Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Gula byssan sést hér í aðgerðum sérsveitarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Byssan getur stöðvað hættulegan einstakling í 45 metra fjarlægð með nokkurri nákvæmni og hefur henni einu sinni verið beitt. Mynd/aðsend Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur einu sinni beitt svokallaðri höggboltabyssu, tiltölulega nýju vopni hjá sveitinni, með það að markmiði að yfirbuga mann. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir vopnið vera flokkað sem „less lethal“ og vera jafnsett notkun á lögreglukylfu. Sérsveitin fékk vopnið til afnota í september á síðasta ári. Höggboltabyssa skýtur gúmmíbolta á stærð við golfkúlu af miklum krafti í þann sem vopnið er beitt á. „Boltinn dugar til þess að stöðva hættulegan aðila á allt að 45 metra færi með mikilli nákvæmni og er alla jafnan notaður á styttra færi,“ segir Guðmundur Ómar. Hann segir vopnið yfirleitt notað á eins til tíu metra færi en byssan getur valdið sári á líkama ef henni er beitt af mjög stuttu færi. „Vopnið hefur eitt sinn verið notað gegn mjög hættulegum einstaklingi sem ekki hlýddi skipun lögreglu um að leggja frá sér hnífa og hótaði að beita gegn lögreglu,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í umrætt sinn hafi Neyðarlínu borist símtal þar sem aðstoðar lögreglu var óskað en ekki gefnar nákvæmar upplýsingar um hvert neyðartilvikið væri. Tveir lögregluþjónar af almennri deild hugðust fara í útkallið en vegna óvissu um þær aðstæður sem lögregluþjónarnir voru að fara í bauðst aðstoð tveggja sérsveitarmanna sem komu með í útkallið. Lögregla fékk þær upplýsingar að hafa þyrfti afskipti af fjölskylduföður sem hefði í nokkra daga verið í mikilli neyslu og var ástand hans þannig að aðstandendur höfðu tilefni til að óttast um hann og nánustu fjölskyldu mannsins. Þegar lögregla kom á vettvang hafi maðurinn aftur á móti gert sig líklegan til að ráðast á lögregluþjónana, vopnaður búrhníf í hvorri hönd, og þá hafi annar sérsveitarmaðurinn brugðist skjótt við með því að beita höggboltabyssunni á manninn. Við það hafi maðurinn misst hnífana og lögreglu gefist tími til að yfirbuga manninn. Það er mat lögreglunnar að þarna hafi mikið hættuástand skapast. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er vopnuð í öllum verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, jafnan með Glock skammbyssur í hulstri. Hún hefur þó einnig yfir öðrum vopnum að ráða, bæði annars konar skotvopnum á borð við MP5 hríðskotabyssur og vopnum á borð við höggbyssuna. Guðmundur segir að höggbyssan sé ekki með í öllum verkefnum sérsveitarinnar heldur sé það mat hverju sinni hvort aðstæður gætu skapast þar sem byssunnar gæti verið þörf. Í maí fór sérsveitin í fimmtán vopnuð útköll á þrettán dögum. Vopnuð útköll sérsveitarinnar fyrstu fimm mánuði ársins voru jafn mörg og síðastliðin tvö ár samanlagt. Útköllum sérsveitar í verkefni með almennri óvopnaðri lögreglu hefur fjölgað mikið. Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur einu sinni beitt svokallaðri höggboltabyssu, tiltölulega nýju vopni hjá sveitinni, með það að markmiði að yfirbuga mann. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir vopnið vera flokkað sem „less lethal“ og vera jafnsett notkun á lögreglukylfu. Sérsveitin fékk vopnið til afnota í september á síðasta ári. Höggboltabyssa skýtur gúmmíbolta á stærð við golfkúlu af miklum krafti í þann sem vopnið er beitt á. „Boltinn dugar til þess að stöðva hættulegan aðila á allt að 45 metra færi með mikilli nákvæmni og er alla jafnan notaður á styttra færi,“ segir Guðmundur Ómar. Hann segir vopnið yfirleitt notað á eins til tíu metra færi en byssan getur valdið sári á líkama ef henni er beitt af mjög stuttu færi. „Vopnið hefur eitt sinn verið notað gegn mjög hættulegum einstaklingi sem ekki hlýddi skipun lögreglu um að leggja frá sér hnífa og hótaði að beita gegn lögreglu,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í umrætt sinn hafi Neyðarlínu borist símtal þar sem aðstoðar lögreglu var óskað en ekki gefnar nákvæmar upplýsingar um hvert neyðartilvikið væri. Tveir lögregluþjónar af almennri deild hugðust fara í útkallið en vegna óvissu um þær aðstæður sem lögregluþjónarnir voru að fara í bauðst aðstoð tveggja sérsveitarmanna sem komu með í útkallið. Lögregla fékk þær upplýsingar að hafa þyrfti afskipti af fjölskylduföður sem hefði í nokkra daga verið í mikilli neyslu og var ástand hans þannig að aðstandendur höfðu tilefni til að óttast um hann og nánustu fjölskyldu mannsins. Þegar lögregla kom á vettvang hafi maðurinn aftur á móti gert sig líklegan til að ráðast á lögregluþjónana, vopnaður búrhníf í hvorri hönd, og þá hafi annar sérsveitarmaðurinn brugðist skjótt við með því að beita höggboltabyssunni á manninn. Við það hafi maðurinn misst hnífana og lögreglu gefist tími til að yfirbuga manninn. Það er mat lögreglunnar að þarna hafi mikið hættuástand skapast. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er vopnuð í öllum verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, jafnan með Glock skammbyssur í hulstri. Hún hefur þó einnig yfir öðrum vopnum að ráða, bæði annars konar skotvopnum á borð við MP5 hríðskotabyssur og vopnum á borð við höggbyssuna. Guðmundur segir að höggbyssan sé ekki með í öllum verkefnum sérsveitarinnar heldur sé það mat hverju sinni hvort aðstæður gætu skapast þar sem byssunnar gæti verið þörf. Í maí fór sérsveitin í fimmtán vopnuð útköll á þrettán dögum. Vopnuð útköll sérsveitarinnar fyrstu fimm mánuði ársins voru jafn mörg og síðastliðin tvö ár samanlagt. Útköllum sérsveitar í verkefni með almennri óvopnaðri lögreglu hefur fjölgað mikið.
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira