Ron Howard nýr leikstjóri Han Solo-myndarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2017 17:50 Ron Howard hlaut Óskarsverðlaun fyrir myndina A Beautiful Mind árið 2001. Vísir/Getty Ron Howard hefur verið ráðinn leikstjóri fyrirhugaðrar Stjörnustríðs-kvikmyndar um Han Solo en leikstjórarnir sem áður höfðu verið ráðnir til verksins hættu í vikunni. Lucasfilm, framleiðslufyrirtæki George Lucas, tilkynnti um ráðningu Howard á heimasíðu Stjörnustríðskvikmyndanna í dag. „Það gleður okkur að tilkynna að Ron Howard mun leikstýra Han Solo myndinni. Við erum með æðislegt handrit, einvalalið leikara og starfsfólks og höfum einsett okkur að búa til frábæra kvikmynd. Tökur munu hefjast aftur 10. júlí,“ segir í tilkynningunni. Fyrr í vikunni hættu báðir leikstjórar kvikmyndarinnar, Phil Lord og Christopher Miller, vegna listræns ágreinings við Kathleen Kennedy, forseta Lucasfilm og framleiðanda myndarinnar um Han Solo. Howard er því ráðinn í þeirra stað. Ron Howard hefur unnið sér nokkuð margt til frægðar sem leikstjóri í Hollywood en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndunum Willow, Apollo 13, The Da Vinci Code og A Beautiful Mind. Gert er ráð fyrir að kvikmynd Lucasfilm um Stjörnustríðs-kappann Han Solo verði frumsýnd 25. maí á næsta ári. Tengdar fréttir Leikstjórar Han Solo-myndar hættir Báðir leikstjórar fyrirhugaðrar kvikmyndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo eru hættir vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. 21. júní 2017 13:46 Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Ron Howard hefur verið ráðinn leikstjóri fyrirhugaðrar Stjörnustríðs-kvikmyndar um Han Solo en leikstjórarnir sem áður höfðu verið ráðnir til verksins hættu í vikunni. Lucasfilm, framleiðslufyrirtæki George Lucas, tilkynnti um ráðningu Howard á heimasíðu Stjörnustríðskvikmyndanna í dag. „Það gleður okkur að tilkynna að Ron Howard mun leikstýra Han Solo myndinni. Við erum með æðislegt handrit, einvalalið leikara og starfsfólks og höfum einsett okkur að búa til frábæra kvikmynd. Tökur munu hefjast aftur 10. júlí,“ segir í tilkynningunni. Fyrr í vikunni hættu báðir leikstjórar kvikmyndarinnar, Phil Lord og Christopher Miller, vegna listræns ágreinings við Kathleen Kennedy, forseta Lucasfilm og framleiðanda myndarinnar um Han Solo. Howard er því ráðinn í þeirra stað. Ron Howard hefur unnið sér nokkuð margt til frægðar sem leikstjóri í Hollywood en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndunum Willow, Apollo 13, The Da Vinci Code og A Beautiful Mind. Gert er ráð fyrir að kvikmynd Lucasfilm um Stjörnustríðs-kappann Han Solo verði frumsýnd 25. maí á næsta ári.
Tengdar fréttir Leikstjórar Han Solo-myndar hættir Báðir leikstjórar fyrirhugaðrar kvikmyndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo eru hættir vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. 21. júní 2017 13:46 Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikstjórar Han Solo-myndar hættir Báðir leikstjórar fyrirhugaðrar kvikmyndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo eru hættir vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. 21. júní 2017 13:46