Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 10:57 Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, lét af formennsku í Sönnum Finnum um helgina. Vísir/AFP Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa sagt skilið við þingflokk Sannra Finna.Frá þessu var greint í morgun. Ljóst var í gær að ríkisstjórn Miðflokks Juha Sipilä forsætisráðherra, Þjóðarbandalagsins og Sannra Finna myndi falla eftir að Sipilä og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formaður Þjóðarbandalagsins, sögðust ekki geta starfað með Sönnum Finnum undir formennsku Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Alls hafa tuttugu þingmenn Sannra Finna nú sagt skilið við þingflokkinn og myndað þingflokkinn Uusi vaihtoehto (Nýi valkosturinn). Simon Elo verður formaður þingflokksins, en Soini verður óbreyttur þingmaður. Nýi þingflokkurinn segist reiðubúinn að starfa áfram í ríkisstjórn undir forystu Sipilä og með sama stjórnarsáttmála. Allir núsitjandi ráðherrar Sannra Finna eru í nýja þingflokknum, en tölfræðilega gæti Miðflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og nýi þingflokkurinn myndað saman meirihluta. Sautján þingmenn Sannra Finna munu starfa áfram undir merkjum Sannra Finna. Tilkynningin um boð þingmannanna og myndun hins nýja þingflokks kemur örfáum klukkustundum áður en fyrirhugaður fundur Sipilä og Sauli Niinistö forseta hefst, en þar hyggst Sipilä tilkynna um afsögn sína. Að því loknu myndu viðræður um myndun nýrrar stjórnar hefjast. Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa sagt skilið við þingflokk Sannra Finna.Frá þessu var greint í morgun. Ljóst var í gær að ríkisstjórn Miðflokks Juha Sipilä forsætisráðherra, Þjóðarbandalagsins og Sannra Finna myndi falla eftir að Sipilä og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formaður Þjóðarbandalagsins, sögðust ekki geta starfað með Sönnum Finnum undir formennsku Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Alls hafa tuttugu þingmenn Sannra Finna nú sagt skilið við þingflokkinn og myndað þingflokkinn Uusi vaihtoehto (Nýi valkosturinn). Simon Elo verður formaður þingflokksins, en Soini verður óbreyttur þingmaður. Nýi þingflokkurinn segist reiðubúinn að starfa áfram í ríkisstjórn undir forystu Sipilä og með sama stjórnarsáttmála. Allir núsitjandi ráðherrar Sannra Finna eru í nýja þingflokknum, en tölfræðilega gæti Miðflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og nýi þingflokkurinn myndað saman meirihluta. Sautján þingmenn Sannra Finna munu starfa áfram undir merkjum Sannra Finna. Tilkynningin um boð þingmannanna og myndun hins nýja þingflokks kemur örfáum klukkustundum áður en fyrirhugaður fundur Sipilä og Sauli Niinistö forseta hefst, en þar hyggst Sipilä tilkynna um afsögn sína. Að því loknu myndu viðræður um myndun nýrrar stjórnar hefjast.
Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45