Íslensk stelpa dýrasta sundknattleikskonan í sögu íþróttarinnar í Grikklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2017 09:30 Christina Tsoukalas. Mynd/Heimasíða Olympiakos Christina Tsoukalas skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos, áttfalda Grikklandsmeistara í sundknattleik en samningurinn vakti mikla athygli í Grikklandi. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Móðir hennar var stolt af stelpunni sinni á fésbókinni. „Næstu 3 árin mun Kristín leika með sundknattleiksliði Olympiakos, stærsta íþróttafélagi Grikklands. Hún skrifaði undir samning sem gerir hana að dýrustu sundknattleikskonu í sögu þessarar íþróttar í Grikklandi,“ skrifaði Þóra Björk Valsteinsdóttir. Christina Tsoukalas og Olympiakos hafa verið í samningaviðræðum í nokkurn tíma en loksins var samningurinn í höfn og Christina þakkar forráðamönnum Olympiakos fyrir að sýna sér bæði mikinn áhuga og mikinn skilning. Olympiakos sagði frá samningi Christinu Tsoukalas á heimasíðu og birti fullt af myndum af nýja leikmanni sínum. Það eru bundnar miklar væntingar við komu hennar en Olympiakos hefur unnið fjóra meistaratitla í röð í Grikklandi en það hefur ekki gengið eins vel í Evrópukeppninni. Í fréttinni um Christinu Tsoukalas kemur fram að þessi samningur muni breyta landslaginu í evrópskum og grískum sundknattleik. Hún lék áður með liði NC Vouliagmeni og varð meðal annars tvisvar sinnum Evrópumeistari félagsins. Christina Tsoukalas hefur verið lengi í fremstu röð í grískum sundknattleik og hún hefur unnið bæði heimsmeistaragull (2011) og tvö silfur á Evrópumóti (2010 og 2012) með gríska landsliðinu.Christina Tsoukalas handsalar samninginn.Mynd/Heimasíða Olympiakos Aðrar íþróttir Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira
Christina Tsoukalas skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos, áttfalda Grikklandsmeistara í sundknattleik en samningurinn vakti mikla athygli í Grikklandi. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Móðir hennar var stolt af stelpunni sinni á fésbókinni. „Næstu 3 árin mun Kristín leika með sundknattleiksliði Olympiakos, stærsta íþróttafélagi Grikklands. Hún skrifaði undir samning sem gerir hana að dýrustu sundknattleikskonu í sögu þessarar íþróttar í Grikklandi,“ skrifaði Þóra Björk Valsteinsdóttir. Christina Tsoukalas og Olympiakos hafa verið í samningaviðræðum í nokkurn tíma en loksins var samningurinn í höfn og Christina þakkar forráðamönnum Olympiakos fyrir að sýna sér bæði mikinn áhuga og mikinn skilning. Olympiakos sagði frá samningi Christinu Tsoukalas á heimasíðu og birti fullt af myndum af nýja leikmanni sínum. Það eru bundnar miklar væntingar við komu hennar en Olympiakos hefur unnið fjóra meistaratitla í röð í Grikklandi en það hefur ekki gengið eins vel í Evrópukeppninni. Í fréttinni um Christinu Tsoukalas kemur fram að þessi samningur muni breyta landslaginu í evrópskum og grískum sundknattleik. Hún lék áður með liði NC Vouliagmeni og varð meðal annars tvisvar sinnum Evrópumeistari félagsins. Christina Tsoukalas hefur verið lengi í fremstu röð í grískum sundknattleik og hún hefur unnið bæði heimsmeistaragull (2011) og tvö silfur á Evrópumóti (2010 og 2012) með gríska landsliðinu.Christina Tsoukalas handsalar samninginn.Mynd/Heimasíða Olympiakos
Aðrar íþróttir Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira