Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 15:50 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, (í pontu) hefur verið gagnrýndur fyrir að reyna að lauma heilbrigðistryggingafrumvarpinu í gegnum þingið. Vísir/AFP Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins birtu í dag drög að frumvarpi að nýjum heilbrigðistryggingalögum eftir nokkurra vikna baktjaldamakk. Demókratar eru ósáttir við hversu skamman tíma þingmenn fá til að fara yfir frumvarpið. Mikil leynd hefur hvílt yfir vinnu öldungadeildarþingmanna við heilbrigðistryggingafrumvarpið sem á að koma í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, setti og hafa verið kennd við. Þannig hefur meirihluti þingmanna flokksins sjálfs ekki fengið að vita hvað það felur í sér nákvæmlega.Leiðtogi demókrata kallar frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“Fyrstu fréttir af drögunum sem lögð voru fram í dag benda til þess að framlög til Medicaid, opinberra sjúkratrygginga, verði skert enn meira en í frumvarpi fulltrúadeildarinnar, fjárveitingar til fóstureyðinga verði afnumdar í eitt ár nema í einstaka undantekningartilfellum og skattur sem lagður var á til að fjármagna Obamacare verði afnuminn frá og með áramótum. Fulltrúar demókrata hafa þegar gagnrýnt frumvarpið harkalega. Nancy Pelosi, leiðtogi þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“ samkvæmt Washington Post. Milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingu sína verði það samþykkt. Útlit er fyrir að mat fjármálaskrifstofu Bandaríkjaþings á kostnaði og áhrifum frumvarpsins gæti legið fyrir strax á morgun. Mat þess á frumvarpinu sem fulltrúadeildin samþykkti í síðasta mánuði var að 23 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar yrðu án trygginga árið 2026.Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, vitnaði til orða sem voru höfð eftir Donald Trump forseta um að frumvarp repúblikana væri illkvittið.Vísir/AFPGríðarlega óvinsælt á meðal BandaríkjamannaÞó að enginn hafi vitað hvað væri nákvæmlega í nýjustu útgáfu frumvarpsins fram að þessu er það afar óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna. Skoðanakannanir sem New York Times tók saman leiða meðal annars í ljós að ekki er meirihlutastuðningur við það í neinu ríkja Bandaríkjanna. Meðferð þingmeirihluta repúblikana á málinu hefur sætt harðri gagnrýni. Farið hefur verið með innihald frumvarpsdraganna sem mannsmorð fram að þessu. Engin vitni hafa verið kölluð fyrir þingnefndir til að leggja mat á innihald þess né hafa demókratar fengið tækifæri til að ræða það í þinginu. Það eru ekki aðeins stjórnarandstæðingar sem gagnrýna framferði repúblikana. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Alaska, sagði við blaðamann í morgun að hún hefði ekki séð texta frumvarpsins vegna þess að hún væri „hvorki blaðamaður né fulltrúi þrýstihóps“.I just asked Lisa Murkowski if she's seen any bill text this morning. "I am not a reporter, and I am not a lobbyist, so I've seen nothing."— Haley Byrd (@byrdinator) June 22, 2017 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta á neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. 5. maí 2017 11:30 Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumindum. 4. maí 2017 20:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins birtu í dag drög að frumvarpi að nýjum heilbrigðistryggingalögum eftir nokkurra vikna baktjaldamakk. Demókratar eru ósáttir við hversu skamman tíma þingmenn fá til að fara yfir frumvarpið. Mikil leynd hefur hvílt yfir vinnu öldungadeildarþingmanna við heilbrigðistryggingafrumvarpið sem á að koma í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, setti og hafa verið kennd við. Þannig hefur meirihluti þingmanna flokksins sjálfs ekki fengið að vita hvað það felur í sér nákvæmlega.Leiðtogi demókrata kallar frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“Fyrstu fréttir af drögunum sem lögð voru fram í dag benda til þess að framlög til Medicaid, opinberra sjúkratrygginga, verði skert enn meira en í frumvarpi fulltrúadeildarinnar, fjárveitingar til fóstureyðinga verði afnumdar í eitt ár nema í einstaka undantekningartilfellum og skattur sem lagður var á til að fjármagna Obamacare verði afnuminn frá og með áramótum. Fulltrúar demókrata hafa þegar gagnrýnt frumvarpið harkalega. Nancy Pelosi, leiðtogi þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“ samkvæmt Washington Post. Milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingu sína verði það samþykkt. Útlit er fyrir að mat fjármálaskrifstofu Bandaríkjaþings á kostnaði og áhrifum frumvarpsins gæti legið fyrir strax á morgun. Mat þess á frumvarpinu sem fulltrúadeildin samþykkti í síðasta mánuði var að 23 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar yrðu án trygginga árið 2026.Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, vitnaði til orða sem voru höfð eftir Donald Trump forseta um að frumvarp repúblikana væri illkvittið.Vísir/AFPGríðarlega óvinsælt á meðal BandaríkjamannaÞó að enginn hafi vitað hvað væri nákvæmlega í nýjustu útgáfu frumvarpsins fram að þessu er það afar óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna. Skoðanakannanir sem New York Times tók saman leiða meðal annars í ljós að ekki er meirihlutastuðningur við það í neinu ríkja Bandaríkjanna. Meðferð þingmeirihluta repúblikana á málinu hefur sætt harðri gagnrýni. Farið hefur verið með innihald frumvarpsdraganna sem mannsmorð fram að þessu. Engin vitni hafa verið kölluð fyrir þingnefndir til að leggja mat á innihald þess né hafa demókratar fengið tækifæri til að ræða það í þinginu. Það eru ekki aðeins stjórnarandstæðingar sem gagnrýna framferði repúblikana. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Alaska, sagði við blaðamann í morgun að hún hefði ekki séð texta frumvarpsins vegna þess að hún væri „hvorki blaðamaður né fulltrúi þrýstihóps“.I just asked Lisa Murkowski if she's seen any bill text this morning. "I am not a reporter, and I am not a lobbyist, so I've seen nothing."— Haley Byrd (@byrdinator) June 22, 2017
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta á neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. 5. maí 2017 11:30 Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumindum. 4. maí 2017 20:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta á neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. 5. maí 2017 11:30
Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumindum. 4. maí 2017 20:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent