Vince Carter spilar sitt tuttugasta tímabil í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2017 15:30 Tveir reynsluboltar. Vince Carter með Gregg Popovic, þjálfara San Antonio Spurs. Vísir/Getty Vince Carter er ekkert á því að leggja körfuboltaskóna sína á hilluna og hefur nú fundið sér nýtt félag fyrir komandi tímabil. Carter sem varð fertugur í lok janúar síðastliðinn, skrifaði í gær undir eins árs samning við Sacramento Kings. Vince Carter hefur spilað með Memphis Grizzlies undanfarin þrjú tímabil en hann var með 8 stig og 1,8 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili. Carter þarf ekki að kvarta mikið yfir laununum sínum á tímabilinu í vetur því hann fær átta milljónir dollara fyrir þessa einu leiktíð eða um 845 milljónir íslenskra króna.Kings Sign @mrvincecarter15 » https://t.co/FVMomZFDUapic.twitter.com/ZuUD2EkvlA — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 Launin hans á komandi tímabili eru nánast jafnmikið og hann fékk samanlagt fyrir síðustu tvö tímabil hjá Memphis Grizzlies. Carter hefur nú fengið rúmlega 180 milljónir dollara útborgaðar á ferlinum eða meira en 19 milljarða íslenskra króna. Carter er kominn upp í 27. sæti yfir flest stig skoruð í sögu NBA (24.555) en hann er síðan í fimmta sæti yfir flestar þriggja stiga körfur (2049) og í þrettánda sæti yfir flesta leiki spilaða (1347) Vince Carter sló met Michael Jordan í vetur þegar hann varð elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 20 stig af bekknum. Hann bætti sitt nýja met líka sex dögum síðar. Vince Carter var rosalegur háloftafugl þegar hann kom inn í NBA-deildina en hann byrjaði hjá Toronto Raptors árið 1998. Sacramento Kings verður hans sjöunda félag í deildinni. @mrvincecarter15 pic.twitter.com/5qt5tRyYyH — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 Sacramento Kings bætti líka við sig tveimur öðrum reynsluboltum eða þeim George Hill og Zach Randolph.Kings Sign George Hill » https://t.co/LBMkMRqBR3pic.twitter.com/GeEazc2uNa — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017Kings Sign @MacBo50 » https://t.co/99mo5mCDnjpic.twitter.com/qgczNzndWv — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Vince Carter er ekkert á því að leggja körfuboltaskóna sína á hilluna og hefur nú fundið sér nýtt félag fyrir komandi tímabil. Carter sem varð fertugur í lok janúar síðastliðinn, skrifaði í gær undir eins árs samning við Sacramento Kings. Vince Carter hefur spilað með Memphis Grizzlies undanfarin þrjú tímabil en hann var með 8 stig og 1,8 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili. Carter þarf ekki að kvarta mikið yfir laununum sínum á tímabilinu í vetur því hann fær átta milljónir dollara fyrir þessa einu leiktíð eða um 845 milljónir íslenskra króna.Kings Sign @mrvincecarter15 » https://t.co/FVMomZFDUapic.twitter.com/ZuUD2EkvlA — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 Launin hans á komandi tímabili eru nánast jafnmikið og hann fékk samanlagt fyrir síðustu tvö tímabil hjá Memphis Grizzlies. Carter hefur nú fengið rúmlega 180 milljónir dollara útborgaðar á ferlinum eða meira en 19 milljarða íslenskra króna. Carter er kominn upp í 27. sæti yfir flest stig skoruð í sögu NBA (24.555) en hann er síðan í fimmta sæti yfir flestar þriggja stiga körfur (2049) og í þrettánda sæti yfir flesta leiki spilaða (1347) Vince Carter sló met Michael Jordan í vetur þegar hann varð elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 20 stig af bekknum. Hann bætti sitt nýja met líka sex dögum síðar. Vince Carter var rosalegur háloftafugl þegar hann kom inn í NBA-deildina en hann byrjaði hjá Toronto Raptors árið 1998. Sacramento Kings verður hans sjöunda félag í deildinni. @mrvincecarter15 pic.twitter.com/5qt5tRyYyH — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 Sacramento Kings bætti líka við sig tveimur öðrum reynsluboltum eða þeim George Hill og Zach Randolph.Kings Sign George Hill » https://t.co/LBMkMRqBR3pic.twitter.com/GeEazc2uNa — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017Kings Sign @MacBo50 » https://t.co/99mo5mCDnjpic.twitter.com/qgczNzndWv — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017
NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira