Körfubolti

Clippers skiptir Chris Paul til Houston

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Paul er á leiðinni til Houston.
Chris Paul er á leiðinni til Houston. vísir/getty
Los Angeles Clippers hefur komist að samkomulagi um að skipta leikstjórnandanum Chris Paul til Houston Rockets samkvæmt heimildum Adrian Wojnarwoski hjá Yahoo.

Í staðinn fær Clippers bakverðina Patrick Beverley og Lou Williams, framherjann Sam Dekker og valrétt í 1. umferð nýliðavalsins 2018.

Hinn 32 ára gamli Paul átti eitt ár eftir af samningi sínum við Clippers og í staðinn fyrir að missa hann fyrir ekki neitt næsta sumar náði félagið samkomulagi við Houston um skipti.

Paul og James Harden, aðalstjarna Houston, vilja ólmir spila saman og sá draumur þeirra virðist ætla að rætast.

Houston komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili en ætlar sér stærri hluti á því næsta.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×