Tuttugu ár frá Bitbardaga Tysons og Holyfields Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2017 16:15 Tyson beit Holyfield í bæði eyrun. vísir/getty Í dag eru nákvæmlega 20 ár frá einum frægasta boxbardaga allra tíma, Bitbardaganum svokallaða. Þann 28. júní 1997 mættust Mike Tyson og Evander Holyfield í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas í bardaga sem var stöðvaður eftir þrjár lotur eftir að Tyson hafi bitið í bæði eyru Holyfields. Þetta var annar bardagi Tysons og Holyfields á innan við ári en sjö mánuðum áður mættust þeir í bardaga sem var auglýstur með slagorðinu „Loksins“. Það var ekki að ástæðulausu því þess hafði verið lengi beðið að Tyson og Holyfield mættust í hringnum. Þeir áttu fyrst að mætast árið 1990 en ekkert varð af þeim bardaga eftir að Tyson tapaði afar óvænt fyrir Buster Douglas í frægum bardaga í Tókíó. Það var fyrsta tap Tysons á ferlinum.Tyson og Holyfield, ásamt Don King, í vigtuninni.vísir/gettyÁri síðar komu meiðsli Tysons í veg fyrir bardaga þeirra og þegar þeir áttu að mætast 1992 var Tyson kominn á bak við lás og slá fyrir nauðgun. Eftir að hafa setið inni í rúm þrjú ár sneri Tyson aftur í hringinn og vann þrjá bardaga áður en að bardaganum langþráða við Holyfield kom. Eftir að hafa tapað fyrir Michael Moorer 1994 lagði Holyfield hanskana á hilluna um tíma. Hann sneri aftur ári seinna en var ekki sami boxari og hann var. Þrátt fyrir misjafna frammistöðu eftir að hafa tekið hanskana af hillunni og Tyson væri talinn mun sigurstranglegri gerði Holyfield sér lítið fyrir og vann bardagann á tæknilegu rothöggi í elleftu lotu. Tyson fékk tækifæri til að hefna fyrir ófarirnar sjö mánuðum síðar þegar þeir Holyfield öðru sinni.Holyfield sýnir dómaranum Mills Lane blóðugt eyrað.vísir/gettyHolyfield stjórnaði ferðinni gegn illa fyrir kölluðum Tyson sem var eins og tifandi tímasprengja. Í annarri lotu fékk Tyson skurð fyrir ofan hægra augað eftir að höfuð þeirra Holyfields skullu saman. Tyson taldi að um viljaverk væri að ræða en hann hafði kvartað mikið yfir því að Holyfield væri að skalla hann í fyrri bardaganum. Seinna sagði hann svo að það hefði verið ástæðan fyrir því að hann réðst á Holyfield og beit hann. Þegar um 40 sekúndur voru eftir af lotu þrjú beit Tyson stykki úr hægra eyra Holyfields og spýtti því út úr sér. Mills Lane dómari gerði þá hlé á bardaganum. Eftir nokkra reikistefnu voru tvö stig dregin af Tyson og bardaginn hélt áfram. Skömmu síðar beit Tyson Holyfield öðru sinni og þá í vinstra eyrað. Mills stöðvaði bardagann ekki heldur leyfði lotunni að klárast. Svo ákvað hann að enda bardagann. Tyson var lítt hrifinn af þeirri ákvörðun og gekk berserksgang í MGM Grand Garden Arena. Mills dæmdi Tyson svo úr leik fyrir bitin tvö.Tyson var gjörsamlega trylltur eftir bardagann.vísir/gettyÞessi fáránlega hegðun Tysons dró dilk á eftir sér; keppnisleyfið hans var innkallað, hann var sektaður um þrjár milljónir Bandaríkjadala og þurfti að sinna samfélagsþjónustu. Hann fékk keppnisleyfið aftur rúmu ári síðar. Þrátt fyrir árásina var Holyfield fljótur að fyrirgefa Tyson. Bitvargurinn bað Holyfield svo formlega afsökunar í spjallþætti Oprah Winfrey í október 2009. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Tyson og Holyfield er vel til vina í dag og hafa þeir sæst heilum sáttum. Þeir léku m.a. í afar skemmtilegri auglýsingu árið 2013 þar sem Tyson skilar Holyfield eyranu sem hann beit í. Box Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 20 ár frá einum frægasta boxbardaga allra tíma, Bitbardaganum svokallaða. Þann 28. júní 1997 mættust Mike Tyson og Evander Holyfield í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas í bardaga sem var stöðvaður eftir þrjár lotur eftir að Tyson hafi bitið í bæði eyru Holyfields. Þetta var annar bardagi Tysons og Holyfields á innan við ári en sjö mánuðum áður mættust þeir í bardaga sem var auglýstur með slagorðinu „Loksins“. Það var ekki að ástæðulausu því þess hafði verið lengi beðið að Tyson og Holyfield mættust í hringnum. Þeir áttu fyrst að mætast árið 1990 en ekkert varð af þeim bardaga eftir að Tyson tapaði afar óvænt fyrir Buster Douglas í frægum bardaga í Tókíó. Það var fyrsta tap Tysons á ferlinum.Tyson og Holyfield, ásamt Don King, í vigtuninni.vísir/gettyÁri síðar komu meiðsli Tysons í veg fyrir bardaga þeirra og þegar þeir áttu að mætast 1992 var Tyson kominn á bak við lás og slá fyrir nauðgun. Eftir að hafa setið inni í rúm þrjú ár sneri Tyson aftur í hringinn og vann þrjá bardaga áður en að bardaganum langþráða við Holyfield kom. Eftir að hafa tapað fyrir Michael Moorer 1994 lagði Holyfield hanskana á hilluna um tíma. Hann sneri aftur ári seinna en var ekki sami boxari og hann var. Þrátt fyrir misjafna frammistöðu eftir að hafa tekið hanskana af hillunni og Tyson væri talinn mun sigurstranglegri gerði Holyfield sér lítið fyrir og vann bardagann á tæknilegu rothöggi í elleftu lotu. Tyson fékk tækifæri til að hefna fyrir ófarirnar sjö mánuðum síðar þegar þeir Holyfield öðru sinni.Holyfield sýnir dómaranum Mills Lane blóðugt eyrað.vísir/gettyHolyfield stjórnaði ferðinni gegn illa fyrir kölluðum Tyson sem var eins og tifandi tímasprengja. Í annarri lotu fékk Tyson skurð fyrir ofan hægra augað eftir að höfuð þeirra Holyfields skullu saman. Tyson taldi að um viljaverk væri að ræða en hann hafði kvartað mikið yfir því að Holyfield væri að skalla hann í fyrri bardaganum. Seinna sagði hann svo að það hefði verið ástæðan fyrir því að hann réðst á Holyfield og beit hann. Þegar um 40 sekúndur voru eftir af lotu þrjú beit Tyson stykki úr hægra eyra Holyfields og spýtti því út úr sér. Mills Lane dómari gerði þá hlé á bardaganum. Eftir nokkra reikistefnu voru tvö stig dregin af Tyson og bardaginn hélt áfram. Skömmu síðar beit Tyson Holyfield öðru sinni og þá í vinstra eyrað. Mills stöðvaði bardagann ekki heldur leyfði lotunni að klárast. Svo ákvað hann að enda bardagann. Tyson var lítt hrifinn af þeirri ákvörðun og gekk berserksgang í MGM Grand Garden Arena. Mills dæmdi Tyson svo úr leik fyrir bitin tvö.Tyson var gjörsamlega trylltur eftir bardagann.vísir/gettyÞessi fáránlega hegðun Tysons dró dilk á eftir sér; keppnisleyfið hans var innkallað, hann var sektaður um þrjár milljónir Bandaríkjadala og þurfti að sinna samfélagsþjónustu. Hann fékk keppnisleyfið aftur rúmu ári síðar. Þrátt fyrir árásina var Holyfield fljótur að fyrirgefa Tyson. Bitvargurinn bað Holyfield svo formlega afsökunar í spjallþætti Oprah Winfrey í október 2009. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Tyson og Holyfield er vel til vina í dag og hafa þeir sæst heilum sáttum. Þeir léku m.a. í afar skemmtilegri auglýsingu árið 2013 þar sem Tyson skilar Holyfield eyranu sem hann beit í.
Box Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira