Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli klukkan rúmlega 19 í kvöld. Nokkrir minniháttar skjálftar hafa mælst í framhaldinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni tók skjálftavirkni að aukast í fyrrasumar, en sá stærsti mældist í kringum 4,5.
Ekki er vitað til þess að skjálftinn í kvöld hafi fundist í byggð.
Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
