Innlent

Læra hlutverkaleik og lenda í ævintýri

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Fimmtán ungmenni á aldrinum 12 til 20 ára eru þessar vikurnar á Larp-námskeiði. Larp, eða kvikspuni, er ævintýraheimur þar sem hlutverkaspil verður að veruleika.

Síðustu vikurnar hafa krakkarnir verið að þróa karaktera, finna nöfn og hæfileika, og læra bardagareglur. Svo um helgina er hápunktur námskeiðsins - þegar þau hverfa inn í ævintýraveröld.

Í dag voru þau að æfa sig í bardagaleikjum í Hljómskálagarðinum þegar fréttamaður hitti þau og fékk að vita allt um Larp og persónusköpun krakkanna eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×