ÍR-ingar ná sér í dýrmæt stig í baráttunni í neðri hluta Inkasso-deildarinnar með sigri á Leikni Fáskrúðsfirði.
Heimamenn í Leikni hefðu getað ýtt Breiðhyltingum niður fyrir sig og í fallsæti með sigri í dag, en í staðinn breikkar bilið á milli liðanna í fjögur stig.
Það var markalaust hjá liðunum í fyrri hálfleik, en Jón Arnar Barðdal braut ísinn fyrir gestina í ÍR á 53. mínútu leiksins þegar hann setur frákast eftir skot frá Hilmari Þór Kárasyni í markið.
Már Viðarsson innsiglaði svo sigur ÍR-inga með skallamarki eftir hornspyrnu Stefáns Þórs Pálssonar á 78. mínútu leiksins.
Upplýsingar um mörk og markaskorara voru fengnar frá fótbolta.net
ÍR með mikilvægan sigur á Fáskrúðsfirði

Tengdar fréttir

Fylkir komst á toppinn með sigri á Haukum
Selfoss og Þróttur skildu jöfn í Inkasso-deildinni.

Þórsarar á skriði í Inkasso-deildinni
Leiknir Reykjavík tapaði á heimavelli í fyrsta leik eftir bikarsigurinn frækna.

Hipólító tapaði í fyrsta leik fyrir Keflavík sem er búið að vinna fimm í röð
HK spyrnti sér frá botnbaráttunni í Inkasso-deildinni með sterkum heimasigri á Gróttu.