Innlent

Mikil fjölgun innbrota í sumarbústaði

Sæunn Gísladóttir skrifar
Brotist hefur verið inn í bústaði í Skorradal, Hvalfirði og Munaðarnesi.
Brotist hefur verið inn í bústaði í Skorradal, Hvalfirði og Munaðarnesi. vísir/pjetur
Það sem af er ári hafa átta innbrot verið framin í bústaði á Vesturlandi, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi.

Um verulega fjölgun er að ræða milli ára en í fyrra var einungis framið eitt innbrot á svæðinu yfir allt árið. Árið 2015 voru innbrotin hins vegar 22.

Á Vesturlandi eru vinsæl bústaðahverfi, meðal annars í Skorradal og Munaðarnesi. Brotist hefur verið inn á nokkrum stöðum í Skorradal, Hvalfirði og Munaðarnesi.

Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, segist ekki leggja mat á hvort þetta sé mikið af innbrotum miðað við venjulega en þó að minnsta kosti meira en í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×