Iman Meskini sem fór með hlutverk Sönu sagðist í viðtali við Dagbladet að hún ætli að skrá sig í herinn og vera í burtu í eitt ár. Josefine Frida Pettersen, sem fór með hlutverk Nooru, er þegar með nokkur járn í eldinum og hefur meðal annars leikið í leikhúsuppfærslu af Hróa Hetti.
Ulrikke Falch fór með hlutverk Vilde í þáttunum og hyggst setjast aftur á skólabekk. Hún útilokar þó ekki að snúa sér aftur að leiklistinni að námi loknu eða sinna báðu í einu. Inna Svenningdal stundaði nám í leiklist samhliða því að fara með hlutverk stelpu-Chris í þáttunum. Hún ætlar nú að stunda námið af fullum krafti en hún á enn tvö ár eftir.

Marlon Langeland lék Jonas og segist hann ekki vera búinn að ákveða hvað taki við nú þear Skam er lokið. Hann segir þó að hlutverk hans í þáttunum hafi skapað mörg tækifæri. Thomas Hayes sem fór með hlutverk William hefur sagt að hann vilji halda áfram að einbeita sér að leikaraferli sínum. Hann hefur meðal annars leikið í þáttunum Elven og setur hann stefnuna á Hollywood.
Saxha Kleber sem fór með hlutverk Mahdi ætlar að leggja leikaraferilinn á hilluna í bili. Hann ætlar þess í stað að starfa sem iðnaðarmaður. David Alexander Sjoholt sem fór með hlutverk Magnusar tekur ekki undir þetta en hann vill starfa áfram sem leikari, annað hvort í sjónvarpi eða kvikmyndum.