Reif sig upp úr þunglyndi og rugli Benedikt Bóas skrifar 16. júní 2017 08:00 Andri er kominn á beinu brautina eftir að hafa gengið um dimma dali þunglyndis og dópneyslu. Mynd/Hulda Vigdísardóttir Tónlistarmaðurinn Andri Fannar Kristjánsson, eða AFK, hefur gefið út sex laga EP-plötu þar sem hann semur um tímabilið þegar þunglyndi og eiturlyf tóku yfir. Nú er hann kominn á beinu brautina. „Ég var þunglyndur og hef alltaf verið að berjast við þann djöful en er búinn að rífa mig upp úr því. Ég dílaði við það þannig að reykja gras en núna sem ég lög, mála eða teikna og er í kringum fólk,“ segir Andri Fannar. Fyrir skömmu kom út sex laga EP-plata þar sem Andri semur allt efnið sjálfur. Platan ber heitið Wasting my time og eru allir textar á ensku en Andri bjó í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. „Ég flutti til Flórída árið 2007 en sneri aftur til Íslands fjórum árum síðar. Ég hef samt verið að flakka á milli síðan þá og gerði plötuna með Chandler Pearson vini mínum sem stýrði upptökum. Hann kom með dótið sitt og við tókum upp á stuttum tíma.“ Slegið var í útgáfutónleika á þriðjudaginn en það var í þriðja sinn sem Andri hefur stigið á svið. Næst verður hægt að sjá hann á Secret Solstice hátíðinni og á þjóðhátíðardaginn. Andri spilar á gítar á plötunni en tónlistarferill hans hófst með gítar við hönd. „Ég byrjaði að spila á gítarinn í tíunda bekk. Byrjaði eitthvað að glamra því ég vildi kynnast stelpu. Svo hætti hún með mér og þá varð ég allur brotinn og fór að syngja og skrifa texta. Reyna að koma öllu þessu út.“ Andri er vel skreyttur húðflúrum en hann alls með ellefu myndir víða um líkamann. Sum hefur hann hannað sjálfur en fyrir utan tónlistarferil er hann einnig liðtækur listamaður og teiknar og málar. Hann er meira að segja búinn að prófa að flúra nokkra vini og kunningja. Þeir sem til þekkja segja að hann sé liðtækur með húðflúrnálina.„Ég hef alltaf verið að mála og teikna frá því ég var lítill. Hef verið að vinna með olíu og teikningu. Ég er með nokkur húðflúr sem ég hef hannað sjálfur og hef húðflúrað nokkra vini og kunningja.“ Andri sökk djúpt niður í fen fíkniefnaneyslu en hefur rifið sig upp úr slíku rugli. „Ég var mjög mikið að reykja gras og taka pillur. Ég reif mig upp úr því og nota aðeins áfengi í dag. Platan er hálfgerð lífssaga, þegar ég var í ruglinu, um ástina, dóp og að sóa lífinu,“ segir hann glaður í bragði og ljóst að beina brautin í lífinu fer honum vel. Secret Solstice Tónlist Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Andri Fannar Kristjánsson, eða AFK, hefur gefið út sex laga EP-plötu þar sem hann semur um tímabilið þegar þunglyndi og eiturlyf tóku yfir. Nú er hann kominn á beinu brautina. „Ég var þunglyndur og hef alltaf verið að berjast við þann djöful en er búinn að rífa mig upp úr því. Ég dílaði við það þannig að reykja gras en núna sem ég lög, mála eða teikna og er í kringum fólk,“ segir Andri Fannar. Fyrir skömmu kom út sex laga EP-plata þar sem Andri semur allt efnið sjálfur. Platan ber heitið Wasting my time og eru allir textar á ensku en Andri bjó í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. „Ég flutti til Flórída árið 2007 en sneri aftur til Íslands fjórum árum síðar. Ég hef samt verið að flakka á milli síðan þá og gerði plötuna með Chandler Pearson vini mínum sem stýrði upptökum. Hann kom með dótið sitt og við tókum upp á stuttum tíma.“ Slegið var í útgáfutónleika á þriðjudaginn en það var í þriðja sinn sem Andri hefur stigið á svið. Næst verður hægt að sjá hann á Secret Solstice hátíðinni og á þjóðhátíðardaginn. Andri spilar á gítar á plötunni en tónlistarferill hans hófst með gítar við hönd. „Ég byrjaði að spila á gítarinn í tíunda bekk. Byrjaði eitthvað að glamra því ég vildi kynnast stelpu. Svo hætti hún með mér og þá varð ég allur brotinn og fór að syngja og skrifa texta. Reyna að koma öllu þessu út.“ Andri er vel skreyttur húðflúrum en hann alls með ellefu myndir víða um líkamann. Sum hefur hann hannað sjálfur en fyrir utan tónlistarferil er hann einnig liðtækur listamaður og teiknar og málar. Hann er meira að segja búinn að prófa að flúra nokkra vini og kunningja. Þeir sem til þekkja segja að hann sé liðtækur með húðflúrnálina.„Ég hef alltaf verið að mála og teikna frá því ég var lítill. Hef verið að vinna með olíu og teikningu. Ég er með nokkur húðflúr sem ég hef hannað sjálfur og hef húðflúrað nokkra vini og kunningja.“ Andri sökk djúpt niður í fen fíkniefnaneyslu en hefur rifið sig upp úr slíku rugli. „Ég var mjög mikið að reykja gras og taka pillur. Ég reif mig upp úr því og nota aðeins áfengi í dag. Platan er hálfgerð lífssaga, þegar ég var í ruglinu, um ástina, dóp og að sóa lífinu,“ segir hann glaður í bragði og ljóst að beina brautin í lífinu fer honum vel.
Secret Solstice Tónlist Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira