Körfuboltamaðurinn Gordon Hayward er genginn í raðir Boston Celtics frá Utah Jazz. Hayward gerði fjögurra ára samning við Boston sem færir honum 128 milljónir Bandaríkjadala í laun.
Hjá Boston hittir hinn 27 ára gamli Hayward fyrir gamla þjálfarann sinn úr háskóla, Brad Stevens.
Hayward var valinn númer níu af Utah í nýliðavali NBA-deildarinnar 2010.
Hann hefur bætt sig ár frá ári síðan hann kom inn í NBA og síðasta tímabil var hans besta. Hayward var með 21,9 stig, 5,4 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Í úrslitakeppninni var hann með 24,1 stig, 6,1 frákast og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Boston vann 53 leiki á síðasta tímabili og komst í úrslit Austurdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Cleveland Cavaliers.
Boston landaði Hayward
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
