Innlent

Ætlar í fimm vikna fjallagöngu berfættur

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Echan Deravy er Skoti sem býr í Japan en ætlar næstu fimm vikurnar að ganga á hálendi Íslands, berfættur.

Í viðtalinu hér að ofan má sjá hann útskýra ástæður sínar, bæði vill hann gera eitthvað villt á meðan heilsan leyfir en einnig vill hann vekja athygli á mikilvægi jarðtengingar.

Echan hefur æft sig lengi fyrir gönguna. Hann mun ganga 400-600 kílómetra og vinur hans fylgir eftir á bíl með mat og tjaldi. En gangan hófst á Þingvöllum við kirkjuna í gær.

„Þetta er fyrsti dagurinn, ég ætla bara að hugsa um daginn í dag. Ætla ekkert að hugsa um næstu daga," segir hann en fætur hans eru ekki í besta forminu eftir að hann fékk frostbit og missti alla húð á iljunum.

„Ég er með barnafætur, ég er með mýkri fætur en þú," segir Echan og rýkur af stað enda vill hann ólmur komast af malbikinu sem allra fyrst og jarðtengjast á hálendinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×