Litlir sigrar Trump í Hamborg Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 13:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að leiðtogafundur tuttugu helstu iðnríkja heims hafi verið mjög árangursríkur, þótt fundurinn hafi staðfest einangrun Bandaríkjanna í loftlagsmálum. Töluvert var um óeirðir að loknum fundinum í Hamborg í gærkvöldi. Tveggja daga leiðtogafundi G20, 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, lauk í Hamborg í Þýskalandi síðdegis í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti fór enn á ný gegn hefðum embættisins og ræddi ekki við fréttamenn að loknum fundinum, hvorki í Hamborg né eftir að hann kom heim til Washington. Þá vakti undrun að meðan að forsetinn brá sér um tíma af fundi leiðtoganna í gær tók Ivanka dóttir hans sæti forsetans. Gagnrýnendur hafa bent á að hún sé ekki kjörin fulltrúi og hafi ekki með höndum formlegt embætti innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fagnaði því að loknum leiðtogafundinum í gær að leiðtogarnir allir að undanskyldum Bandaríkjaforseta skrifuðu undir yfirlýsingu fundarins í loftlagsmálum og hétu því að innleiða skuldbindingar Parísarsáttmálans eins fljótt og auðið væri.Ekki víst að Tyrkir standi við sáttmálann Hins vegar er sérafstöðu Bandaríkjastjórnar lýst í yfirlýsingunni um að Bandaríkin muni leitast við að vinna náið með öðrum ríkjum og hjálpa þeim að nálgast og nota jarðefnaeldsneyti á hreinlegri og árangursríkari hátt. Þá náði Trump vissum árangri varðandi eingrunarstefnu sína í alþjóðlegum viðskiptum, eða America First, þar sem leiðtogarnir samþykktu að ríki hefðu rétt til að verja markaði sína með löglegum viðskiptavörnum. Trump tísti í gær að frábær árangur hefði náðst á G20 fundinum sem hafi verið frábærlega stjórnað af Angelu Merkel og þakkaði hann henni fyrir það. Það gæti hins vegar komið skarð í raðir leiðtoganna því eftir fundinn í Hamborg í gær sagði Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, ekki víst að Tyrkir stæðu við Parísarsáttmálann sem tyrkneska þingið á eftir að staðfesta, þar sem brotthvarf Bandaríkjanna stefndi bótum sem þriðja heims ríkjum hafi verið lofað vegna loftlagsaðgerða í tvísýnu. Töluvert var um róstur í Hamborg í gærkvöldi þar sem eftirlegukindur mótmæla gegn leiðtogafundinum fóru um borgina. Ölvun var töluvert áberandi og beitti lögregla kröftugum vatnsbyssum til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja.The #G20Summit was a wonderful success and carried out beautifully by Chancellor Angela Merkel. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 8, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár 9. júlí 2017 10:51 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að leiðtogafundur tuttugu helstu iðnríkja heims hafi verið mjög árangursríkur, þótt fundurinn hafi staðfest einangrun Bandaríkjanna í loftlagsmálum. Töluvert var um óeirðir að loknum fundinum í Hamborg í gærkvöldi. Tveggja daga leiðtogafundi G20, 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, lauk í Hamborg í Þýskalandi síðdegis í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti fór enn á ný gegn hefðum embættisins og ræddi ekki við fréttamenn að loknum fundinum, hvorki í Hamborg né eftir að hann kom heim til Washington. Þá vakti undrun að meðan að forsetinn brá sér um tíma af fundi leiðtoganna í gær tók Ivanka dóttir hans sæti forsetans. Gagnrýnendur hafa bent á að hún sé ekki kjörin fulltrúi og hafi ekki með höndum formlegt embætti innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fagnaði því að loknum leiðtogafundinum í gær að leiðtogarnir allir að undanskyldum Bandaríkjaforseta skrifuðu undir yfirlýsingu fundarins í loftlagsmálum og hétu því að innleiða skuldbindingar Parísarsáttmálans eins fljótt og auðið væri.Ekki víst að Tyrkir standi við sáttmálann Hins vegar er sérafstöðu Bandaríkjastjórnar lýst í yfirlýsingunni um að Bandaríkin muni leitast við að vinna náið með öðrum ríkjum og hjálpa þeim að nálgast og nota jarðefnaeldsneyti á hreinlegri og árangursríkari hátt. Þá náði Trump vissum árangri varðandi eingrunarstefnu sína í alþjóðlegum viðskiptum, eða America First, þar sem leiðtogarnir samþykktu að ríki hefðu rétt til að verja markaði sína með löglegum viðskiptavörnum. Trump tísti í gær að frábær árangur hefði náðst á G20 fundinum sem hafi verið frábærlega stjórnað af Angelu Merkel og þakkaði hann henni fyrir það. Það gæti hins vegar komið skarð í raðir leiðtoganna því eftir fundinn í Hamborg í gær sagði Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, ekki víst að Tyrkir stæðu við Parísarsáttmálann sem tyrkneska þingið á eftir að staðfesta, þar sem brotthvarf Bandaríkjanna stefndi bótum sem þriðja heims ríkjum hafi verið lofað vegna loftlagsaðgerða í tvísýnu. Töluvert var um róstur í Hamborg í gærkvöldi þar sem eftirlegukindur mótmæla gegn leiðtogafundinum fóru um borgina. Ölvun var töluvert áberandi og beitti lögregla kröftugum vatnsbyssum til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja.The #G20Summit was a wonderful success and carried out beautifully by Chancellor Angela Merkel. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 8, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár 9. júlí 2017 10:51 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár 9. júlí 2017 10:51
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30