Borgarfulltrúar neikvæðir í garð varanlegs byssuburðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2017 06:00 Skotvopn lögreglunnar verða sýnilegri í sumar en við höfum átt að venjast hingað til. vísir/eyþór Borgarfulltrúar úr meirihlutanum eru ekki hrifnir af skotvopnaburði lögreglu á fjölmennum viðburðum í sumar. Flestir heyrðu fyrst af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Eins og greint hefur verið frá hefur verið ákveðið að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum sem fram undan eru vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Málið er afar umdeilt, líka innan borgarinnar. Forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, hefur meðal annars látið sig málið varða og fordæmt vopnaburðinn. „Mér hefur þótt vanta í allri þessari umræðu að það sé sýnt fram á það með nokkuð afgerandi hætti að almennir borgarar séu öruggari, og það sé sannað, ef vopnaðir lögreglumenn eru á ferli. Það hef ég ekki séð með óyggjandi hætti,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs.Tilefni til að breyta samskiptum borgarinnar og ríkislögreglustjóraBjörn segir ákvörðunina um að vopnbúa sérsveitarmenn á fjöldasamkomum vera ríkislögreglustjóra. Ekki sé mikið samtal milli borgaryfirvalda og þess embættis, kannski sé tilefni til að breyta því. „Það er auðvitað þannig að borgarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu funda reglulega og við höfum átt í mjög góðu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki mikið samtal milli okkar og ríkislögreglustjóra, en kannski er tilefni til þess að hafa meira samráð þar á milli. Ég er alltaf hlynntur samtali. Ég get bara sagt að ég vona að okkar samfélag þróist í þá átt að við getum áfram verið land þar sem lögreglan þarf ekki að bera skotvopn. Og raunar finnst mér töluvert á sig leggjandi til að ná því fram,“ segir Björn.Oddviti minnihlutans treystir lögreglunniHalldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann skipi sér frekar í hóp þeirra sem finnst þetta slæm þróun. „Lögreglunni er falið að hafa einkarétt á ofbeldi og beitingu þess og það er hluti af lýðræðislegu aðhaldi að hafa skoðun á því hvernig því er beitt,“ segir Halldór. „Það er eitt meginmarkmiða hryðjuverka að skapa ótta og óvissu og láta fólk breyta hegðun sinni út frá ógninni.“ Halldór segir það vandmeðfarið hvernig skuli bregðast við ógninni og hvaða skilaboð séu send með því. Það sé erfitt að vera með aukinn viðbúnað og senda samtímis skilaboð um að ekkert sé að óttast. Aðspurður segir hann fyrst hafa heyrt af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að hann treysti lögreglunni til að meta aðstæður hverju sinni. Hann hafi heldur ekki heyrt af viðbúnaðinum fyrr en í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri baðst undan viðtali þegar eftir því var falast. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Borgarfulltrúar úr meirihlutanum eru ekki hrifnir af skotvopnaburði lögreglu á fjölmennum viðburðum í sumar. Flestir heyrðu fyrst af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Eins og greint hefur verið frá hefur verið ákveðið að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum sem fram undan eru vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Málið er afar umdeilt, líka innan borgarinnar. Forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, hefur meðal annars látið sig málið varða og fordæmt vopnaburðinn. „Mér hefur þótt vanta í allri þessari umræðu að það sé sýnt fram á það með nokkuð afgerandi hætti að almennir borgarar séu öruggari, og það sé sannað, ef vopnaðir lögreglumenn eru á ferli. Það hef ég ekki séð með óyggjandi hætti,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs.Tilefni til að breyta samskiptum borgarinnar og ríkislögreglustjóraBjörn segir ákvörðunina um að vopnbúa sérsveitarmenn á fjöldasamkomum vera ríkislögreglustjóra. Ekki sé mikið samtal milli borgaryfirvalda og þess embættis, kannski sé tilefni til að breyta því. „Það er auðvitað þannig að borgarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu funda reglulega og við höfum átt í mjög góðu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki mikið samtal milli okkar og ríkislögreglustjóra, en kannski er tilefni til þess að hafa meira samráð þar á milli. Ég er alltaf hlynntur samtali. Ég get bara sagt að ég vona að okkar samfélag þróist í þá átt að við getum áfram verið land þar sem lögreglan þarf ekki að bera skotvopn. Og raunar finnst mér töluvert á sig leggjandi til að ná því fram,“ segir Björn.Oddviti minnihlutans treystir lögreglunniHalldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann skipi sér frekar í hóp þeirra sem finnst þetta slæm þróun. „Lögreglunni er falið að hafa einkarétt á ofbeldi og beitingu þess og það er hluti af lýðræðislegu aðhaldi að hafa skoðun á því hvernig því er beitt,“ segir Halldór. „Það er eitt meginmarkmiða hryðjuverka að skapa ótta og óvissu og láta fólk breyta hegðun sinni út frá ógninni.“ Halldór segir það vandmeðfarið hvernig skuli bregðast við ógninni og hvaða skilaboð séu send með því. Það sé erfitt að vera með aukinn viðbúnað og senda samtímis skilaboð um að ekkert sé að óttast. Aðspurður segir hann fyrst hafa heyrt af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að hann treysti lögreglunni til að meta aðstæður hverju sinni. Hann hafi heldur ekki heyrt af viðbúnaðinum fyrr en í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri baðst undan viðtali þegar eftir því var falast. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira