Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn að störfum í Color Run í miðbænum í gær. Vísir/Stöð 2 Þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. Fréttastofan greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vopnaðir sérsveitarmenn voru við eftirlit á fjölmennri fjölskylduhátíð sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Fréttastofan fékk þær skýringar frá Ríkislögreglustjóra í gær að um hafi verið að ræða ráðstöfun til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis. Ráðstöfunin er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna á sæti í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Hann segir þessar breytingar á löggæslu kalla á umræðu í samfélaginu. „Það kemur náttúrulega á óvart að þetta fréttist bara í fjölmiðlum. Maður spyr sig hvort lögreglan sé kannski að fara fram úr sér því þetta snýst náttúrulega ekki beint um það hvort stjórnvöld hafi endilega heimild til að gera þetta því að svona breytingar kalla alltaf á umræðu í samfélaginu. Þetta er bara spurning um hvernig samfélag við viljum sjá og ég held að almennt vilji fólk ekki sjá vopnaða lögreglu við almenn löggæslustörf á Íslandi.“Ríkislögreglustjóri segir að um hafi verið að ræða ráðstöfun vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega.Vísir/Stöð 2Segir ráðstöfunina til marks um hallæri í lögreglunniFyrir rúmri viku óskaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna fjölmennra viðburða í miðborginni og var matinu skilið í liðinni viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki gefa upp um innihald áhættumatsins. Andrés segir breytingarnar til marks um bága stöðu lögreglu á Íslandi. „Ég hef ekki séð þetta áhættumat sem lögreglan ber fyrir sig þannig að ég hef ekki forsendur til að meta það en stóri vandinn við löggæslu hér á landi er skortur á mannafla. Það vantar kannski 200 almenna lögreglumenn og það að sérsveitarmenn séu farnir að sinna verkefnum sem ættu kannski frekar heima undir almennri löggæslu, það varpar kannski ljósi á hallærið sem er í lögreglunni hér á landi. Það er eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að takast á við ef eitthvað er að marka fimm ára áætlun um ríkisfjármál.“ Andrés segir að ákvarðanir sem þessar þurfi að vera í opinberri umræðu. „Það sýndi sig til dæmis þegar norsku hríðskotabyssurnar birtust hérna á hafnarbakkanum um árið að fólki verður hverft við og finnst þetta ekki þægileg tilhugsun. Það að vera á einhverjum skemmtidegi niðri í miðborginni og sjá allt í einu vopnaða lögreglumenn, það veldur mörgum ótta og óöryggi, þvert á það sem ætlunin er væntanlega,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. Fréttastofan greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vopnaðir sérsveitarmenn voru við eftirlit á fjölmennri fjölskylduhátíð sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Fréttastofan fékk þær skýringar frá Ríkislögreglustjóra í gær að um hafi verið að ræða ráðstöfun til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis. Ráðstöfunin er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna á sæti í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Hann segir þessar breytingar á löggæslu kalla á umræðu í samfélaginu. „Það kemur náttúrulega á óvart að þetta fréttist bara í fjölmiðlum. Maður spyr sig hvort lögreglan sé kannski að fara fram úr sér því þetta snýst náttúrulega ekki beint um það hvort stjórnvöld hafi endilega heimild til að gera þetta því að svona breytingar kalla alltaf á umræðu í samfélaginu. Þetta er bara spurning um hvernig samfélag við viljum sjá og ég held að almennt vilji fólk ekki sjá vopnaða lögreglu við almenn löggæslustörf á Íslandi.“Ríkislögreglustjóri segir að um hafi verið að ræða ráðstöfun vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega.Vísir/Stöð 2Segir ráðstöfunina til marks um hallæri í lögreglunniFyrir rúmri viku óskaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna fjölmennra viðburða í miðborginni og var matinu skilið í liðinni viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki gefa upp um innihald áhættumatsins. Andrés segir breytingarnar til marks um bága stöðu lögreglu á Íslandi. „Ég hef ekki séð þetta áhættumat sem lögreglan ber fyrir sig þannig að ég hef ekki forsendur til að meta það en stóri vandinn við löggæslu hér á landi er skortur á mannafla. Það vantar kannski 200 almenna lögreglumenn og það að sérsveitarmenn séu farnir að sinna verkefnum sem ættu kannski frekar heima undir almennri löggæslu, það varpar kannski ljósi á hallærið sem er í lögreglunni hér á landi. Það er eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að takast á við ef eitthvað er að marka fimm ára áætlun um ríkisfjármál.“ Andrés segir að ákvarðanir sem þessar þurfi að vera í opinberri umræðu. „Það sýndi sig til dæmis þegar norsku hríðskotabyssurnar birtust hérna á hafnarbakkanum um árið að fólki verður hverft við og finnst þetta ekki þægileg tilhugsun. Það að vera á einhverjum skemmtidegi niðri í miðborginni og sjá allt í einu vopnaða lögreglumenn, það veldur mörgum ótta og óöryggi, þvert á það sem ætlunin er væntanlega,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30