Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 14:31 Bandaríkjaforseti á í vök að verjast vegna ásakana um að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti vísar á bug frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna mögulegrar hindrunar á framgangi réttvísinnar. Líkt og hann hefur ítrekað gert með óhagstæðar fréttir af sér kallar Trump fréttina „gervifrétt“. Bandaríska blaðið hafði eftir fimm nafnlausum háttsettum embættismönnum að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa á forsetakosningunum og mögulegum tengslum þeirra við forsetaframboð Trump, væri nú að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey úr embætti forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Eins og svo oft áður greip forsetinn til Twitter til þess að svara fyrir sig. „Þeir bjuggu til gervisamráð með Rússafréttunum, fundu engar sannanir, svo nú fara þeir í hindrun á framgangi réttvísinnar í gervifréttinni. Huggulegt,“ tísti Trump.Skjáskot/TwitterÞá endurtók hann fullyrðingu sína um að málið allt væri stærstu nornaveiðar í bandrískri stjórnmálasögu. Fyrir því stæði „mjög slæmt og ringlað“ fólk.Reuters-fréttastofan segir hins vegar að heimildamaður hennar sem þekki til rannsóknar Mueller hafi staðfest frétt Washington Post. Rannsókn á mögulegri tilraun Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið óumflýjanleg eftir Comey sagði þingnefnd í síðustu viku að hann teldi forsetann hafa rekið sig vegna Rússaransóknarinnar.Skjáskot/Twitter Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vísar á bug frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna mögulegrar hindrunar á framgangi réttvísinnar. Líkt og hann hefur ítrekað gert með óhagstæðar fréttir af sér kallar Trump fréttina „gervifrétt“. Bandaríska blaðið hafði eftir fimm nafnlausum háttsettum embættismönnum að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa á forsetakosningunum og mögulegum tengslum þeirra við forsetaframboð Trump, væri nú að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey úr embætti forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Eins og svo oft áður greip forsetinn til Twitter til þess að svara fyrir sig. „Þeir bjuggu til gervisamráð með Rússafréttunum, fundu engar sannanir, svo nú fara þeir í hindrun á framgangi réttvísinnar í gervifréttinni. Huggulegt,“ tísti Trump.Skjáskot/TwitterÞá endurtók hann fullyrðingu sína um að málið allt væri stærstu nornaveiðar í bandrískri stjórnmálasögu. Fyrir því stæði „mjög slæmt og ringlað“ fólk.Reuters-fréttastofan segir hins vegar að heimildamaður hennar sem þekki til rannsóknar Mueller hafi staðfest frétt Washington Post. Rannsókn á mögulegri tilraun Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið óumflýjanleg eftir Comey sagði þingnefnd í síðustu viku að hann teldi forsetann hafa rekið sig vegna Rússaransóknarinnar.Skjáskot/Twitter
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45
Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56