Viðskiptaritið Business Insider segir að bestu pylsur heims séu að finna í pylsuvagninum Bæjarins Beztu hér á landi.
Þetta kemur fram í myndbandi sem deilt var á Facebook-síðu Business Insider fyrir tveimur dögum.
„Þetta er svo gott, guð minn góður,“ segir útsendari Business Insider í myndbandinu.
„Þetta er án efa besta pylsa sem ég hef smakkað. Ef þessi staður væri í New York eða hvar sem er í Bandaríkjunum myndi hann slá í gegn.“
Hér má sjá myndbandið.
