Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 12:15 Donald Trump stendur á bakvið þá Mitch McConnell og þingmanninn Pat Roberts. Vísir/Getty Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur frestað atkvæðagreiðslu um umdeilt heilbrigðisfrumvarp vegna andstöðu flokksmanna sinna við frumvarpið. Útlit var fyrir að frumvarpinu hefði verið hafnað, hefði verið kosið um það nú í vikunni eins og til stóð. McConnell mun því nota tímann sem hann vann sér inn til að þjappa þingmönnum sínum saman. Til stendur að kjósa um frumvarpið eftir 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. „Við munum ekki kjósa um frumvarpið í þessari viku, en við erum enn að vinna að því að ná minnst 50 manns á þægilegan stað,“ er haft eftir McConnell á vef New York Times. Öldungaþingmenn repúblikana eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki.Sjá einnig: Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Úttektin leiddi til þess að einhverjir þingmönnum fannst niðurskurðurinn í frumvarpinu of mikill og aðrir neituðu að styðja það þar sem ekki væri gengið nægilega langt í niðurskurði. Minnst fimm þingmenn repúblikana lýstu yfir andstöðu sinni við frumvarpið.McConnell fundaði um stöðuna með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og öðrum þingmönnum í gær. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að ef honum tækist ekki að þjappa sínu fólki saman, þyrfti hann að semja við Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans. „Þessu lýkur með tveimur mögulegum leiðum. Annað hvort munu repúblikanar vera sammála og breyta stöðunni, eða markaðirnir munu halda áfram að hrynja og við munum neyðast til að setja niður með Schumer. Mig grunar að allar viðræður við demókrata muni ekki innihalda þær breytingar sem við viljum gera.“Repúblikanar hafa barist gegn núverandi lögum um heilbrigðiskerfi og sjúkratryggingar Bandaríkjanna í um sjö ár. Fulltrúadeild þingsins samdi frumvarp og samþykkti naumlega fyrr á árinu, en repúblikanar í öldungadeildinni hafa breytt því mjög mikið og í raun skrifað nýtt. Það var opinberað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnt. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að hann myndi breyta kerfinu á fyrsta degi. Bæði frumvörpin sem hafa litið dagsins ljós síðan þá, eru ekki í samræmi við loforð forsetans. Eftir fundinn í gær sagði Trump að þingmennirnir væru mjög nærri því að tryggja þau atkvæði sem væru nauðsynleg. „Þetta verður frábært ef okkur tekst það,“ sagði Trump, samkvæmt Washington Post. „Ef okkur tekst það ekki, verður þetta eitthvað sem við munum ekki kunna vel við og það er í lagi. Ég skil það mjög vel.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur frestað atkvæðagreiðslu um umdeilt heilbrigðisfrumvarp vegna andstöðu flokksmanna sinna við frumvarpið. Útlit var fyrir að frumvarpinu hefði verið hafnað, hefði verið kosið um það nú í vikunni eins og til stóð. McConnell mun því nota tímann sem hann vann sér inn til að þjappa þingmönnum sínum saman. Til stendur að kjósa um frumvarpið eftir 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. „Við munum ekki kjósa um frumvarpið í þessari viku, en við erum enn að vinna að því að ná minnst 50 manns á þægilegan stað,“ er haft eftir McConnell á vef New York Times. Öldungaþingmenn repúblikana eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki.Sjá einnig: Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Úttektin leiddi til þess að einhverjir þingmönnum fannst niðurskurðurinn í frumvarpinu of mikill og aðrir neituðu að styðja það þar sem ekki væri gengið nægilega langt í niðurskurði. Minnst fimm þingmenn repúblikana lýstu yfir andstöðu sinni við frumvarpið.McConnell fundaði um stöðuna með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og öðrum þingmönnum í gær. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að ef honum tækist ekki að þjappa sínu fólki saman, þyrfti hann að semja við Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans. „Þessu lýkur með tveimur mögulegum leiðum. Annað hvort munu repúblikanar vera sammála og breyta stöðunni, eða markaðirnir munu halda áfram að hrynja og við munum neyðast til að setja niður með Schumer. Mig grunar að allar viðræður við demókrata muni ekki innihalda þær breytingar sem við viljum gera.“Repúblikanar hafa barist gegn núverandi lögum um heilbrigðiskerfi og sjúkratryggingar Bandaríkjanna í um sjö ár. Fulltrúadeild þingsins samdi frumvarp og samþykkti naumlega fyrr á árinu, en repúblikanar í öldungadeildinni hafa breytt því mjög mikið og í raun skrifað nýtt. Það var opinberað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnt. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að hann myndi breyta kerfinu á fyrsta degi. Bæði frumvörpin sem hafa litið dagsins ljós síðan þá, eru ekki í samræmi við loforð forsetans. Eftir fundinn í gær sagði Trump að þingmennirnir væru mjög nærri því að tryggja þau atkvæði sem væru nauðsynleg. „Þetta verður frábært ef okkur tekst það,“ sagði Trump, samkvæmt Washington Post. „Ef okkur tekst það ekki, verður þetta eitthvað sem við munum ekki kunna vel við og það er í lagi. Ég skil það mjög vel.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira