Tíst Trump um Jeff Bezoz, Amazon, Washington Post og „internetskatt“ vekur furðu Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2017 10:27 Jeff Bezoz og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið mikla furðu með tísti sem hann birti í gær. Sérfræðingar og fjölmiðlar ytra hafa átt erfitt með að átta sig á tístinu og talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað útskýra það nánar. Í tístinu ræðst Trump gegn fyrirtækjunum Amazon og Washington Post, sem bæði eru í eigu milljarðamæringsins Jeff Bezoz. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ræðst gegn Amazon og Bezoz. „#AmazonWashingtonPost, sem stundum er kallað verndari þess að Amazon greiði ekki internetskatta (sem þeir ættu að gera) er FALSKAR FRÉTTIR!“ tísti Trump.Í maí í fyrra var Trump reiður Washington Post og sagði hann í viðtali á Fox að Bezoz notaði fjölmiðilinn til þess að þingmenn þorðu ekki að skattleggja Amazon eins og réttast væri að gera. „Amazon er að komast upp með morð þegar kemur að sköttum. Hann [Bezoz] er að nota Washington Post fyrir völd svo að stjórnmálamenn í Washington skattleggi Amazon ekki eins það á að skattlega fyrirtækið.“Í kosningabaráttunni sagði Trump einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi Amazon og Bezoz „lenda í miklum vandræðum“.Trump gæti auðveldlega skapað vandræði fyrir Amazon, en fyrirtækið keypti nýverið Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dala, en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gæti komið í veg fyrir að kaupin gangi í gegn. Að þessu sinni var Trump líklega reiður yfir frétt Washington Post af því að fölsuð forsíðumynd af honum hefði verið hengd upp í mörgum fasteignum forsetans. Hann hefur þó lengi verið með horn í síðu Washington Post, sem hefur birt margar fréttir hafa komið forsetanum illa. Til dæmis var miðillinn fyrstur til að segja frá myndbandinu af Trump þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar.Enginn internetskattur til Í Bandaríkjunum er ekkert sem hægt er að kalla „internetskatt“. Á fyrstu árum Amazon var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að borga ekki skatta og sögðu keppinautar fyrirtækisins að það veitti þeim ósanngjarnt forskot.Amazon komst hjá skattgreiðslum vegna úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem sagði til um að ríki gætu ekki rukkað fyrirtæki um skatt án þess að fyrirtækið væri með raunverulega viðveru í tilteknum ríkjum. Það er að segja með verslun, útibú eða slíkt. Það breyttist þó fyrir nokkrum árum og nú hefur Amazon gengið til liðs við fyrrum andstæðinga sína sem kalla eftir lögum sem myndu skylda öll netsölufyrirtæki til þess að greiða söluskatt. Frumvarp þar að lútandi hefur margsinnis verið lagt fram og hefur verið samþykkt af öldungadeild þingsins. Það hefur þó ekki verið samþykkt í fulltrúadeildinni vegna andstöðu þingmanna repúblikana. Einhverjir gagnrýnendur forsetans hafa haldið því fram að með tísti sínu hafi hann verið að hóta því að leggja skatta á Amazon vegna frétta Washington Post. Hins vegar þykir líklegra að Trump hafi ruglast og sé að tala um áðurnefndan söluskatt, sem Amazon greiðir.Sagði „snjallt“ að borga ekki skatta Ofan á allt þetta er ekki langt síðan Trump sjálfur fundaði með Bezoz og öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja þar sem rætt var að lækka skatta á slík fyrirtæki. Bezoz hefur nokkrum sinnum hitt Trump á síðustu mánuðum og virtist ákveðinn friður ríkja þeirra á milli. Þvert á venjur forsetaframbjóðenda undanfarinna áratuga hefur Donald Trump neitað að gera skattaskýrslur sínar opinberar. Þegar Hillary Clinton nefndi það í kappræðum þeirra í fyrra og að þær fáu og gömlu skattaskýrslur sem væru opinberar sýndu að hann hefði ekki borgað tekjuskatt. Þá sagði forsetinn að hann væri snjall fyrir að greiða ekki skatta til ríkisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið mikla furðu með tísti sem hann birti í gær. Sérfræðingar og fjölmiðlar ytra hafa átt erfitt með að átta sig á tístinu og talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað útskýra það nánar. Í tístinu ræðst Trump gegn fyrirtækjunum Amazon og Washington Post, sem bæði eru í eigu milljarðamæringsins Jeff Bezoz. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ræðst gegn Amazon og Bezoz. „#AmazonWashingtonPost, sem stundum er kallað verndari þess að Amazon greiði ekki internetskatta (sem þeir ættu að gera) er FALSKAR FRÉTTIR!“ tísti Trump.Í maí í fyrra var Trump reiður Washington Post og sagði hann í viðtali á Fox að Bezoz notaði fjölmiðilinn til þess að þingmenn þorðu ekki að skattleggja Amazon eins og réttast væri að gera. „Amazon er að komast upp með morð þegar kemur að sköttum. Hann [Bezoz] er að nota Washington Post fyrir völd svo að stjórnmálamenn í Washington skattleggi Amazon ekki eins það á að skattlega fyrirtækið.“Í kosningabaráttunni sagði Trump einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi Amazon og Bezoz „lenda í miklum vandræðum“.Trump gæti auðveldlega skapað vandræði fyrir Amazon, en fyrirtækið keypti nýverið Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dala, en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gæti komið í veg fyrir að kaupin gangi í gegn. Að þessu sinni var Trump líklega reiður yfir frétt Washington Post af því að fölsuð forsíðumynd af honum hefði verið hengd upp í mörgum fasteignum forsetans. Hann hefur þó lengi verið með horn í síðu Washington Post, sem hefur birt margar fréttir hafa komið forsetanum illa. Til dæmis var miðillinn fyrstur til að segja frá myndbandinu af Trump þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar.Enginn internetskattur til Í Bandaríkjunum er ekkert sem hægt er að kalla „internetskatt“. Á fyrstu árum Amazon var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að borga ekki skatta og sögðu keppinautar fyrirtækisins að það veitti þeim ósanngjarnt forskot.Amazon komst hjá skattgreiðslum vegna úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem sagði til um að ríki gætu ekki rukkað fyrirtæki um skatt án þess að fyrirtækið væri með raunverulega viðveru í tilteknum ríkjum. Það er að segja með verslun, útibú eða slíkt. Það breyttist þó fyrir nokkrum árum og nú hefur Amazon gengið til liðs við fyrrum andstæðinga sína sem kalla eftir lögum sem myndu skylda öll netsölufyrirtæki til þess að greiða söluskatt. Frumvarp þar að lútandi hefur margsinnis verið lagt fram og hefur verið samþykkt af öldungadeild þingsins. Það hefur þó ekki verið samþykkt í fulltrúadeildinni vegna andstöðu þingmanna repúblikana. Einhverjir gagnrýnendur forsetans hafa haldið því fram að með tísti sínu hafi hann verið að hóta því að leggja skatta á Amazon vegna frétta Washington Post. Hins vegar þykir líklegra að Trump hafi ruglast og sé að tala um áðurnefndan söluskatt, sem Amazon greiðir.Sagði „snjallt“ að borga ekki skatta Ofan á allt þetta er ekki langt síðan Trump sjálfur fundaði með Bezoz og öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja þar sem rætt var að lækka skatta á slík fyrirtæki. Bezoz hefur nokkrum sinnum hitt Trump á síðustu mánuðum og virtist ákveðinn friður ríkja þeirra á milli. Þvert á venjur forsetaframbjóðenda undanfarinna áratuga hefur Donald Trump neitað að gera skattaskýrslur sínar opinberar. Þegar Hillary Clinton nefndi það í kappræðum þeirra í fyrra og að þær fáu og gömlu skattaskýrslur sem væru opinberar sýndu að hann hefði ekki borgað tekjuskatt. Þá sagði forsetinn að hann væri snjall fyrir að greiða ekki skatta til ríkisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira