Nýr þjálfari Fram fékk meðmæli frá aðstoðarmanni Mourinhos Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2017 13:23 Rui Faria gaf nýjum þjálfara Fram meðmæli sín. vísir/getty Fram hefur staðfest ráðninguna á Portúgalanum Pedro Hipólito sem næsta þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Hipólito tekur formlega við þjálfarastarfinu hjá Fram í dag og stýrir sinni fyrstu æfingu í kvöld. Hipólito tekur við Fram af Ásmundi Arnarssyni sem var óvænt sagt upp störfum á dögunum. „Hipólito er með UEFA PRO réttindi og talinn einn allra efnilegasta þjálfari Portúgala. Hann er 39 ára gamall og lék á sínum tíma 52 leiki með unglingalandsliðum Portúgal og sem leikmaður Sport Lisboa e Benfica, Academica og Farense. Hipólito hefur þjálfað í Portúgal undanfarin ár, nú síðast sem aðalþjálfari Atlético,“ segir í frétt á heimasíðu Fram. Þar einnig haft eftir Hermanni Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildar Fram, að Hipólito hafi fengið meðmæli frá Rui Faria, aðstoðarmanni José Mourinho hjá Manchester United. „Við væntum mikils af Hipólito, enda fær hann afar góð meðmæli, til dæmis frá Rui Faria, aðstoðarþjálfara José Mourinho hjá Manchester United, sem sagði við okkur að hann væri einn efnilegasti þjálfari Portúgals og miklar vonir væru bundnar við hann. Það verður því spennandi að sjá handbragð hans á afar efnilegu liði Fram,“ segir Hermann í fréttatilkynningunni. „Það var ekki auðvelt að fara í þjálfaraskipti nýverið en með þann gríðarlega efnivið sem Fram býr yfir núna fannst okkur rétt að breyta til og efla þjálfun ungu leikmannanna með því að fá þjálfara í fullt starf og Hipólito passaði við allt það sem við vildum sjá í framtíð Fram. Eftir að hafa sest niður með honum og rætt við hann var ákvörðunin um að ráða hann einföld. Hann er frábær kostur fyrir liðið og við hlökkum mikið til að sjá liðið taka framförum undir hans stjórn. Það eru skemmtilegir tímar framundan.“ Hipólito stýrir Fram í fyrsta sinn á fimmtudaginn þegar liðið fær Keflavík í heimsókn. Fram situr í 4. sæti Inkasso-deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Portúgali tekur við Fram Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta. 3. júlí 2017 10:56 Hvorki leikmenn Fram né aðstoðarþjálfarinn skilja hvers vegna Ásmundur var rekinn Fram vann fyrsta leikinn eftir brottrekstur Ásmundar Arnarssonar í gærkvöldi. 23. júní 2017 07:30 Ásmundur hættur hjá Fram Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. 19. júní 2017 17:50 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Fram hefur staðfest ráðninguna á Portúgalanum Pedro Hipólito sem næsta þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Hipólito tekur formlega við þjálfarastarfinu hjá Fram í dag og stýrir sinni fyrstu æfingu í kvöld. Hipólito tekur við Fram af Ásmundi Arnarssyni sem var óvænt sagt upp störfum á dögunum. „Hipólito er með UEFA PRO réttindi og talinn einn allra efnilegasta þjálfari Portúgala. Hann er 39 ára gamall og lék á sínum tíma 52 leiki með unglingalandsliðum Portúgal og sem leikmaður Sport Lisboa e Benfica, Academica og Farense. Hipólito hefur þjálfað í Portúgal undanfarin ár, nú síðast sem aðalþjálfari Atlético,“ segir í frétt á heimasíðu Fram. Þar einnig haft eftir Hermanni Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildar Fram, að Hipólito hafi fengið meðmæli frá Rui Faria, aðstoðarmanni José Mourinho hjá Manchester United. „Við væntum mikils af Hipólito, enda fær hann afar góð meðmæli, til dæmis frá Rui Faria, aðstoðarþjálfara José Mourinho hjá Manchester United, sem sagði við okkur að hann væri einn efnilegasti þjálfari Portúgals og miklar vonir væru bundnar við hann. Það verður því spennandi að sjá handbragð hans á afar efnilegu liði Fram,“ segir Hermann í fréttatilkynningunni. „Það var ekki auðvelt að fara í þjálfaraskipti nýverið en með þann gríðarlega efnivið sem Fram býr yfir núna fannst okkur rétt að breyta til og efla þjálfun ungu leikmannanna með því að fá þjálfara í fullt starf og Hipólito passaði við allt það sem við vildum sjá í framtíð Fram. Eftir að hafa sest niður með honum og rætt við hann var ákvörðunin um að ráða hann einföld. Hann er frábær kostur fyrir liðið og við hlökkum mikið til að sjá liðið taka framförum undir hans stjórn. Það eru skemmtilegir tímar framundan.“ Hipólito stýrir Fram í fyrsta sinn á fimmtudaginn þegar liðið fær Keflavík í heimsókn. Fram situr í 4. sæti Inkasso-deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Portúgali tekur við Fram Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta. 3. júlí 2017 10:56 Hvorki leikmenn Fram né aðstoðarþjálfarinn skilja hvers vegna Ásmundur var rekinn Fram vann fyrsta leikinn eftir brottrekstur Ásmundar Arnarssonar í gærkvöldi. 23. júní 2017 07:30 Ásmundur hættur hjá Fram Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. 19. júní 2017 17:50 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Portúgali tekur við Fram Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta. 3. júlí 2017 10:56
Hvorki leikmenn Fram né aðstoðarþjálfarinn skilja hvers vegna Ásmundur var rekinn Fram vann fyrsta leikinn eftir brottrekstur Ásmundar Arnarssonar í gærkvöldi. 23. júní 2017 07:30
Ásmundur hættur hjá Fram Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. 19. júní 2017 17:50