Litlir sigrar Trump í Hamborg Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 13:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að leiðtogafundur tuttugu helstu iðnríkja heims hafi verið mjög árangursríkur, þótt fundurinn hafi staðfest einangrun Bandaríkjanna í loftlagsmálum. Töluvert var um óeirðir að loknum fundinum í Hamborg í gærkvöldi. Tveggja daga leiðtogafundi G20, 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, lauk í Hamborg í Þýskalandi síðdegis í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti fór enn á ný gegn hefðum embættisins og ræddi ekki við fréttamenn að loknum fundinum, hvorki í Hamborg né eftir að hann kom heim til Washington. Þá vakti undrun að meðan að forsetinn brá sér um tíma af fundi leiðtoganna í gær tók Ivanka dóttir hans sæti forsetans. Gagnrýnendur hafa bent á að hún sé ekki kjörin fulltrúi og hafi ekki með höndum formlegt embætti innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fagnaði því að loknum leiðtogafundinum í gær að leiðtogarnir allir að undanskyldum Bandaríkjaforseta skrifuðu undir yfirlýsingu fundarins í loftlagsmálum og hétu því að innleiða skuldbindingar Parísarsáttmálans eins fljótt og auðið væri.Ekki víst að Tyrkir standi við sáttmálann Hins vegar er sérafstöðu Bandaríkjastjórnar lýst í yfirlýsingunni um að Bandaríkin muni leitast við að vinna náið með öðrum ríkjum og hjálpa þeim að nálgast og nota jarðefnaeldsneyti á hreinlegri og árangursríkari hátt. Þá náði Trump vissum árangri varðandi eingrunarstefnu sína í alþjóðlegum viðskiptum, eða America First, þar sem leiðtogarnir samþykktu að ríki hefðu rétt til að verja markaði sína með löglegum viðskiptavörnum. Trump tísti í gær að frábær árangur hefði náðst á G20 fundinum sem hafi verið frábærlega stjórnað af Angelu Merkel og þakkaði hann henni fyrir það. Það gæti hins vegar komið skarð í raðir leiðtoganna því eftir fundinn í Hamborg í gær sagði Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, ekki víst að Tyrkir stæðu við Parísarsáttmálann sem tyrkneska þingið á eftir að staðfesta, þar sem brotthvarf Bandaríkjanna stefndi bótum sem þriðja heims ríkjum hafi verið lofað vegna loftlagsaðgerða í tvísýnu. Töluvert var um róstur í Hamborg í gærkvöldi þar sem eftirlegukindur mótmæla gegn leiðtogafundinum fóru um borgina. Ölvun var töluvert áberandi og beitti lögregla kröftugum vatnsbyssum til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja.The #G20Summit was a wonderful success and carried out beautifully by Chancellor Angela Merkel. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 8, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár 9. júlí 2017 10:51 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að leiðtogafundur tuttugu helstu iðnríkja heims hafi verið mjög árangursríkur, þótt fundurinn hafi staðfest einangrun Bandaríkjanna í loftlagsmálum. Töluvert var um óeirðir að loknum fundinum í Hamborg í gærkvöldi. Tveggja daga leiðtogafundi G20, 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, lauk í Hamborg í Þýskalandi síðdegis í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti fór enn á ný gegn hefðum embættisins og ræddi ekki við fréttamenn að loknum fundinum, hvorki í Hamborg né eftir að hann kom heim til Washington. Þá vakti undrun að meðan að forsetinn brá sér um tíma af fundi leiðtoganna í gær tók Ivanka dóttir hans sæti forsetans. Gagnrýnendur hafa bent á að hún sé ekki kjörin fulltrúi og hafi ekki með höndum formlegt embætti innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fagnaði því að loknum leiðtogafundinum í gær að leiðtogarnir allir að undanskyldum Bandaríkjaforseta skrifuðu undir yfirlýsingu fundarins í loftlagsmálum og hétu því að innleiða skuldbindingar Parísarsáttmálans eins fljótt og auðið væri.Ekki víst að Tyrkir standi við sáttmálann Hins vegar er sérafstöðu Bandaríkjastjórnar lýst í yfirlýsingunni um að Bandaríkin muni leitast við að vinna náið með öðrum ríkjum og hjálpa þeim að nálgast og nota jarðefnaeldsneyti á hreinlegri og árangursríkari hátt. Þá náði Trump vissum árangri varðandi eingrunarstefnu sína í alþjóðlegum viðskiptum, eða America First, þar sem leiðtogarnir samþykktu að ríki hefðu rétt til að verja markaði sína með löglegum viðskiptavörnum. Trump tísti í gær að frábær árangur hefði náðst á G20 fundinum sem hafi verið frábærlega stjórnað af Angelu Merkel og þakkaði hann henni fyrir það. Það gæti hins vegar komið skarð í raðir leiðtoganna því eftir fundinn í Hamborg í gær sagði Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, ekki víst að Tyrkir stæðu við Parísarsáttmálann sem tyrkneska þingið á eftir að staðfesta, þar sem brotthvarf Bandaríkjanna stefndi bótum sem þriðja heims ríkjum hafi verið lofað vegna loftlagsaðgerða í tvísýnu. Töluvert var um róstur í Hamborg í gærkvöldi þar sem eftirlegukindur mótmæla gegn leiðtogafundinum fóru um borgina. Ölvun var töluvert áberandi og beitti lögregla kröftugum vatnsbyssum til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja.The #G20Summit was a wonderful success and carried out beautifully by Chancellor Angela Merkel. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 8, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár 9. júlí 2017 10:51 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár 9. júlí 2017 10:51
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila