Sipilä vill starfa með klofningshópnum úr Sönnum Finnum Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 13:18 Juha Sipilä tók við embætti forsætisráðherra Finnlands árið 2015. Vísir/AFP Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, leggur til að Miðflokkurinn og Þjóðarbandalagið myndi ríkisstjórn með þeim þingmönnum sem klufu sig frá þingflokki Sannra Finna og mynduðu þingflokkinn Nýjan valkost. Þannig myndu allir ráðherrar halda sætum sínum í ríkisstjórninni þó að þingmeirihlutinn sé nokkuð knappari. Sipilä ræddi við fjölmiðla fyrir stundu þar sem hann lagði þetta til. Timo Soini, utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Sannra Finna, og allir aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna, tilkynntu í morgun að þeir hafið klofið sig úr þingflokknum. Alls eru 22 þingmenn í Nýjum valkosti, en eftir situr fimmtán manna þingflokkur Sannra Finna. Sipilä sagðist vona að hægt yrði að mynda nýja ríkisstjórn innan sólarhrings. Þingmenn Nýs valkosts sögðust reiðubúnir að starfa í samræmi við áður gerðan stjórnarsáttmála. Sipilä hefur rætt við lögfróða menn um framkvæmdina í dag og mun nú ráðfæra sig við þingflokk Miðflokksins og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formann Þjóðarbandalagsins. Þá mun Sipilä einnig ræða við þingflokksformenn allra flokka í kvöld. Eftir það verður boðað til nýs blaðamannafundar. Jussi Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Eftir kjörið sögðust Sipilä og Orpo ekki geta starfað með Sönnum Finnum. Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa myndað nýjan þingflokk. 13. júní 2017 10:57 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, leggur til að Miðflokkurinn og Þjóðarbandalagið myndi ríkisstjórn með þeim þingmönnum sem klufu sig frá þingflokki Sannra Finna og mynduðu þingflokkinn Nýjan valkost. Þannig myndu allir ráðherrar halda sætum sínum í ríkisstjórninni þó að þingmeirihlutinn sé nokkuð knappari. Sipilä ræddi við fjölmiðla fyrir stundu þar sem hann lagði þetta til. Timo Soini, utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Sannra Finna, og allir aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna, tilkynntu í morgun að þeir hafið klofið sig úr þingflokknum. Alls eru 22 þingmenn í Nýjum valkosti, en eftir situr fimmtán manna þingflokkur Sannra Finna. Sipilä sagðist vona að hægt yrði að mynda nýja ríkisstjórn innan sólarhrings. Þingmenn Nýs valkosts sögðust reiðubúnir að starfa í samræmi við áður gerðan stjórnarsáttmála. Sipilä hefur rætt við lögfróða menn um framkvæmdina í dag og mun nú ráðfæra sig við þingflokk Miðflokksins og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formann Þjóðarbandalagsins. Þá mun Sipilä einnig ræða við þingflokksformenn allra flokka í kvöld. Eftir það verður boðað til nýs blaðamannafundar. Jussi Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Eftir kjörið sögðust Sipilä og Orpo ekki geta starfað með Sönnum Finnum.
Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa myndað nýjan þingflokk. 13. júní 2017 10:57 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45
Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa myndað nýjan þingflokk. 13. júní 2017 10:57