Ron Howard nýr leikstjóri Han Solo-myndarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2017 17:50 Ron Howard hlaut Óskarsverðlaun fyrir myndina A Beautiful Mind árið 2001. Vísir/Getty Ron Howard hefur verið ráðinn leikstjóri fyrirhugaðrar Stjörnustríðs-kvikmyndar um Han Solo en leikstjórarnir sem áður höfðu verið ráðnir til verksins hættu í vikunni. Lucasfilm, framleiðslufyrirtæki George Lucas, tilkynnti um ráðningu Howard á heimasíðu Stjörnustríðskvikmyndanna í dag. „Það gleður okkur að tilkynna að Ron Howard mun leikstýra Han Solo myndinni. Við erum með æðislegt handrit, einvalalið leikara og starfsfólks og höfum einsett okkur að búa til frábæra kvikmynd. Tökur munu hefjast aftur 10. júlí,“ segir í tilkynningunni. Fyrr í vikunni hættu báðir leikstjórar kvikmyndarinnar, Phil Lord og Christopher Miller, vegna listræns ágreinings við Kathleen Kennedy, forseta Lucasfilm og framleiðanda myndarinnar um Han Solo. Howard er því ráðinn í þeirra stað. Ron Howard hefur unnið sér nokkuð margt til frægðar sem leikstjóri í Hollywood en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndunum Willow, Apollo 13, The Da Vinci Code og A Beautiful Mind. Gert er ráð fyrir að kvikmynd Lucasfilm um Stjörnustríðs-kappann Han Solo verði frumsýnd 25. maí á næsta ári. Tengdar fréttir Leikstjórar Han Solo-myndar hættir Báðir leikstjórar fyrirhugaðrar kvikmyndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo eru hættir vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. 21. júní 2017 13:46 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Ron Howard hefur verið ráðinn leikstjóri fyrirhugaðrar Stjörnustríðs-kvikmyndar um Han Solo en leikstjórarnir sem áður höfðu verið ráðnir til verksins hættu í vikunni. Lucasfilm, framleiðslufyrirtæki George Lucas, tilkynnti um ráðningu Howard á heimasíðu Stjörnustríðskvikmyndanna í dag. „Það gleður okkur að tilkynna að Ron Howard mun leikstýra Han Solo myndinni. Við erum með æðislegt handrit, einvalalið leikara og starfsfólks og höfum einsett okkur að búa til frábæra kvikmynd. Tökur munu hefjast aftur 10. júlí,“ segir í tilkynningunni. Fyrr í vikunni hættu báðir leikstjórar kvikmyndarinnar, Phil Lord og Christopher Miller, vegna listræns ágreinings við Kathleen Kennedy, forseta Lucasfilm og framleiðanda myndarinnar um Han Solo. Howard er því ráðinn í þeirra stað. Ron Howard hefur unnið sér nokkuð margt til frægðar sem leikstjóri í Hollywood en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndunum Willow, Apollo 13, The Da Vinci Code og A Beautiful Mind. Gert er ráð fyrir að kvikmynd Lucasfilm um Stjörnustríðs-kappann Han Solo verði frumsýnd 25. maí á næsta ári.
Tengdar fréttir Leikstjórar Han Solo-myndar hættir Báðir leikstjórar fyrirhugaðrar kvikmyndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo eru hættir vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. 21. júní 2017 13:46 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikstjórar Han Solo-myndar hættir Báðir leikstjórar fyrirhugaðrar kvikmyndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo eru hættir vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. 21. júní 2017 13:46