Fjórföld veiðigjöld hjá skuldsettum útgerðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. júlí 2017 20:00 Teitur Björn Einarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Veiðigjöld einstakra útgerða gætu fjórfaldast á þessu fiskveiðiári; annars vegar vegna hækkunar á þeim og hins vegar vegna þess að afsláttur í tengslum við skuldir útgerðanna rennur út. Þingmaður vill framlengja aflsáttinn eða að tekið verði upp frítekjumark til að hjálpa smærri útgerðum strax í haust. Á hverju ári á síðstliðnum fimm árum hafa um 100 útgerðir fengið afslátt af veiðigjaldi vegna skuldsetningar. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hækka veiðigjöld um ríflega sex milljarða króna á næsta fiskveiðiári og verða um 10,5 til 11 milljarðar króna. Reiknireglan sem stuðst er við þegar gjöldin eru reiknuð miðar núna við fiskveiðiárið 2015 sem var einstaklega gott en afkoman er lakari í ár. Þar sem veiðigjaldið er hærra og skuldaafslátturinn var ekki framlengdur horfa einhverjar útgerðir upp á allt af fjórföldum veiðigjaldsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu reiknar til dæmis ein útgerð með því að greiða 40 milljónir í ár samanborið við 10 milljónir í fyrra. Þingmaðurinn Teitur Björn Einarson á sæti í samráðsnefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi en hann segir marga horfa fram á mjög þungan róður. „Það er hætta á að einhverjar [útgerðir] hætti eða selji frá sér aflaheimildir, það komi los í byggðafestu víðs vegar í minni samfélögum úti á landi, að starfsöryggi fólks verði ógnað þar af leiðandi og atvinnulíf eigi undir högg að sækja víðs vegar. Þetta er því miður það sem ég óttast," segir Teitur. Teitur segir að vinnan sem nú er í gangi við heildarendurskoðun á fiskveiðikerfinu verði að leiða til þeirrar niðurstöðu að gjaldheimtan verði í meira samræmi við afkomu útgerðarinnar og að meira jafnvægi sé í tíma, þ.e. að ekki sé litið tvö ár aftur í tímann við álagninu. Samráðsnefndin á að skila niðurstöðum í vetur og segir Teitur að töluverður tími gæti því verið í gildistöku breytinganna. Í millitíðinni þurfi aðrar lausnir. Vonast hann til þess að hægt verði að fara yfir málið þegar þingið kemur saman í haust. „Á meðan að ekki tekst að ná niðurstöðu um það hverjar breytingarnar eiga að vera tel ég alveg rök fyrir sérstökum ráðstöfunum sem gæti þurft að grípa til. Það gæti þess vegna verið framlenging á þessum skuldaafslætti, innleiðing á frítekjumarkaði. Til þess að þessar minni og meðalstóru útgerðir eigi einhvern möguleika á því að fleyta sér yfir þessa erfiðu tíma," segir Teitur. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Veiðigjöld einstakra útgerða gætu fjórfaldast á þessu fiskveiðiári; annars vegar vegna hækkunar á þeim og hins vegar vegna þess að afsláttur í tengslum við skuldir útgerðanna rennur út. Þingmaður vill framlengja aflsáttinn eða að tekið verði upp frítekjumark til að hjálpa smærri útgerðum strax í haust. Á hverju ári á síðstliðnum fimm árum hafa um 100 útgerðir fengið afslátt af veiðigjaldi vegna skuldsetningar. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hækka veiðigjöld um ríflega sex milljarða króna á næsta fiskveiðiári og verða um 10,5 til 11 milljarðar króna. Reiknireglan sem stuðst er við þegar gjöldin eru reiknuð miðar núna við fiskveiðiárið 2015 sem var einstaklega gott en afkoman er lakari í ár. Þar sem veiðigjaldið er hærra og skuldaafslátturinn var ekki framlengdur horfa einhverjar útgerðir upp á allt af fjórföldum veiðigjaldsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu reiknar til dæmis ein útgerð með því að greiða 40 milljónir í ár samanborið við 10 milljónir í fyrra. Þingmaðurinn Teitur Björn Einarson á sæti í samráðsnefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi en hann segir marga horfa fram á mjög þungan róður. „Það er hætta á að einhverjar [útgerðir] hætti eða selji frá sér aflaheimildir, það komi los í byggðafestu víðs vegar í minni samfélögum úti á landi, að starfsöryggi fólks verði ógnað þar af leiðandi og atvinnulíf eigi undir högg að sækja víðs vegar. Þetta er því miður það sem ég óttast," segir Teitur. Teitur segir að vinnan sem nú er í gangi við heildarendurskoðun á fiskveiðikerfinu verði að leiða til þeirrar niðurstöðu að gjaldheimtan verði í meira samræmi við afkomu útgerðarinnar og að meira jafnvægi sé í tíma, þ.e. að ekki sé litið tvö ár aftur í tímann við álagninu. Samráðsnefndin á að skila niðurstöðum í vetur og segir Teitur að töluverður tími gæti því verið í gildistöku breytinganna. Í millitíðinni þurfi aðrar lausnir. Vonast hann til þess að hægt verði að fara yfir málið þegar þingið kemur saman í haust. „Á meðan að ekki tekst að ná niðurstöðu um það hverjar breytingarnar eiga að vera tel ég alveg rök fyrir sérstökum ráðstöfunum sem gæti þurft að grípa til. Það gæti þess vegna verið framlenging á þessum skuldaafslætti, innleiðing á frítekjumarkaði. Til þess að þessar minni og meðalstóru útgerðir eigi einhvern möguleika á því að fleyta sér yfir þessa erfiðu tíma," segir Teitur.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira