Íslensk stelpa dýrasta sundknattleikskonan í sögu íþróttarinnar í Grikklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2017 09:30 Christina Tsoukalas. Mynd/Heimasíða Olympiakos Christina Tsoukalas skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos, áttfalda Grikklandsmeistara í sundknattleik en samningurinn vakti mikla athygli í Grikklandi. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Móðir hennar var stolt af stelpunni sinni á fésbókinni. „Næstu 3 árin mun Kristín leika með sundknattleiksliði Olympiakos, stærsta íþróttafélagi Grikklands. Hún skrifaði undir samning sem gerir hana að dýrustu sundknattleikskonu í sögu þessarar íþróttar í Grikklandi,“ skrifaði Þóra Björk Valsteinsdóttir. Christina Tsoukalas og Olympiakos hafa verið í samningaviðræðum í nokkurn tíma en loksins var samningurinn í höfn og Christina þakkar forráðamönnum Olympiakos fyrir að sýna sér bæði mikinn áhuga og mikinn skilning. Olympiakos sagði frá samningi Christinu Tsoukalas á heimasíðu og birti fullt af myndum af nýja leikmanni sínum. Það eru bundnar miklar væntingar við komu hennar en Olympiakos hefur unnið fjóra meistaratitla í röð í Grikklandi en það hefur ekki gengið eins vel í Evrópukeppninni. Í fréttinni um Christinu Tsoukalas kemur fram að þessi samningur muni breyta landslaginu í evrópskum og grískum sundknattleik. Hún lék áður með liði NC Vouliagmeni og varð meðal annars tvisvar sinnum Evrópumeistari félagsins. Christina Tsoukalas hefur verið lengi í fremstu röð í grískum sundknattleik og hún hefur unnið bæði heimsmeistaragull (2011) og tvö silfur á Evrópumóti (2010 og 2012) með gríska landsliðinu.Christina Tsoukalas handsalar samninginn.Mynd/Heimasíða Olympiakos Aðrar íþróttir Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Christina Tsoukalas skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos, áttfalda Grikklandsmeistara í sundknattleik en samningurinn vakti mikla athygli í Grikklandi. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Móðir hennar var stolt af stelpunni sinni á fésbókinni. „Næstu 3 árin mun Kristín leika með sundknattleiksliði Olympiakos, stærsta íþróttafélagi Grikklands. Hún skrifaði undir samning sem gerir hana að dýrustu sundknattleikskonu í sögu þessarar íþróttar í Grikklandi,“ skrifaði Þóra Björk Valsteinsdóttir. Christina Tsoukalas og Olympiakos hafa verið í samningaviðræðum í nokkurn tíma en loksins var samningurinn í höfn og Christina þakkar forráðamönnum Olympiakos fyrir að sýna sér bæði mikinn áhuga og mikinn skilning. Olympiakos sagði frá samningi Christinu Tsoukalas á heimasíðu og birti fullt af myndum af nýja leikmanni sínum. Það eru bundnar miklar væntingar við komu hennar en Olympiakos hefur unnið fjóra meistaratitla í röð í Grikklandi en það hefur ekki gengið eins vel í Evrópukeppninni. Í fréttinni um Christinu Tsoukalas kemur fram að þessi samningur muni breyta landslaginu í evrópskum og grískum sundknattleik. Hún lék áður með liði NC Vouliagmeni og varð meðal annars tvisvar sinnum Evrópumeistari félagsins. Christina Tsoukalas hefur verið lengi í fremstu röð í grískum sundknattleik og hún hefur unnið bæði heimsmeistaragull (2011) og tvö silfur á Evrópumóti (2010 og 2012) með gríska landsliðinu.Christina Tsoukalas handsalar samninginn.Mynd/Heimasíða Olympiakos
Aðrar íþróttir Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti