Greindist með sýfilis: „Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2017 20:00 Ársæll Hjálmarsson fann fyrir miklum þrýstingi í augu. Eftir að hafa farið milli lækna var loksins staðfest að þetta væri kynsjúkdómurinn sýfilis, eða sárasótt. Hann var lagður inn á spítala hið snarasta og hóf tveggja vikna meðferð. „Ég var með pensilín í æð á fjögurra tíma fresti, hálfan líter um það bil. Allt í allt var þetta 36 lítrar. Þetta er svakalegt álag fyrir líkamann, æðarnar og allt," segir hann. Sýfilis getur valdið blindu, hjarta- heila og taugasjúkdómum og er Ársæll þakklátur fyrir að meðferðin gekk vel og hann læknaður að fullu. Aftur á móti vill hann opna umræðu um kynsjúkdóma en árið 2016 greindust flest tilfelli af sýfilis á Íslandi í fjölda ára, eða 33 tilfelli. „Ég hefði alveg getað haldið kjafti, ekki sagt neitt og bara lifað mínu lífi. En heilbrigðiskerfið er ekki að standa sig í forvarnarstarfinu. Því miður, bara vegna fjármagns." Ársæll segir að með auknum forvörnum færi fólk oftar í skoðun og tæki meiri ábyrgð á kynlífi sínu. „Það væru ekki allir sem myndu stíga fram. Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú, við eigum að tala um þetta, vera opinská og passa upp á náungann." Ársæll segir fordóma ríkja, til að mynda á húð- og kynsjúkdómadeild. „Ef þú ferð í tékk þarftu að gefa upp hvað þú hefur sofið hjá mörgum síðustu tólf mánuði eða frá því að þú fórst síðast í tékk. Ef þú ferð yfir ákveðna tölu , sem ég veit ekki einu sinni hver er, þá færðu þetta augnaráð sem er dæmandi. Svo þegar fólk veit að maður er hinsegin fær maður öðruvísi viðmót." Ársæll sagði sögu sína fyrst í ítarlegu viðtali á GayIceland í vikunni og hefur fengið bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Það tekur alveg á að fá neikvæðu viðbrögðin, ég þarf að setja mig í gírinn til að verða ekki brjálaður. En það eru fleiri jákvæð viðbrögð sem ég fæ, sem betur fer." Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ársæll Hjálmarsson fann fyrir miklum þrýstingi í augu. Eftir að hafa farið milli lækna var loksins staðfest að þetta væri kynsjúkdómurinn sýfilis, eða sárasótt. Hann var lagður inn á spítala hið snarasta og hóf tveggja vikna meðferð. „Ég var með pensilín í æð á fjögurra tíma fresti, hálfan líter um það bil. Allt í allt var þetta 36 lítrar. Þetta er svakalegt álag fyrir líkamann, æðarnar og allt," segir hann. Sýfilis getur valdið blindu, hjarta- heila og taugasjúkdómum og er Ársæll þakklátur fyrir að meðferðin gekk vel og hann læknaður að fullu. Aftur á móti vill hann opna umræðu um kynsjúkdóma en árið 2016 greindust flest tilfelli af sýfilis á Íslandi í fjölda ára, eða 33 tilfelli. „Ég hefði alveg getað haldið kjafti, ekki sagt neitt og bara lifað mínu lífi. En heilbrigðiskerfið er ekki að standa sig í forvarnarstarfinu. Því miður, bara vegna fjármagns." Ársæll segir að með auknum forvörnum færi fólk oftar í skoðun og tæki meiri ábyrgð á kynlífi sínu. „Það væru ekki allir sem myndu stíga fram. Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú, við eigum að tala um þetta, vera opinská og passa upp á náungann." Ársæll segir fordóma ríkja, til að mynda á húð- og kynsjúkdómadeild. „Ef þú ferð í tékk þarftu að gefa upp hvað þú hefur sofið hjá mörgum síðustu tólf mánuði eða frá því að þú fórst síðast í tékk. Ef þú ferð yfir ákveðna tölu , sem ég veit ekki einu sinni hver er, þá færðu þetta augnaráð sem er dæmandi. Svo þegar fólk veit að maður er hinsegin fær maður öðruvísi viðmót." Ársæll sagði sögu sína fyrst í ítarlegu viðtali á GayIceland í vikunni og hefur fengið bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Það tekur alveg á að fá neikvæðu viðbrögðin, ég þarf að setja mig í gírinn til að verða ekki brjálaður. En það eru fleiri jákvæð viðbrögð sem ég fæ, sem betur fer."
Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30
Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35
Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00