Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2024 08:00 Sigurður með silfurverðlaunin sem hann vann verðskuldað til á Golf Masters í Makaó. Vísir/Sigurjón Sigurður Guðmundsson, kylfingur úr Golfklúbbi Sandgerðis náði framúrskarandi árangri á Golf Masters mótinu í Makaó undir lok síðasta mánaðar. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur tekur sæti á mótinu og Sigurður gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna. Golf Masters í Makaó í Asíu er mót fyrir fatlaða með þroskaskerðingu og er Sigurður fyrsti Íslendingurinn til þess að taka sæti á mótinu. Þangað var honum boðið vegna góðs árangurs. „Ég fékk boð. Eftir að hafa keppt á Special Olympics í Berlín í Þýskalandi í fyrra. Um að taka þátt á Makaó Golf Masters mótinu í ár. Mér gekk rosalega vel út í Berlín. Náði öðru sæti á því móti líka og það komu fulltrúar frá Makaó Golf Masters á það mót og þar fylgdust þeir með kylfingum. Ég sýndi fram á einhverja hæfileika sem urðu til þess að ég fékk boð á mótið.“ Það fengu fimmtán bestu kylfingarnir í heiminum boð á þetta mót. Ég var einn af þeim. Sá eini frá Íslandi en alls voru sjö kylfingar þarna frá Evrópu. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið boð til þess að keppa þarna úti og einnig rosalega stoltur af því. að fá að vera fyrsti Íslendingurinn til að keppa þarna. Fá að upplifa þetta mót. Næst ætlum við að taka fleiri Íslendinga með okkur.“ Lagði á sig mikla vinnu Við tók spennandi ævintýri og um þrjátíu klukkustunda langt ferðalag frá Sandgerði til Makaó eftir að Sigurður hafði fjármagnað ferðina upp á eigin spýtur. „Ég fór sjálfur í smá fjáröflun. Sótti um nokkra styrki og vann mér inn pening fyrir ferðinni með því að þrífa bíla. Ég hef reynslu af því. Ég bónaði bíla í einhverja tvo mánuði og var fullbókaður í því. Spilað við frábærar aðstæður í Makaó.Aðsend mynd Og öll vinnan sem hann lagði á sig borgaði sig því Sigurður gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna á mótinu eftir að hafa ekki ætlað sér að sækja mót út fyrir landsteinana í ár. „Ég var ekkert að hugsa um að kíkja út á eitthvað golfmót. Markmið mín sneru að því að lækka forgjöfina í sumar. En ég er mjög sáttur með það hvernig til tókst. Ég náði að halda fókus og varna því að ég myndi missa hausinn. Því ef maður missir hausinn þá fer allt í rugl. Ég upplifði það smá í Berlín þar sem að ég átti tvær slæmar holur. Þá hugsaði ég með sjálfum „okey þessar tvær holur eru frá. Nú núllstilli ég mig og ætla að fókusera á næstu holur. Þá fór allt í réttan farveg hjá mér.“ Sigurður horfir hér á eftir góðu höggi.Aðsend mynd Vill meira Úti í Makaó var Sigurður að spila í allt öðruvísi aðstæðum en hann er vanur hér heima. „Við fengum rosalega mikið af sól og hita úti. Við byrjuðum klukkan níu á morgnanna að spila og spiluðum níu holur í um þrjátíu stiga hita og miklum raka. Hitinn varð síðan bara meiri eftir því sem leið á daginn.“ Svo sannarlega mikil lífsreynsla fyrir Sigurð sem er félagi í Golfklúbbi Sandgerðis. Auk þess að sinna golfinu starfar hann á leikskóla og gat glatt börnin með silfurmedalíunni þegar að hann sneri aftur heim til Íslands. „Þær voru rosa stoltar af mér stúlkurnar í vinnunni og krakkarnir. Ég hafði verið í fríi í rúma viku. Það var tekið vel á móti mér er ég sneri aftur. Með medalíuna og allt.“ Eitt er víst og það er að Sigurður hefur mjög mikla ástríðu fyrir golfíþróttinni. „Ég hef verið í golfi síðan árið 2002 þökk sé afa mínum honum Friðjóni. Hann tók mig og bróðir minn alltaf með sér á golfæfingar á sumrin. Síðan þá hef ég haldið mig við golfið. Þetta er íþrótt sem snýr að bæði andlegu og líkamlegu hliðinni. Það er góð hreyfing í þessu. Mikið labb. Hugarleikfimi líka sem krefst því að maður haldi einbeitingu og missi ekki hausinn. Ég vil ná aðeins lengra í íþróttinni. Markmiðið er að komast í meistaraflokkinn á meistaramótinu og komast á fleiri golfmót erlendis.“ Golf Kína Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Golf Masters í Makaó í Asíu er mót fyrir fatlaða með þroskaskerðingu og er Sigurður fyrsti Íslendingurinn til þess að taka sæti á mótinu. Þangað var honum boðið vegna góðs árangurs. „Ég fékk boð. Eftir að hafa keppt á Special Olympics í Berlín í Þýskalandi í fyrra. Um að taka þátt á Makaó Golf Masters mótinu í ár. Mér gekk rosalega vel út í Berlín. Náði öðru sæti á því móti líka og það komu fulltrúar frá Makaó Golf Masters á það mót og þar fylgdust þeir með kylfingum. Ég sýndi fram á einhverja hæfileika sem urðu til þess að ég fékk boð á mótið.“ Það fengu fimmtán bestu kylfingarnir í heiminum boð á þetta mót. Ég var einn af þeim. Sá eini frá Íslandi en alls voru sjö kylfingar þarna frá Evrópu. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið boð til þess að keppa þarna úti og einnig rosalega stoltur af því. að fá að vera fyrsti Íslendingurinn til að keppa þarna. Fá að upplifa þetta mót. Næst ætlum við að taka fleiri Íslendinga með okkur.“ Lagði á sig mikla vinnu Við tók spennandi ævintýri og um þrjátíu klukkustunda langt ferðalag frá Sandgerði til Makaó eftir að Sigurður hafði fjármagnað ferðina upp á eigin spýtur. „Ég fór sjálfur í smá fjáröflun. Sótti um nokkra styrki og vann mér inn pening fyrir ferðinni með því að þrífa bíla. Ég hef reynslu af því. Ég bónaði bíla í einhverja tvo mánuði og var fullbókaður í því. Spilað við frábærar aðstæður í Makaó.Aðsend mynd Og öll vinnan sem hann lagði á sig borgaði sig því Sigurður gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna á mótinu eftir að hafa ekki ætlað sér að sækja mót út fyrir landsteinana í ár. „Ég var ekkert að hugsa um að kíkja út á eitthvað golfmót. Markmið mín sneru að því að lækka forgjöfina í sumar. En ég er mjög sáttur með það hvernig til tókst. Ég náði að halda fókus og varna því að ég myndi missa hausinn. Því ef maður missir hausinn þá fer allt í rugl. Ég upplifði það smá í Berlín þar sem að ég átti tvær slæmar holur. Þá hugsaði ég með sjálfum „okey þessar tvær holur eru frá. Nú núllstilli ég mig og ætla að fókusera á næstu holur. Þá fór allt í réttan farveg hjá mér.“ Sigurður horfir hér á eftir góðu höggi.Aðsend mynd Vill meira Úti í Makaó var Sigurður að spila í allt öðruvísi aðstæðum en hann er vanur hér heima. „Við fengum rosalega mikið af sól og hita úti. Við byrjuðum klukkan níu á morgnanna að spila og spiluðum níu holur í um þrjátíu stiga hita og miklum raka. Hitinn varð síðan bara meiri eftir því sem leið á daginn.“ Svo sannarlega mikil lífsreynsla fyrir Sigurð sem er félagi í Golfklúbbi Sandgerðis. Auk þess að sinna golfinu starfar hann á leikskóla og gat glatt börnin með silfurmedalíunni þegar að hann sneri aftur heim til Íslands. „Þær voru rosa stoltar af mér stúlkurnar í vinnunni og krakkarnir. Ég hafði verið í fríi í rúma viku. Það var tekið vel á móti mér er ég sneri aftur. Með medalíuna og allt.“ Eitt er víst og það er að Sigurður hefur mjög mikla ástríðu fyrir golfíþróttinni. „Ég hef verið í golfi síðan árið 2002 þökk sé afa mínum honum Friðjóni. Hann tók mig og bróðir minn alltaf með sér á golfæfingar á sumrin. Síðan þá hef ég haldið mig við golfið. Þetta er íþrótt sem snýr að bæði andlegu og líkamlegu hliðinni. Það er góð hreyfing í þessu. Mikið labb. Hugarleikfimi líka sem krefst því að maður haldi einbeitingu og missi ekki hausinn. Ég vil ná aðeins lengra í íþróttinni. Markmiðið er að komast í meistaraflokkinn á meistaramótinu og komast á fleiri golfmót erlendis.“
Golf Kína Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira