Trump gerir lokatilraun til að ganga frá Obamacare Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2017 10:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið öldungadeildarþingmönnum Repúblikanaflokksins til hádegisverðar í dag þar sem ræða á mögulegar aðgerðir varðandi heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna. Flokkurinn virðist hafa gefist upp á að reyna að koma heilbrigðisfrumvarpi þeirra Trump og Mitch McConnell, sem gengið hefur undir nafninu Trumpcare, í gegnum þingið. Einnig náðist ekki meirihluti á þinginu fyrir því að fella niður lögin eins og þau eru í dag. Trump lagði í gær til að það yrði gert svo hægt væri að byggja kerfið upp að nýju frá gruni. Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður Obamacare og koma upp nýju kerfi í sjö ár. Þann tíma hefur það verið eitt af helstu baráttumálum flokksins, sem ætti nú að vera í kjörstöðu til þess. Flokkurinn stjórnar báðum deildum þingsins og forsetaembættinu. Þrír öldungadeildarþingmenn flokksins hafa opinberað afstöðu sína og sagt að þeir muni ekki styðja frumvarpið. Repúblikanar á þinginu eru einungis 52 og var það því nóg. Þar að auki eru fleiri þingmenn sem eru sagðir vera á móti frumvarpinu, án þess að hafa gert það opinbert.Samkvæmt AP fréttaveitunni ætlaði McConnell að halda atkvæðagreiðslu um Trumpcare í dag, til þess að þvinga þingmenn flokksins til að opinbera afstöðu sína. Þingmenn flokkksins báðu hann þó um að bíða með slíkar aðgerðir, en frumvarpið er gífurlega óvinsælt á landsvísu og gæti það reynst þingmönnum dýrkeypt að greiða því atkvæði sitt. McConnell tilkynnti svo í gær að atkvæðagreiðslan færi fram í næstu viku og sagði að henni hefði verið frestað, meðal annars, að beiðni forsetans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt John McCain öldungadeildarþingmaður repúblikana hefur litla trú á nýju heilbrigðisfrumvarpi sem taka á við af Obamacare. 9. júlí 2017 18:20 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið öldungadeildarþingmönnum Repúblikanaflokksins til hádegisverðar í dag þar sem ræða á mögulegar aðgerðir varðandi heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna. Flokkurinn virðist hafa gefist upp á að reyna að koma heilbrigðisfrumvarpi þeirra Trump og Mitch McConnell, sem gengið hefur undir nafninu Trumpcare, í gegnum þingið. Einnig náðist ekki meirihluti á þinginu fyrir því að fella niður lögin eins og þau eru í dag. Trump lagði í gær til að það yrði gert svo hægt væri að byggja kerfið upp að nýju frá gruni. Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður Obamacare og koma upp nýju kerfi í sjö ár. Þann tíma hefur það verið eitt af helstu baráttumálum flokksins, sem ætti nú að vera í kjörstöðu til þess. Flokkurinn stjórnar báðum deildum þingsins og forsetaembættinu. Þrír öldungadeildarþingmenn flokksins hafa opinberað afstöðu sína og sagt að þeir muni ekki styðja frumvarpið. Repúblikanar á þinginu eru einungis 52 og var það því nóg. Þar að auki eru fleiri þingmenn sem eru sagðir vera á móti frumvarpinu, án þess að hafa gert það opinbert.Samkvæmt AP fréttaveitunni ætlaði McConnell að halda atkvæðagreiðslu um Trumpcare í dag, til þess að þvinga þingmenn flokksins til að opinbera afstöðu sína. Þingmenn flokkksins báðu hann þó um að bíða með slíkar aðgerðir, en frumvarpið er gífurlega óvinsælt á landsvísu og gæti það reynst þingmönnum dýrkeypt að greiða því atkvæði sitt. McConnell tilkynnti svo í gær að atkvæðagreiðslan færi fram í næstu viku og sagði að henni hefði verið frestað, meðal annars, að beiðni forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt John McCain öldungadeildarþingmaður repúblikana hefur litla trú á nýju heilbrigðisfrumvarpi sem taka á við af Obamacare. 9. júlí 2017 18:20 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt John McCain öldungadeildarþingmaður repúblikana hefur litla trú á nýju heilbrigðisfrumvarpi sem taka á við af Obamacare. 9. júlí 2017 18:20
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59
Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila