Veiðigjaldið endanleg ákvörðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júlí 2017 20:00 Hækkun veiðigjalda um sex milljarða á næsta fiskveiðiári ætti ekki að koma neinum á óvart að mati sjávarútvegsráðherra. Hækkunin endurspegli betri afkomu útgerðanna þótt skoða megi hvort rétt sé að miða álagningu við afkomuna fyrir tveimur árum. Veiðigjöld á yfirstandandi ári fiskveiðiári tvöfaldast milli ára og verða um sex milljörðum króna hærri en þau voru í fyrra. Miðað við áætlað aflamark verða þau um 10,5 til 11 milljarðar króna. „Það á ekki að koma neinum á óvart hver fjárhæðin er þetta árið. Það má hins vegar gagnrýna að verið sé að miða við afkomuna fyrir tveimur árum en það er eitthvað sem menn fara þá bara yfir upp á framtíðina að gera," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Hátt í eitt þúsund lögaðilar standa undir gjaldinu og samkvæmt reiknireglu þess nema greiðslurnar um þriðjungi heildarhagnaðar ársins 2015 en það var fordæmalaust gott ár í sjávarútvegi. „Þessi niðurstaða sem ég staðfesti núna og kynnti mun ekki breytast. Það verða þessar verulegu hækkanir. Menn hafa verið að benda á litlar og meðalstórar útgerðir. Ég hef ákveðnar áhyggjur af þeim og þess vegna er úttekt í gangi og hún mun vonandi liggja fyrir í september og þá einfaldlega metum við stöðuna," segir Þorgerður.Athugasemd ráðherra kemur á óvart Aðspurð hvort þetta sé ekki eitthvað sem legið hafi fyrir segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að fyrirtæki hafi einungis nýlega getað tekið afstöðu til veiðigjaldsins, „Ég hef heyrt þessa athugasemd og þá meðal annars frá ráðherra og ég verð að segja að hún kemur nokkuð á óvart. Jú, það er miðað við hagnað ársins 2015 en tölur sem koma frá Hagstofu um þetta komu hins vegar ekki fyrr en í upphafi ársins 2017. Þá kannski gátu menn með upplýstum hætti tekið afstöðu til þess hvernig veiðigjöldin verða," segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Heiðrún bendir á að við þetta hafi bætist atriði líkt og sjómannaverkfall, styrking krónunnar og launahækkanir sem hafi haft slæm áhrif á afkomuna. Hún telur að endurskoða þurfi reikniregluna. „Það að við séum alltaf taka mið af tveimur árum aftur fyrir okkur er óheppilegur mælikvarði. Þetta verður að færast nær í tímann. Svo eru einstaka þættir í þessu, vankantar ef svo má segja, sem þyrfti að sníða að miðað við hvernig veiðigjöldin eru að koma niður á einstaka útgerðum," segir hún. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Hækkun veiðigjalda um sex milljarða á næsta fiskveiðiári ætti ekki að koma neinum á óvart að mati sjávarútvegsráðherra. Hækkunin endurspegli betri afkomu útgerðanna þótt skoða megi hvort rétt sé að miða álagningu við afkomuna fyrir tveimur árum. Veiðigjöld á yfirstandandi ári fiskveiðiári tvöfaldast milli ára og verða um sex milljörðum króna hærri en þau voru í fyrra. Miðað við áætlað aflamark verða þau um 10,5 til 11 milljarðar króna. „Það á ekki að koma neinum á óvart hver fjárhæðin er þetta árið. Það má hins vegar gagnrýna að verið sé að miða við afkomuna fyrir tveimur árum en það er eitthvað sem menn fara þá bara yfir upp á framtíðina að gera," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Hátt í eitt þúsund lögaðilar standa undir gjaldinu og samkvæmt reiknireglu þess nema greiðslurnar um þriðjungi heildarhagnaðar ársins 2015 en það var fordæmalaust gott ár í sjávarútvegi. „Þessi niðurstaða sem ég staðfesti núna og kynnti mun ekki breytast. Það verða þessar verulegu hækkanir. Menn hafa verið að benda á litlar og meðalstórar útgerðir. Ég hef ákveðnar áhyggjur af þeim og þess vegna er úttekt í gangi og hún mun vonandi liggja fyrir í september og þá einfaldlega metum við stöðuna," segir Þorgerður.Athugasemd ráðherra kemur á óvart Aðspurð hvort þetta sé ekki eitthvað sem legið hafi fyrir segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að fyrirtæki hafi einungis nýlega getað tekið afstöðu til veiðigjaldsins, „Ég hef heyrt þessa athugasemd og þá meðal annars frá ráðherra og ég verð að segja að hún kemur nokkuð á óvart. Jú, það er miðað við hagnað ársins 2015 en tölur sem koma frá Hagstofu um þetta komu hins vegar ekki fyrr en í upphafi ársins 2017. Þá kannski gátu menn með upplýstum hætti tekið afstöðu til þess hvernig veiðigjöldin verða," segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Heiðrún bendir á að við þetta hafi bætist atriði líkt og sjómannaverkfall, styrking krónunnar og launahækkanir sem hafi haft slæm áhrif á afkomuna. Hún telur að endurskoða þurfi reikniregluna. „Það að við séum alltaf taka mið af tveimur árum aftur fyrir okkur er óheppilegur mælikvarði. Þetta verður að færast nær í tímann. Svo eru einstaka þættir í þessu, vankantar ef svo má segja, sem þyrfti að sníða að miðað við hvernig veiðigjöldin eru að koma niður á einstaka útgerðum," segir hún.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira