Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2017 19:30 Guðbjörg er ein þeirra sem þarf að leita á náðir vina og vandamanna. visir/skjáskot Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að íbúum Reykjanæsbæjar hafi fjölgað um eitt þúsund á einu ári og nú búi metfjöldi í bænum. Í kjölfarið hafa byggingarframkvæmdir farið á fullt og 200-300 íbúðir hafa verið teknar í notkun í Ásbrú sem eiga að fara á sölu. Það sama gildir um leiguíbúðir víðs vegar um bæinn, nú eru þær komnar á sölu, með þeim afleiðingum að fólk á leigumarkaði lendir í verulegum vandræðum. Fasteignasalar í bænum sjá fram á mikla sölu næstu mánuði en geta lítið gert fyrir leigjendur. Sævar Pétursson er einn þeirra. „Við fáum alveg tvo til þrjá á dag sem eru í miklum vandræðum og tilbúnir að taka hvað sem er. En því miður, þá höfum við ekkert," segir hann. Guðbjörg Ragnarsdóttir hefur leigt hús síðustu ár en nú er það komið á sölu og hún þarf að flytja út á morgun. Þau hjónin voru komin með velyrði fyrir íbúð á Ásbrú í maí en svo fór sú íbúð á sölu. Síðan þá hefur Guðbjörg leitað að íbúð án árangurs. „Sonur minn og kærasta og ellefu mánaða dóttir eru búin að leita að enn fleiri íbúðum," segir hún.Hvað gerirðu núna um mánaðarmótin?„Ég þarf að flytja í lítið herbergi til systur minnar og mágs. Sonur minn flytur til tengdamóður sinnar í Sandgerði. Þetta er hrikaleg staða.“ Guðbjörg segist aldrei hafa séð annað eins ástand á leigumarkaðnum í Reykjanesbæ. „Það er slegist um hverja íbúð. Það eru 50-60 umsóknir um hverja íbúð - og þær eru ekki margar." Á samfélagsmiðlum og síðum bæjarins má sjá frásagnir fjölda fólks í sömu sporum og Guðbjörg. Fólk neyðist til að búa inni á fjölskyldu og vandamönnum. Aðrir sjá ekkert annað í stöðunni en að lenda á götunni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ekki fleiri félagslegar íbúðir vera í kortunum og leigumarkaðurinn lifi sínu eigin lífi. Gera eigi félagslega húsnæðiskerfið sjálfbært svo það reki sig sjálft undir stjórn. „Og ef það félag sér hag í því að fjölga íbúðum á þeim forsendum, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu," segir Kjartan Már. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Sjá meira
Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að íbúum Reykjanæsbæjar hafi fjölgað um eitt þúsund á einu ári og nú búi metfjöldi í bænum. Í kjölfarið hafa byggingarframkvæmdir farið á fullt og 200-300 íbúðir hafa verið teknar í notkun í Ásbrú sem eiga að fara á sölu. Það sama gildir um leiguíbúðir víðs vegar um bæinn, nú eru þær komnar á sölu, með þeim afleiðingum að fólk á leigumarkaði lendir í verulegum vandræðum. Fasteignasalar í bænum sjá fram á mikla sölu næstu mánuði en geta lítið gert fyrir leigjendur. Sævar Pétursson er einn þeirra. „Við fáum alveg tvo til þrjá á dag sem eru í miklum vandræðum og tilbúnir að taka hvað sem er. En því miður, þá höfum við ekkert," segir hann. Guðbjörg Ragnarsdóttir hefur leigt hús síðustu ár en nú er það komið á sölu og hún þarf að flytja út á morgun. Þau hjónin voru komin með velyrði fyrir íbúð á Ásbrú í maí en svo fór sú íbúð á sölu. Síðan þá hefur Guðbjörg leitað að íbúð án árangurs. „Sonur minn og kærasta og ellefu mánaða dóttir eru búin að leita að enn fleiri íbúðum," segir hún.Hvað gerirðu núna um mánaðarmótin?„Ég þarf að flytja í lítið herbergi til systur minnar og mágs. Sonur minn flytur til tengdamóður sinnar í Sandgerði. Þetta er hrikaleg staða.“ Guðbjörg segist aldrei hafa séð annað eins ástand á leigumarkaðnum í Reykjanesbæ. „Það er slegist um hverja íbúð. Það eru 50-60 umsóknir um hverja íbúð - og þær eru ekki margar." Á samfélagsmiðlum og síðum bæjarins má sjá frásagnir fjölda fólks í sömu sporum og Guðbjörg. Fólk neyðist til að búa inni á fjölskyldu og vandamönnum. Aðrir sjá ekkert annað í stöðunni en að lenda á götunni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ekki fleiri félagslegar íbúðir vera í kortunum og leigumarkaðurinn lifi sínu eigin lífi. Gera eigi félagslega húsnæðiskerfið sjálfbært svo það reki sig sjálft undir stjórn. „Og ef það félag sér hag í því að fjölga íbúðum á þeim forsendum, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu," segir Kjartan Már.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00