Mosul: Ódæði framin í nafni hefndar Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2017 14:30 Íbúi Mosul fer fram hjá hermanni. Vísir/AFP Þegar vígamenn Íslamska ríkisins hertóku borgina Mosul í norðurhluta Írak, eltu þeir uppi hermenn, lögregluþjóna og fjölskyldur þeirra. Þetta fólk var beittu miklu harðræði og myrt í hundraðatali. Nú er herinn kominn aftur til Mosul og framin eru ódæði gegn ISIS-liðum og stuðningsmönnum þeirra. Óttast er að hefndaraðgerðir hermanna muni viðhalda hringiðu hefndarverka og ofbeldis í landinu.Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við fjóra foringja í herafla Írak í Mosul og allir viðurkenndu þeir að menn þeirra myrtu óvopnaða og handsamaða menn sem grunaðir eru um að vera ISIS-liðar. Hermennirnir neituðu að koma fram undir nafni, þar sem þeir vissu að framferði þeirra væri brot á alþjóðalögum. Hins vegar sögðust þeir telja að rétt væri að gera undantekningu þegar komi að baráttunni gegn ISIS og þá sérstaklega vegna grimmdar ISIS-liða.Köstuðu föngum fram af vegg Meðal þess sem hefur komið upp í baráttunni um Mosul eru myndbönd af hermönnum kasta föngum með bundnar hendur fram af háum vegg. Síðan skutu þeir á lík þeirra. Mannréttindasamtök hafa vakið athygli á slíkum atvikum allt frá því að sóknin gegn Mosul hófst í fyrra. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak, viðurkenndi í gær að mannréttindabrot hefðu verið framin í Mosul. Hins vegar væri um einstök atvik að ræða og hét hann því að gerendum yrði refsað. Annar foringi sem AP ræddi við viðurkenndi að hermenn hans hefðu reglulega skotið menn sem íbúar Mosul hafi sagt vera ISIS-liða. „Þegar heill hópur borgara segir okkur: „Hann er ISIS,“ þá skjótum við hann. Þegar þeir standa frammi fyrir manni sem hefur myrt vini þína og fjölskyldumeðlimi geta menn mínir verið svolítið grófir. Fyrir okkur er þetta persónulegt.“Hefur drepið rúmlega 40 Liðsforingi sem einnig var rætt var við sagðist hafa drepið rúmlega 40 vígamenn í leit sinni að tveimur mönnum sem hefðu myrt föður hans fyrir þremur árum. Aðrir hermenn hafa hjálpað honum við yfirheyrslur og drápin. Hann segist vita til þess að margir þeirra hafi ekki komið að morðum ættingja hans. „Ég er ekki eigingjarn með hefnd mína. Ég geri þetta fyrir alla Íraka.“ Maðurinn lýsti því fyrir blaðamanni hvernig vinur hans hefði hringt í hann og sagt að ISIS-liði sem væri frá heimaþorpi hans, þar sem faðir hans var myrtur, hefði verið handsamaður. Hann fékk að vera einn í herbergi með manninum sem hann sagði að hefði verið gamall og skjálfandi af hræðslu. Í ljós kom að maðurinn var frændi annars mannsins sem liðþjálfinn segir að hafi myrt föður sinn. Gamli maðurinn sagði honum hvar frændi hans væri. „Eftir að ég yfirheyrði hann sendi ég hann til helvítis,“ sagði liðþjálfinn við blaðamann AP. Enn fremur sagði liðþjálfinn að ekki væri hægt að reiða sig á dómstóla landsins. ISIS-liðar gætu beitt mútum til að komast undan réttlætinu. „Ég þekki nokkra sem telja svona dráp ekki vera réttlát, en ISIS, þeir eru ekki mennskir. Ég er sá sem held enn í mennsku mína,“ sagði liðþjálfinn sem viðurkenndi að hafa myrt rúmlega 40 manneskjur.Ekkert að sjá hér Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Írak, hershöfðinginn Tahseen Ibrahim, segir yfirvöld ekki hafa vitneskju um eitt hefndarmorð í Mosul. Hvort sem það ætti að hafa verið framkvæmt af hermanni eða borgara. Hann sagði yfirvöld hafa fulla stjórn á ástandinu og að komið væri í veg fyrir hefndarmorð þar sem þau gætu leitt til frekari hefnda og meira ofbeldis. Því er sérfræðingur Human Rights Watch sammála. Belkis Willie segir að ofbeldisaldan ógni öryggi ríkisins. Hefndaraðgerðir kalli eftir frekari hefndum og myndi hringiðu ofbeldis. Haldi misþyrmingar eins og eigi sér stað í Mosul áfram muni ungir Súnnítar keppast við að ganga til liðs við öfgasamtök eins og Íslamska ríkið og al-Qaeda. Það hafi verið mismunun og ofbeldi sem gerði ISIS auðvelt að laða unga menn til sín í fyrstu. Enn fremur sagði Willie að yfirvöld hefðu ekki dregið nokkurn hermann eða yfirmann til ábyrgðar vegna ódæðanna. Írak Mið-Austurlönd Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Þegar vígamenn Íslamska ríkisins hertóku borgina Mosul í norðurhluta Írak, eltu þeir uppi hermenn, lögregluþjóna og fjölskyldur þeirra. Þetta fólk var beittu miklu harðræði og myrt í hundraðatali. Nú er herinn kominn aftur til Mosul og framin eru ódæði gegn ISIS-liðum og stuðningsmönnum þeirra. Óttast er að hefndaraðgerðir hermanna muni viðhalda hringiðu hefndarverka og ofbeldis í landinu.Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við fjóra foringja í herafla Írak í Mosul og allir viðurkenndu þeir að menn þeirra myrtu óvopnaða og handsamaða menn sem grunaðir eru um að vera ISIS-liðar. Hermennirnir neituðu að koma fram undir nafni, þar sem þeir vissu að framferði þeirra væri brot á alþjóðalögum. Hins vegar sögðust þeir telja að rétt væri að gera undantekningu þegar komi að baráttunni gegn ISIS og þá sérstaklega vegna grimmdar ISIS-liða.Köstuðu föngum fram af vegg Meðal þess sem hefur komið upp í baráttunni um Mosul eru myndbönd af hermönnum kasta föngum með bundnar hendur fram af háum vegg. Síðan skutu þeir á lík þeirra. Mannréttindasamtök hafa vakið athygli á slíkum atvikum allt frá því að sóknin gegn Mosul hófst í fyrra. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak, viðurkenndi í gær að mannréttindabrot hefðu verið framin í Mosul. Hins vegar væri um einstök atvik að ræða og hét hann því að gerendum yrði refsað. Annar foringi sem AP ræddi við viðurkenndi að hermenn hans hefðu reglulega skotið menn sem íbúar Mosul hafi sagt vera ISIS-liða. „Þegar heill hópur borgara segir okkur: „Hann er ISIS,“ þá skjótum við hann. Þegar þeir standa frammi fyrir manni sem hefur myrt vini þína og fjölskyldumeðlimi geta menn mínir verið svolítið grófir. Fyrir okkur er þetta persónulegt.“Hefur drepið rúmlega 40 Liðsforingi sem einnig var rætt var við sagðist hafa drepið rúmlega 40 vígamenn í leit sinni að tveimur mönnum sem hefðu myrt föður hans fyrir þremur árum. Aðrir hermenn hafa hjálpað honum við yfirheyrslur og drápin. Hann segist vita til þess að margir þeirra hafi ekki komið að morðum ættingja hans. „Ég er ekki eigingjarn með hefnd mína. Ég geri þetta fyrir alla Íraka.“ Maðurinn lýsti því fyrir blaðamanni hvernig vinur hans hefði hringt í hann og sagt að ISIS-liði sem væri frá heimaþorpi hans, þar sem faðir hans var myrtur, hefði verið handsamaður. Hann fékk að vera einn í herbergi með manninum sem hann sagði að hefði verið gamall og skjálfandi af hræðslu. Í ljós kom að maðurinn var frændi annars mannsins sem liðþjálfinn segir að hafi myrt föður sinn. Gamli maðurinn sagði honum hvar frændi hans væri. „Eftir að ég yfirheyrði hann sendi ég hann til helvítis,“ sagði liðþjálfinn við blaðamann AP. Enn fremur sagði liðþjálfinn að ekki væri hægt að reiða sig á dómstóla landsins. ISIS-liðar gætu beitt mútum til að komast undan réttlætinu. „Ég þekki nokkra sem telja svona dráp ekki vera réttlát, en ISIS, þeir eru ekki mennskir. Ég er sá sem held enn í mennsku mína,“ sagði liðþjálfinn sem viðurkenndi að hafa myrt rúmlega 40 manneskjur.Ekkert að sjá hér Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Írak, hershöfðinginn Tahseen Ibrahim, segir yfirvöld ekki hafa vitneskju um eitt hefndarmorð í Mosul. Hvort sem það ætti að hafa verið framkvæmt af hermanni eða borgara. Hann sagði yfirvöld hafa fulla stjórn á ástandinu og að komið væri í veg fyrir hefndarmorð þar sem þau gætu leitt til frekari hefnda og meira ofbeldis. Því er sérfræðingur Human Rights Watch sammála. Belkis Willie segir að ofbeldisaldan ógni öryggi ríkisins. Hefndaraðgerðir kalli eftir frekari hefndum og myndi hringiðu ofbeldis. Haldi misþyrmingar eins og eigi sér stað í Mosul áfram muni ungir Súnnítar keppast við að ganga til liðs við öfgasamtök eins og Íslamska ríkið og al-Qaeda. Það hafi verið mismunun og ofbeldi sem gerði ISIS auðvelt að laða unga menn til sín í fyrstu. Enn fremur sagði Willie að yfirvöld hefðu ekki dregið nokkurn hermann eða yfirmann til ábyrgðar vegna ódæðanna.
Írak Mið-Austurlönd Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira