Fagnar stærra ábyrgðarhlutverki Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2017 06:00 Sif Atladóttir er lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins sem hefur leik á EM 18. júlí. vísir/Ernir Sif Atladóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu lengi og er á leiðinni á sitt þriðja stórmót með íslenska liðinu. Fréttablaðið hitti á hana fyrir æfingu landsliðsins á dögunum og heyrði í henni hljóðið. „Stemmingin er bara góð. Ég er búin að eiga góða fyrstu daga og maður er spenntur fyrir deginum í dag,“ sagði Sif, en landsliðið var að koma saman á sína fyrstu æfingu fyrir Evrópumótið í Hollandi sem hefst sunnudaginn 16. júlí. Ísland spilar í C-riðli og hefur leik gegn Frökkum þriðjudaginn 18. júlí. Hvernig er að vera á leiðinni á sitt þriðja stórmót?„Hvert stórmót er sérstakt út af fyrir sig, en maður er kannski rólegri í ár miðað við áður. Þetta er fyrsta stórmótið þar sem maður er í formi, fyrir utan kannski 2009 þar sem ég var mest bara á bekknum, því 2013 þá var ég svo mikið meidd, þannig að þetta verður spennandi.“ Þrátt fyrir meiðsli byrjaði Sif þrjá af fjórum leikjum Íslands á Evrópumótinu árið 2013 og var lykilmaður í varnarlínu Íslands. Hún verður 32 ára daginn áður en Evrópumótið verður sett og er einn af reyndustu leikmönnum liðsins, með 50 landsleiki að baki.Kynslóðaskipti í liðinu Undanfarið hafa verið ákveðin kynslóðaskipti í landsliðinu, reyndir leikmenn hafa verið að leggja skóna á hilluna og yngri að stíga fram í sviðsljósið. Spurð út í hvernig hún upplifi þessar breytingar sagði Sif: „Þetta er bara gaman. Það er ógeðslega gaman að sjá þessar stelpur koma upp og stíga upp á þetta stig. Það sýnir hvað íslensk knattspyrna er frábær og á leiðinni upp. Það þýðir að ég fæ kannski meiri ábyrgð heldur en maður hefur verið með, en maður tekur því fagnandi.“ Eftir farsælan feril skyldi fáa undra þótt Sif væri sjálf með hugann við að leggja frá sér landsliðsskóna. Aðspurð segist hún þó ekki vera farin að huga að því. „Nei, á meðan líkaminn heldur og þetta er skemmtilegt þá sér maður enga ástæðu til að hætta. Það er HM eftir tvö ár og af hverju ekki að stefna þangað eins og að stefna á EM 2017?“ Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni heimsmeistaramóts og því ekki skrítið að hugurinn stefni þangað, en Sif vildi þó ekki gefa neitt út um þau markmið. „Við byrjum á þessu núna í sumar og svo ræðum við hitt í haust,“ sagði Sif glöð í bragði.Sjöunda árið í Svíþjóð Sif hefur verið á mála hjá sænska liðinu Kristianstad síðan árið 2011 og byrjar sitt sjöunda ár hjá liðinu í haust. Hún hefur spilað 72 leiki fyrir félagið sem er í efstu deild í Svíþjóð. Spurð hvort hún ætli sér að vera þar um ókomna tíð segir Sif: „Já, á meðan líkaminn heldur og maður nær að halda tempói og fólk vill hafa mann í liðinu. Ég held það sé nú mest það, að maður sé að standa sig vel og halda áfram að fá tækifæri til þess að spila við þá bestu, á móti þeim bestu og með þeim bestu.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
Sif Atladóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu lengi og er á leiðinni á sitt þriðja stórmót með íslenska liðinu. Fréttablaðið hitti á hana fyrir æfingu landsliðsins á dögunum og heyrði í henni hljóðið. „Stemmingin er bara góð. Ég er búin að eiga góða fyrstu daga og maður er spenntur fyrir deginum í dag,“ sagði Sif, en landsliðið var að koma saman á sína fyrstu æfingu fyrir Evrópumótið í Hollandi sem hefst sunnudaginn 16. júlí. Ísland spilar í C-riðli og hefur leik gegn Frökkum þriðjudaginn 18. júlí. Hvernig er að vera á leiðinni á sitt þriðja stórmót?„Hvert stórmót er sérstakt út af fyrir sig, en maður er kannski rólegri í ár miðað við áður. Þetta er fyrsta stórmótið þar sem maður er í formi, fyrir utan kannski 2009 þar sem ég var mest bara á bekknum, því 2013 þá var ég svo mikið meidd, þannig að þetta verður spennandi.“ Þrátt fyrir meiðsli byrjaði Sif þrjá af fjórum leikjum Íslands á Evrópumótinu árið 2013 og var lykilmaður í varnarlínu Íslands. Hún verður 32 ára daginn áður en Evrópumótið verður sett og er einn af reyndustu leikmönnum liðsins, með 50 landsleiki að baki.Kynslóðaskipti í liðinu Undanfarið hafa verið ákveðin kynslóðaskipti í landsliðinu, reyndir leikmenn hafa verið að leggja skóna á hilluna og yngri að stíga fram í sviðsljósið. Spurð út í hvernig hún upplifi þessar breytingar sagði Sif: „Þetta er bara gaman. Það er ógeðslega gaman að sjá þessar stelpur koma upp og stíga upp á þetta stig. Það sýnir hvað íslensk knattspyrna er frábær og á leiðinni upp. Það þýðir að ég fæ kannski meiri ábyrgð heldur en maður hefur verið með, en maður tekur því fagnandi.“ Eftir farsælan feril skyldi fáa undra þótt Sif væri sjálf með hugann við að leggja frá sér landsliðsskóna. Aðspurð segist hún þó ekki vera farin að huga að því. „Nei, á meðan líkaminn heldur og þetta er skemmtilegt þá sér maður enga ástæðu til að hætta. Það er HM eftir tvö ár og af hverju ekki að stefna þangað eins og að stefna á EM 2017?“ Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni heimsmeistaramóts og því ekki skrítið að hugurinn stefni þangað, en Sif vildi þó ekki gefa neitt út um þau markmið. „Við byrjum á þessu núna í sumar og svo ræðum við hitt í haust,“ sagði Sif glöð í bragði.Sjöunda árið í Svíþjóð Sif hefur verið á mála hjá sænska liðinu Kristianstad síðan árið 2011 og byrjar sitt sjöunda ár hjá liðinu í haust. Hún hefur spilað 72 leiki fyrir félagið sem er í efstu deild í Svíþjóð. Spurð hvort hún ætli sér að vera þar um ókomna tíð segir Sif: „Já, á meðan líkaminn heldur og maður nær að halda tempói og fólk vill hafa mann í liðinu. Ég held það sé nú mest það, að maður sé að standa sig vel og halda áfram að fá tækifæri til þess að spila við þá bestu, á móti þeim bestu og með þeim bestu.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira