Skotvopnaæfingum lögreglu fjölgað mikið Snærós Sindradóttir skrifar 14. júní 2017 09:00 Almennir lögregluþjónar hafa fengið mikla þjálfun í meðhöndlun skotvopna. Fréttablaðið/Eyþór Lögreglumál Á síðustu þremur árum hefur orðið veruleg aukning í skotvopnaæfingum almennra lögreglumanna frá því sem áður var. Áður en nýjar reglur um aðgerðaþjálfun tóku gildi, fyrir um þremur árum, var engin markviss eða samræmd þjálfun í meðhöndlun skotvopna. „Á heildina litið er um verulega aukningu að ræða og þjálfunin er mun markvissari og meira tengd við aðra aðgerðaþjálfun,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Æfingatími sérsveitar er óbreyttur og sérsveitin er alltaf vopnuð í útköllum. Reglurnar samræmdu og stórjuku hins vegar þjálfun allra almennra lögreglumanna. Þjálfun svokallaðra aðgerðahópa er nú 99 klukkustundir, sem jafngildir um tveimur og hálfri vinnuviku, á hverju ári. Inni í þeim tíma eru skotæfingar en einnig svokölluð mannfjöldastjórnun. Almennt útkallslið lögreglunnar hlýtur 69 klukkustunda þjálfun árlega, eða tæplega tvær vinnuvikur. Mismunurinn á milli aðgerðahópa og almenns útkallsliðs felst fyrst og fremst í þeim tímafjölda sem fer í þjálfun mannfjöldastjórnunar. „Fjöldi skotæfinga getur verið mismunandi milli ára. Áður fyrr var mjög mismunandi á milli embætta hversu mikil skotvopnaþjálfunin var og hjá sumum liðum hafði dregið úr skotæfingum,“ segir Jón. Áður en reglur voru settar um 69 eða 99 klukkustunda þjálfun á ári var ekkert skipulag á því hversu mikla skotvopnaþjálfun almennir lögreglumenn skyldu fá árlega og mjög misjafnlega að því staðið á milli embætta. Æfingar jukust í öllum tilfellum við setningu nýju þjálfunaráætlunarinnar. Það var í lok árs 2015 sem skammbyssum var komið fyrir í vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lengi hefur tíðkast að lögreglan í dreifðari byggðum hafi aðgang að skotvopni til að bregðast við útköllum þar sem viðbragðstími sérsveitar væri langur. Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Lögreglumál Á síðustu þremur árum hefur orðið veruleg aukning í skotvopnaæfingum almennra lögreglumanna frá því sem áður var. Áður en nýjar reglur um aðgerðaþjálfun tóku gildi, fyrir um þremur árum, var engin markviss eða samræmd þjálfun í meðhöndlun skotvopna. „Á heildina litið er um verulega aukningu að ræða og þjálfunin er mun markvissari og meira tengd við aðra aðgerðaþjálfun,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Æfingatími sérsveitar er óbreyttur og sérsveitin er alltaf vopnuð í útköllum. Reglurnar samræmdu og stórjuku hins vegar þjálfun allra almennra lögreglumanna. Þjálfun svokallaðra aðgerðahópa er nú 99 klukkustundir, sem jafngildir um tveimur og hálfri vinnuviku, á hverju ári. Inni í þeim tíma eru skotæfingar en einnig svokölluð mannfjöldastjórnun. Almennt útkallslið lögreglunnar hlýtur 69 klukkustunda þjálfun árlega, eða tæplega tvær vinnuvikur. Mismunurinn á milli aðgerðahópa og almenns útkallsliðs felst fyrst og fremst í þeim tímafjölda sem fer í þjálfun mannfjöldastjórnunar. „Fjöldi skotæfinga getur verið mismunandi milli ára. Áður fyrr var mjög mismunandi á milli embætta hversu mikil skotvopnaþjálfunin var og hjá sumum liðum hafði dregið úr skotæfingum,“ segir Jón. Áður en reglur voru settar um 69 eða 99 klukkustunda þjálfun á ári var ekkert skipulag á því hversu mikla skotvopnaþjálfun almennir lögreglumenn skyldu fá árlega og mjög misjafnlega að því staðið á milli embætta. Æfingar jukust í öllum tilfellum við setningu nýju þjálfunaráætlunarinnar. Það var í lok árs 2015 sem skammbyssum var komið fyrir í vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lengi hefur tíðkast að lögreglan í dreifðari byggðum hafi aðgang að skotvopni til að bregðast við útköllum þar sem viðbragðstími sérsveitar væri langur.
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira