Helgi Pálsson sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Hann hitti úr átta af 10 skotum sínum í leiknum. Varnarleikur Íslands var mjög sterkur í leiknum í dag og hann gerði Belgíu erfitt fyrir í sókninni. „Við töluðum vel saman og skiptum vel. Við gerðum þetta betur en síðast. Þetta var leikur tvö svo við vissum kannski aðeins meira hvað þeir voru að gera,“ sagði Haukur Helgi sem segir að jákvæðu punktarnir séu mun fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvo æfingaleiki fyrir EM sem hefst í lok næsta mánaðar. „Klárlega. Ég tek hatt minn ofan fyrir Skagamönnum fyrir umgjörðina. Þetta var fáránlega skemmtilegt og hvað þeir gerðu mikið úr honum,“ sagði Haukur Helgi sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. „Við förum til Rússlands 9. ágúst. Það verður eitthvað. Þetta er klárlega gott veganesti og við ætlum að halda áfram að verða betri,“ sagði Haukur Helgi að lokum.Craig Pedersen er á leið með Ísland á annað Evrópumótið í röð.vísir/andri marinóPedersen: Verður mjög erfitt að velja lokahópinn Craig Pedersen, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn á Belgíu á Akranesi í dag. „Mér fannst frammistaðan góð. Við vorum svolítið þungir í upphafi leiks en Ægir [Þór Steinarsson] gaf okkur kraft. Það sem eftir var leiks var orkan í liðinu góð,“ sagði Pedersen eftir leik. „Við hreyfðum boltann vel, sérstaklega í hraðaupphlaupum þegar þeir voru ekki búnir að stilla vörninni upp. Það er margt sem má bæta en á sama tíma gerðum við margt gott í vörn og sókn.“ Íslenska liðið vann báða leikina gegn Belgíu og Pedersen segir útlitið fyrir EM nokkuð bjart. „Fyrir fyrsta leikinn höfðum við bara æft í 5-6 daga og þeir eru í sömu stöðu. En í ljósi þess hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Pedersen. Kanadamaðurinn segir að það verði erfitt fyrir sig að velja lokahópinn fyrir EM sem hefst 31. ágúst. „Já, það verður mjög erfitt. En það er jákvætt að það sé samkeppni um stöður í hópnum. Þetta verður erfitt en eitthvað sem ég verð að gera,“ sagði Pedersen sem tekur 14 leikmenn með til Rússlands þangað sem íslenska liðið heldur 9. ágúst.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann öruggan sigur á því belgíska, 85-70, á Akranesi í dag. Þetta var síðasta leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM sem hefst 31. ágúst. Þetta var annar sigur Íslands á Belgíu á þremur dögum en á fimmtudaginn vann íslenska liðið það belgíska, 83-76, í Smáranum. Íslenska liðið var nokkuð lengi í gang í dag en kláraði 1. leikhlutann á 11-3 spretti. Haukur Helgi Pálsson setti niður tvo þrista á þessum kafla en hann var stigahæstur Íslendinga í fyrri hálfleik með 16 stig. Ísland var sterkari aðilinn í 2. leikhluta, vann hann 23-15 og leiddi með 12 stigum í hálfleik, 44-22. Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik og hélt því belgíska í 34% skotnýtingu í fyrri hálfleik. Ísland var með 12 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum gegn aðeins sjö og skoraði 12 stig eftir tapaða bolta hjá Belgum. Hlynur Bæringsson var í miklum ham í upphafi seinni hálfleiks og skoraði fyrstu sjö stig hans. Ísland komst mest 21 stigi yfir snemma í seinni hálfleik, 56-35, en um miðjan 3. leikhluta fór að halla undan fæti. Sóknin hikstaði all svakalega og Belgarnir fóru að setja niður skot. Gestirnir minnkuðu muninn niður í 12 stig en flautuþristur frá Sigtryggi Arnari Björnssyni undir lok 3. leikhluta gaf íslenska liðinu andrými. Staðan fyrir loka leiklutann, 68-53. Ísland var með góða stjórn á leiknum í 4. leikhluta og hleypti Belgíu aldrei hættulega nálægt sér. Á endanum munaði 15 stigum á liðunum, 85-70. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu spiluðu í leiknum í dag og allir nema einn skoruðu. Haukur Helgi var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Hann varði auk þess þrjú skot. Hlynur skoraði 17 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 10 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Líkt og í leiknum á fimmtudaginn átti Elvar Már Friðriksson mjög góða innkomu. Í dag skilaði Njarðvíkingurinn níu stigum, fjórum fráköstum og sex stoðsendingum. Kristófer Acox skoraði átta stig og tók fjögur fráköst og þá spilaði Ægir Þór Steinarsson frábæra vörn. Íslenska liðið heldur nú æfingum áfram áður en það heldur til Rússlands 9. ágúst.Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag.Vísir/Andri MarinóHaukur Helgi: Betra en síðast Ísland vann 15 stiga sigur á Belgíu, 85-70, á Akranesi þegar liðin mættust í annað sinn á þremur dögum. Íslenska liðið vann sjö stiga sigur, 83-76, þegar liðin mættust í Smáranum á fimmtudaginn en sigurinn í dag var öruggari og frammistaðan betri. „Mér fannst þetta betra en síðast. Við gáfum svolítið eftir þegar við náðum áhlaupum í síðasta leik. Kannski hittum við betur í dag og það var meira jafnvægi í inni og úti leiknum. Við erum allir að slípast til,“ sagði Haukur Helgi Pálsson sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig. Hann hitti úr átta af 10 skotum sínum í leiknum. Varnarleikur Íslands var mjög sterkur í leiknum í dag og hann gerði Belgíu erfitt fyrir í sókninni. „Við töluðum vel saman og skiptum vel. Við gerðum þetta betur en síðast. Þetta var leikur tvö svo við vissum kannski aðeins meira hvað þeir voru að gera,“ sagði Haukur Helgi sem segir að jákvæðu punktarnir séu mun fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvo æfingaleiki fyrir EM sem hefst í lok næsta mánaðar. „Klárlega. Ég tek hatt minn ofan fyrir Skagamönnum fyrir umgjörðina. Þetta var fáránlega skemmtilegt og hvað þeir gerðu mikið úr honum,“ sagði Haukur Helgi sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. „Við förum til Rússlands 9. ágúst. Það verður eitthvað. Þetta er klárlega gott veganesti og við ætlum að halda áfram að verða betri,“ sagði Haukur Helgi að lokum.Craig Pedersen er á leið með Ísland á annað Evrópumótið í röð.vísir/andri marinóPedersen: Verður mjög erfitt að velja lokahópinn Craig Pedersen, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn á Belgíu á Akranesi í dag. „Mér fannst frammistaðan góð. Við vorum svolítið þungir í upphafi leiks en Ægir [Þór Steinarsson] gaf okkur kraft. Það sem eftir var leiks var orkan í liðinu góð,“ sagði Pedersen eftir leik. „Við hreyfðum boltann vel, sérstaklega í hraðaupphlaupum þegar þeir voru ekki búnir að stilla vörninni upp. Það er margt sem má bæta en á sama tíma gerðum við margt gott í vörn og sókn.“ Íslenska liðið vann báða leikina gegn Belgíu og Pedersen segir útlitið fyrir EM nokkuð bjart. „Fyrir fyrsta leikinn höfðum við bara æft í 5-6 daga og þeir eru í sömu stöðu. En í ljósi þess hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Pedersen. Kanadamaðurinn segir að það verði erfitt fyrir sig að velja lokahópinn fyrir EM sem hefst 31. ágúst. „Já, það verður mjög erfitt. En það er jákvætt að það sé samkeppni um stöður í hópnum. Þetta verður erfitt en eitthvað sem ég verð að gera,“ sagði Pedersen sem tekur 14 leikmenn með til Rússlands þangað sem íslenska liðið heldur 9. ágúst.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Belgía 83-76 | Strákarnir byrja á sigri Fínn sigur hjá strákunum okkar í fyrsta leik landsliðsins í undirbúningnum fyrir Eurobasket. 27. júlí 2017 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Belgía 83-76 | Strákarnir byrja á sigri Fínn sigur hjá strákunum okkar í fyrsta leik landsliðsins í undirbúningnum fyrir Eurobasket. 27. júlí 2017 22:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti