Bikardagur í Kaplakrika í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2017 06:00 Litlir og stórir FH-ingar. vísir/stefán Mesta fjörið í íþróttalífi hérlendis um helgina verður án vafa í Kaplakrikanum á milli eitt og fjögur í dag þegar FH-ingar hýsa tvær bikarkeppnir í tveimur íþróttagreinum. Í báðum tilfellum eru heimamenn í FH sigurstranglegri en þurfa að berjast við kappsfulla Breiðhyltinga á báðum vígstöðum.Hafa unnið alla titla frá 1994 Í 51. bikarkeppni FRÍ má búast við að baráttan standi sem fyrr á milli risanna FH og ÍR en félögin hafa unnið langflesta bikara frá upphafi sem og alla bikarmeistaratitla frá og með árinu 1994. Í undanúrslitaleik Borgunarbikars karla taka Íslandsmeistarar FH á móti Inkasso-liði Leiknis úr Breiðholti. Sigurvegari leiksins mætir ÍBV í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi. Leiknismenn höfðu aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit fyrir þetta sumar og eru því að spila sinn fyrsta undanúrslitaleik. FH-liðið hefur unnið alls átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 en aðeins komist tvisvar í bikarúrslitaleikinn á sama tíma. Nú hafa FH-ingar frábært tækifæri til að bæta úr því enda á heimavelli á móti liði sem er í hópi neðstu liðanna í b-deildinni. Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins hefst klukkan 13.00 en annað árið í röð fer hún fram á sama degi og klárast á aðeins tveimur klukkutímum. Það verður því allt á fullu á vellinum þessa tvo tíma sem gerir keppnina mjög væna til áhorfs. FH-ingar eiga titil að verja en þeir unnu þrefalt í fyrra og stöðvuðu þá sex ára sigurgöngu ÍR.Tuttugasti titilinn Vinni FH-ingar í dag þá verða þeir bikarmeistarar í tuttugasta sinn en ÍR-ingar hafa unnið flesta bikartitla eða 23. Það ætla þó fleiri félög að blanda sér í baráttunni en Breiðablik, Fjölelding, HSK og Ármann taka líka þátt. FH-ingar urðu bikarmeistarar þegar þeir héldu bikarkeppnina síðast fyrir þrettán árum en misstu þá karlatitilinn til UMSS. FH vann hins vegar þrefalt næstu fjögur ár á eftir.Mikið að gera Það er mikið að gera hjá karlaliði FH í fótbolta. Liðið er nýkomin heim frá Slóveníu þar sem liðið mætti Maribor í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld verður níundi leikur Hafnarfjarðarliðsins á síðustu 34 dögum sem þýðir leik á 3,8 daga fresti auk ferðalaga til Færeyja og Slóveníu. Bikarleikur FH og Leiknis átti að fara fram í gærkvöldi en var færður fram um einn dag vegna ferðalags FH-liðsins til Slóveníu í vikunni. Fyrir vikið fær íþróttaáhugafólk óvenjulegan bikartvíhöfða í Kaplakrikanum eftir hádegi í dag. Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Mesta fjörið í íþróttalífi hérlendis um helgina verður án vafa í Kaplakrikanum á milli eitt og fjögur í dag þegar FH-ingar hýsa tvær bikarkeppnir í tveimur íþróttagreinum. Í báðum tilfellum eru heimamenn í FH sigurstranglegri en þurfa að berjast við kappsfulla Breiðhyltinga á báðum vígstöðum.Hafa unnið alla titla frá 1994 Í 51. bikarkeppni FRÍ má búast við að baráttan standi sem fyrr á milli risanna FH og ÍR en félögin hafa unnið langflesta bikara frá upphafi sem og alla bikarmeistaratitla frá og með árinu 1994. Í undanúrslitaleik Borgunarbikars karla taka Íslandsmeistarar FH á móti Inkasso-liði Leiknis úr Breiðholti. Sigurvegari leiksins mætir ÍBV í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi. Leiknismenn höfðu aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit fyrir þetta sumar og eru því að spila sinn fyrsta undanúrslitaleik. FH-liðið hefur unnið alls átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 en aðeins komist tvisvar í bikarúrslitaleikinn á sama tíma. Nú hafa FH-ingar frábært tækifæri til að bæta úr því enda á heimavelli á móti liði sem er í hópi neðstu liðanna í b-deildinni. Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins hefst klukkan 13.00 en annað árið í röð fer hún fram á sama degi og klárast á aðeins tveimur klukkutímum. Það verður því allt á fullu á vellinum þessa tvo tíma sem gerir keppnina mjög væna til áhorfs. FH-ingar eiga titil að verja en þeir unnu þrefalt í fyrra og stöðvuðu þá sex ára sigurgöngu ÍR.Tuttugasti titilinn Vinni FH-ingar í dag þá verða þeir bikarmeistarar í tuttugasta sinn en ÍR-ingar hafa unnið flesta bikartitla eða 23. Það ætla þó fleiri félög að blanda sér í baráttunni en Breiðablik, Fjölelding, HSK og Ármann taka líka þátt. FH-ingar urðu bikarmeistarar þegar þeir héldu bikarkeppnina síðast fyrir þrettán árum en misstu þá karlatitilinn til UMSS. FH vann hins vegar þrefalt næstu fjögur ár á eftir.Mikið að gera Það er mikið að gera hjá karlaliði FH í fótbolta. Liðið er nýkomin heim frá Slóveníu þar sem liðið mætti Maribor í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld verður níundi leikur Hafnarfjarðarliðsins á síðustu 34 dögum sem þýðir leik á 3,8 daga fresti auk ferðalaga til Færeyja og Slóveníu. Bikarleikur FH og Leiknis átti að fara fram í gærkvöldi en var færður fram um einn dag vegna ferðalags FH-liðsins til Slóveníu í vikunni. Fyrir vikið fær íþróttaáhugafólk óvenjulegan bikartvíhöfða í Kaplakrikanum eftir hádegi í dag.
Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira