Curry keppir á atvinnumannamóti í golfi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. júní 2017 10:00 Stephen Curry mundar golfkylfuna. Vísir/Getty Stephen Curry er ekki aðeins einn besti körfuboltamaður heims heldur öflugur kylfingur. Hann fær nú að reyna sig gegn atvinnumönnum í íþróttinni. Curry fékk boð um að taka þátt á móti á Web.com-mótaröðinni, næststerkustu atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Curry verður á meðal keppenda á Ellie Mae Classic-mótinu sem fer fram í ágúst og mun þar Curry etja kappi við atvinnumenn í golfi sem eru allir að reyna að vinna sér inn þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. „Ég hlakka til að verða mér vonandi ekki til skammar,“ sagði Curry sem er með 2,2 í forgjöf. „Golf hefur verið ástríða hjá mér og það er sannkallaður draumur að rætast að taka þátt í sterku móti með atvinnumönnum.“ Curry varð í vor meistari með Golden State Warriors í annað skipti á ferlinum en mótið fer fram skammt frá heimavelli Golden State í Oakland. Þess má geta að Jerry Rice, einn allra besti útherji í sögu NFL-deildarinnar, keppti þrívegis á þessu sama móti en komst aldrei í gegnum niðurskurðinn. Golf NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Stephen Curry er ekki aðeins einn besti körfuboltamaður heims heldur öflugur kylfingur. Hann fær nú að reyna sig gegn atvinnumönnum í íþróttinni. Curry fékk boð um að taka þátt á móti á Web.com-mótaröðinni, næststerkustu atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Curry verður á meðal keppenda á Ellie Mae Classic-mótinu sem fer fram í ágúst og mun þar Curry etja kappi við atvinnumenn í golfi sem eru allir að reyna að vinna sér inn þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. „Ég hlakka til að verða mér vonandi ekki til skammar,“ sagði Curry sem er með 2,2 í forgjöf. „Golf hefur verið ástríða hjá mér og það er sannkallaður draumur að rætast að taka þátt í sterku móti með atvinnumönnum.“ Curry varð í vor meistari með Golden State Warriors í annað skipti á ferlinum en mótið fer fram skammt frá heimavelli Golden State í Oakland. Þess má geta að Jerry Rice, einn allra besti útherji í sögu NFL-deildarinnar, keppti þrívegis á þessu sama móti en komst aldrei í gegnum niðurskurðinn.
Golf NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira