Ekki bannað að láta sig dreyma Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2017 06:00 Agla María býr 200 metrum frá Kópavogsvelli en hlutirnir gengu ekki í Breiðabliki þannig hún endaði í Stjörnunni og er nú á leið á EM í Hollandi. vísir/stefán „Aron bróðir minn sendi á mig að ég væri í hópnum þannig að ég var bara mjög ánægð. Gærdagurinn var góður,“ segir Agla María Albertsdóttir, kantmaður Stjörnunnar, er hún kjamsar á hollri búrrító við borðstofuborðið heima hjá sér í vesturbæ Kópavogs. Við enda götunnar má sjá Kópavogsvöll og Fífuna, heimavöll Breiðabliks og því eðlilegt að fótboltaferilinn hafi byrjað þar hjá þessari gríðarlega efnilegu fótboltastelpu. „Agla hefur komið sem stormsveipur inn í landsliðið,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari er hann kynnti hópinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Hann laug engu. Agla María á aðeins fjóra landsleiki að baki en hún byrjaði þá tvo síðustu og er nú komin í hópinn. Hún er á leið á EM með stelpunum okkar.Beint í byrjunarliðið? „Ég vissi að það væri séns á þessu eftir að ég byrjaði leikinn á móti Brasilíu en maður veit aldrei. Harpa, Hólmfríður og Sandra María og þær allar hafa verið að koma til baka. Ég er bara mjög ánægð með þetta allt saman,“ segir Agla María og bendir móður sinni á að taka út úr ofninum. Fjölskyldan á að sjá um matinn fyrir leikmenn eftir bikarleik Stjörnunnar og Þórs/KA sem fram fór í gær. Nokkur föt af lasagna eru klár til snæðings. Agla María byrjaði á varamannabekknum í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl en var svo í byrjunarliðinu bæði á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu viku. Hún nýtti tækifæri sín vel og miðað við það að Hólmfríður Magnúsdóttir, sem hefur eignað sér vinstri kantstöðuna, er komin í nýtt hlutverk hjá íslenska liðinu er opnun fyrir Öglu í byrjunarliðinu á móti Frakklandi. „Auðvitað leyfir maður sér alltaf að dreyma en ég geri bara það sem Freyr vill að ég geri. Maður veit aldrei hvað gerist í þessu. Það getur allt farið á einu augnabliki. Ég var því ekkert að gera mér of miklar væntingar til að byrja með en ég er mjög ánægð með að vera að fara á EM “ segir hún.Agla María, sem er fædd árið 1999, er yngsti leikmaðurinn í íslenska EM-hópnum.vísir/stefánAllt fór af stað í Stjörnunni Agla María varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í fyrra en hún er vön að vinna titla. Það gerði hún í stórum stíl í yngri flokkum Breiðabliks þar sem hún vann til dæmis Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki með Ingibjörgu Sigurðardóttur sem einnig er á leið á sitt fyrsta stórmót. Saman eiga þær sex landsleiki. Agla spilaði ekki leik fyrir meistaraflokks Breiðabliks og fór því í Val fyrir sumarið 2015. „Þetta var ekki að ganga upp í Breiðabliki á þeim tíma. Ég fann að ég þurfti að fara eitthvert annað og fór því í Val. Það var samt bara tímabundið. Ég var ekki búin að ákveða hvort ég ætlaði að vera áfram þar en síðan ákvað ég að fara í Stjörnuna. Ég er mjög ánægð með að hafa gert það,“ segir Agla María sem spilaði sinn fyrsta Pepsi-deildarleik í ágúst 2015 og skoraði sitt fyrsta mark í sama mánuði, aðeins 16 ára gömul. Nú er hún að hætta að vera efnileg þrátt fyrir ungan aldur og þykir einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar; algjört ofurmenni á vængjum sem getur hlaupið úr sér lungun og skorað mörk. „Eftir að ég fór í Stjörnuna fór allt að ganga miklu betur. Það eru ótrúlega góðir þjálfarar í Stjörnunni, Óli og Elli, sem hafa hjálpað mér að komast á þann stað sem ég er á núna. Það er aðalástæðan fyrir þessari spilamennsku hjá mér,“ segir Agla María.Aldrei alveg undirbúin Stjarnan hefur undanfarin ár átt nóg af landsliðskonum og á því er engin breyting. Það hefur hjálpað Öglu að komast inn í hlutina hjá stelpunum okkar. „Það eru alltaf einhverjar Stjörnustelpur í liðinu sem hafa hjálpað mér að komast inn í þetta. Það hefur gert mikið fyrir mig að hafa þær þarna,“ segir hún en á bak við árangurinn í sumar og landsliðssætið er mikil vinna. „Ég myndi segja að ég sé búin að æfa rosalega mikið í vetur. Þetta virðist svo allt hafa smollið í sumar en það er mikil vinna á bak við þetta allt saman.“ Riðillinn sem íslenska liðið er í er ekkert grín. Frakkland, Sviss og Austurríki eru öll mjög góð lið og verður ekki einfalt fyrir okkar stelpur að komast í útsláttarkeppnina. „Þetta er mjög erfiður riðill en mér fannst við sýna það á móti Brasilíu að við getum spilað á móti bestu liðunum þannig að ég hef engar áhyggjur,“ segir Agla María Albertsdóttir. EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
„Aron bróðir minn sendi á mig að ég væri í hópnum þannig að ég var bara mjög ánægð. Gærdagurinn var góður,“ segir Agla María Albertsdóttir, kantmaður Stjörnunnar, er hún kjamsar á hollri búrrító við borðstofuborðið heima hjá sér í vesturbæ Kópavogs. Við enda götunnar má sjá Kópavogsvöll og Fífuna, heimavöll Breiðabliks og því eðlilegt að fótboltaferilinn hafi byrjað þar hjá þessari gríðarlega efnilegu fótboltastelpu. „Agla hefur komið sem stormsveipur inn í landsliðið,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari er hann kynnti hópinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Hann laug engu. Agla María á aðeins fjóra landsleiki að baki en hún byrjaði þá tvo síðustu og er nú komin í hópinn. Hún er á leið á EM með stelpunum okkar.Beint í byrjunarliðið? „Ég vissi að það væri séns á þessu eftir að ég byrjaði leikinn á móti Brasilíu en maður veit aldrei. Harpa, Hólmfríður og Sandra María og þær allar hafa verið að koma til baka. Ég er bara mjög ánægð með þetta allt saman,“ segir Agla María og bendir móður sinni á að taka út úr ofninum. Fjölskyldan á að sjá um matinn fyrir leikmenn eftir bikarleik Stjörnunnar og Þórs/KA sem fram fór í gær. Nokkur föt af lasagna eru klár til snæðings. Agla María byrjaði á varamannabekknum í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl en var svo í byrjunarliðinu bæði á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu viku. Hún nýtti tækifæri sín vel og miðað við það að Hólmfríður Magnúsdóttir, sem hefur eignað sér vinstri kantstöðuna, er komin í nýtt hlutverk hjá íslenska liðinu er opnun fyrir Öglu í byrjunarliðinu á móti Frakklandi. „Auðvitað leyfir maður sér alltaf að dreyma en ég geri bara það sem Freyr vill að ég geri. Maður veit aldrei hvað gerist í þessu. Það getur allt farið á einu augnabliki. Ég var því ekkert að gera mér of miklar væntingar til að byrja með en ég er mjög ánægð með að vera að fara á EM “ segir hún.Agla María, sem er fædd árið 1999, er yngsti leikmaðurinn í íslenska EM-hópnum.vísir/stefánAllt fór af stað í Stjörnunni Agla María varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í fyrra en hún er vön að vinna titla. Það gerði hún í stórum stíl í yngri flokkum Breiðabliks þar sem hún vann til dæmis Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki með Ingibjörgu Sigurðardóttur sem einnig er á leið á sitt fyrsta stórmót. Saman eiga þær sex landsleiki. Agla spilaði ekki leik fyrir meistaraflokks Breiðabliks og fór því í Val fyrir sumarið 2015. „Þetta var ekki að ganga upp í Breiðabliki á þeim tíma. Ég fann að ég þurfti að fara eitthvert annað og fór því í Val. Það var samt bara tímabundið. Ég var ekki búin að ákveða hvort ég ætlaði að vera áfram þar en síðan ákvað ég að fara í Stjörnuna. Ég er mjög ánægð með að hafa gert það,“ segir Agla María sem spilaði sinn fyrsta Pepsi-deildarleik í ágúst 2015 og skoraði sitt fyrsta mark í sama mánuði, aðeins 16 ára gömul. Nú er hún að hætta að vera efnileg þrátt fyrir ungan aldur og þykir einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar; algjört ofurmenni á vængjum sem getur hlaupið úr sér lungun og skorað mörk. „Eftir að ég fór í Stjörnuna fór allt að ganga miklu betur. Það eru ótrúlega góðir þjálfarar í Stjörnunni, Óli og Elli, sem hafa hjálpað mér að komast á þann stað sem ég er á núna. Það er aðalástæðan fyrir þessari spilamennsku hjá mér,“ segir Agla María.Aldrei alveg undirbúin Stjarnan hefur undanfarin ár átt nóg af landsliðskonum og á því er engin breyting. Það hefur hjálpað Öglu að komast inn í hlutina hjá stelpunum okkar. „Það eru alltaf einhverjar Stjörnustelpur í liðinu sem hafa hjálpað mér að komast inn í þetta. Það hefur gert mikið fyrir mig að hafa þær þarna,“ segir hún en á bak við árangurinn í sumar og landsliðssætið er mikil vinna. „Ég myndi segja að ég sé búin að æfa rosalega mikið í vetur. Þetta virðist svo allt hafa smollið í sumar en það er mikil vinna á bak við þetta allt saman.“ Riðillinn sem íslenska liðið er í er ekkert grín. Frakkland, Sviss og Austurríki eru öll mjög góð lið og verður ekki einfalt fyrir okkar stelpur að komast í útsláttarkeppnina. „Þetta er mjög erfiður riðill en mér fannst við sýna það á móti Brasilíu að við getum spilað á móti bestu liðunum þannig að ég hef engar áhyggjur,“ segir Agla María Albertsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira