Tíst Trump um Jeff Bezoz, Amazon, Washington Post og „internetskatt“ vekur furðu Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2017 10:27 Jeff Bezoz og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið mikla furðu með tísti sem hann birti í gær. Sérfræðingar og fjölmiðlar ytra hafa átt erfitt með að átta sig á tístinu og talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað útskýra það nánar. Í tístinu ræðst Trump gegn fyrirtækjunum Amazon og Washington Post, sem bæði eru í eigu milljarðamæringsins Jeff Bezoz. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ræðst gegn Amazon og Bezoz. „#AmazonWashingtonPost, sem stundum er kallað verndari þess að Amazon greiði ekki internetskatta (sem þeir ættu að gera) er FALSKAR FRÉTTIR!“ tísti Trump.Í maí í fyrra var Trump reiður Washington Post og sagði hann í viðtali á Fox að Bezoz notaði fjölmiðilinn til þess að þingmenn þorðu ekki að skattleggja Amazon eins og réttast væri að gera. „Amazon er að komast upp með morð þegar kemur að sköttum. Hann [Bezoz] er að nota Washington Post fyrir völd svo að stjórnmálamenn í Washington skattleggi Amazon ekki eins það á að skattlega fyrirtækið.“Í kosningabaráttunni sagði Trump einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi Amazon og Bezoz „lenda í miklum vandræðum“.Trump gæti auðveldlega skapað vandræði fyrir Amazon, en fyrirtækið keypti nýverið Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dala, en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gæti komið í veg fyrir að kaupin gangi í gegn. Að þessu sinni var Trump líklega reiður yfir frétt Washington Post af því að fölsuð forsíðumynd af honum hefði verið hengd upp í mörgum fasteignum forsetans. Hann hefur þó lengi verið með horn í síðu Washington Post, sem hefur birt margar fréttir hafa komið forsetanum illa. Til dæmis var miðillinn fyrstur til að segja frá myndbandinu af Trump þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar.Enginn internetskattur til Í Bandaríkjunum er ekkert sem hægt er að kalla „internetskatt“. Á fyrstu árum Amazon var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að borga ekki skatta og sögðu keppinautar fyrirtækisins að það veitti þeim ósanngjarnt forskot.Amazon komst hjá skattgreiðslum vegna úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem sagði til um að ríki gætu ekki rukkað fyrirtæki um skatt án þess að fyrirtækið væri með raunverulega viðveru í tilteknum ríkjum. Það er að segja með verslun, útibú eða slíkt. Það breyttist þó fyrir nokkrum árum og nú hefur Amazon gengið til liðs við fyrrum andstæðinga sína sem kalla eftir lögum sem myndu skylda öll netsölufyrirtæki til þess að greiða söluskatt. Frumvarp þar að lútandi hefur margsinnis verið lagt fram og hefur verið samþykkt af öldungadeild þingsins. Það hefur þó ekki verið samþykkt í fulltrúadeildinni vegna andstöðu þingmanna repúblikana. Einhverjir gagnrýnendur forsetans hafa haldið því fram að með tísti sínu hafi hann verið að hóta því að leggja skatta á Amazon vegna frétta Washington Post. Hins vegar þykir líklegra að Trump hafi ruglast og sé að tala um áðurnefndan söluskatt, sem Amazon greiðir.Sagði „snjallt“ að borga ekki skatta Ofan á allt þetta er ekki langt síðan Trump sjálfur fundaði með Bezoz og öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja þar sem rætt var að lækka skatta á slík fyrirtæki. Bezoz hefur nokkrum sinnum hitt Trump á síðustu mánuðum og virtist ákveðinn friður ríkja þeirra á milli. Þvert á venjur forsetaframbjóðenda undanfarinna áratuga hefur Donald Trump neitað að gera skattaskýrslur sínar opinberar. Þegar Hillary Clinton nefndi það í kappræðum þeirra í fyrra og að þær fáu og gömlu skattaskýrslur sem væru opinberar sýndu að hann hefði ekki borgað tekjuskatt. Þá sagði forsetinn að hann væri snjall fyrir að greiða ekki skatta til ríkisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið mikla furðu með tísti sem hann birti í gær. Sérfræðingar og fjölmiðlar ytra hafa átt erfitt með að átta sig á tístinu og talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað útskýra það nánar. Í tístinu ræðst Trump gegn fyrirtækjunum Amazon og Washington Post, sem bæði eru í eigu milljarðamæringsins Jeff Bezoz. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ræðst gegn Amazon og Bezoz. „#AmazonWashingtonPost, sem stundum er kallað verndari þess að Amazon greiði ekki internetskatta (sem þeir ættu að gera) er FALSKAR FRÉTTIR!“ tísti Trump.Í maí í fyrra var Trump reiður Washington Post og sagði hann í viðtali á Fox að Bezoz notaði fjölmiðilinn til þess að þingmenn þorðu ekki að skattleggja Amazon eins og réttast væri að gera. „Amazon er að komast upp með morð þegar kemur að sköttum. Hann [Bezoz] er að nota Washington Post fyrir völd svo að stjórnmálamenn í Washington skattleggi Amazon ekki eins það á að skattlega fyrirtækið.“Í kosningabaráttunni sagði Trump einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi Amazon og Bezoz „lenda í miklum vandræðum“.Trump gæti auðveldlega skapað vandræði fyrir Amazon, en fyrirtækið keypti nýverið Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dala, en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gæti komið í veg fyrir að kaupin gangi í gegn. Að þessu sinni var Trump líklega reiður yfir frétt Washington Post af því að fölsuð forsíðumynd af honum hefði verið hengd upp í mörgum fasteignum forsetans. Hann hefur þó lengi verið með horn í síðu Washington Post, sem hefur birt margar fréttir hafa komið forsetanum illa. Til dæmis var miðillinn fyrstur til að segja frá myndbandinu af Trump þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar.Enginn internetskattur til Í Bandaríkjunum er ekkert sem hægt er að kalla „internetskatt“. Á fyrstu árum Amazon var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að borga ekki skatta og sögðu keppinautar fyrirtækisins að það veitti þeim ósanngjarnt forskot.Amazon komst hjá skattgreiðslum vegna úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem sagði til um að ríki gætu ekki rukkað fyrirtæki um skatt án þess að fyrirtækið væri með raunverulega viðveru í tilteknum ríkjum. Það er að segja með verslun, útibú eða slíkt. Það breyttist þó fyrir nokkrum árum og nú hefur Amazon gengið til liðs við fyrrum andstæðinga sína sem kalla eftir lögum sem myndu skylda öll netsölufyrirtæki til þess að greiða söluskatt. Frumvarp þar að lútandi hefur margsinnis verið lagt fram og hefur verið samþykkt af öldungadeild þingsins. Það hefur þó ekki verið samþykkt í fulltrúadeildinni vegna andstöðu þingmanna repúblikana. Einhverjir gagnrýnendur forsetans hafa haldið því fram að með tísti sínu hafi hann verið að hóta því að leggja skatta á Amazon vegna frétta Washington Post. Hins vegar þykir líklegra að Trump hafi ruglast og sé að tala um áðurnefndan söluskatt, sem Amazon greiðir.Sagði „snjallt“ að borga ekki skatta Ofan á allt þetta er ekki langt síðan Trump sjálfur fundaði með Bezoz og öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja þar sem rætt var að lækka skatta á slík fyrirtæki. Bezoz hefur nokkrum sinnum hitt Trump á síðustu mánuðum og virtist ákveðinn friður ríkja þeirra á milli. Þvert á venjur forsetaframbjóðenda undanfarinna áratuga hefur Donald Trump neitað að gera skattaskýrslur sínar opinberar. Þegar Hillary Clinton nefndi það í kappræðum þeirra í fyrra og að þær fáu og gömlu skattaskýrslur sem væru opinberar sýndu að hann hefði ekki borgað tekjuskatt. Þá sagði forsetinn að hann væri snjall fyrir að greiða ekki skatta til ríkisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira