Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 20:59 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Bandarískur maður sem gegndi stöðu lobbíista eða svokallaðs hagsmunafulltrúa fyrir rússnesk stjórnvöld, hefur staðfest að hann hafi hitt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í tveimur kvöldverðum í fyrra á meðan kosningabarátta stóð yfir. Sessions mætti fyrir þingnefnd síðastliðinn þriðjudag og sagði undir eiðstaf að hann hefði ekki hitt eða átt í neinum samskiptum við hagsmunaaðila tengda rússneskum stjórnvöldum á meðan kosningabaráttunni stóð. Því er ljóst að Sessions virðist hafa sagt ósatt í svörum sínum til þingnefndarinnar. Í samtali við Guardian staðfestir umræddur lobbíisti, Richard Burt, að hann hafi átt kvöldverð með forsvarsmönnum Repúblikanaflokksins í utanríkismálum og Sessions sem þá var þingmaður. Spurður segir Burt að hann sé ekki viss hvort að Sessions hafi áttað sig á stöðu hans þegar að fundirnir áttu sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu á sínum tíma um það að Burt aðstoðaði Trump við að semja mikilvæga ræðu tengda utanríkismálum og að hann hafi af því tilefni átt þessa tvo umræddu kvöldverðarfundi. James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sagði á fundi sínum með þingnefnd í síðustu viku að hann hefði vitað af því að Sessions yrði líklega að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum, sem Sessions gerði í mars síðastliðnum. Comey vildi ekki fara út í smáatriði málsins á opinberum vettvangi. Greint var frá því í gær að Robert S. Mueller III, sérstaki saksóknarinn sem fer með rannsókn á tengslum Rússa við kosningateymi Trump og afskipti þeirra af kosningunum, hefði hafist handa við að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar í málinu þegar hann rak Comey. Talið er víst að hann muni nú vilja fá að heyra í Burt en ekki er ljóst hvort að Sessions hafi vísvitandi logið til um samskipti sín við hann eða hvort hann hafi hreinlega ekki áttað sig á tengslum hans við rússnesk yfirvöld. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Sjá meira
Bandarískur maður sem gegndi stöðu lobbíista eða svokallaðs hagsmunafulltrúa fyrir rússnesk stjórnvöld, hefur staðfest að hann hafi hitt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í tveimur kvöldverðum í fyrra á meðan kosningabarátta stóð yfir. Sessions mætti fyrir þingnefnd síðastliðinn þriðjudag og sagði undir eiðstaf að hann hefði ekki hitt eða átt í neinum samskiptum við hagsmunaaðila tengda rússneskum stjórnvöldum á meðan kosningabaráttunni stóð. Því er ljóst að Sessions virðist hafa sagt ósatt í svörum sínum til þingnefndarinnar. Í samtali við Guardian staðfestir umræddur lobbíisti, Richard Burt, að hann hafi átt kvöldverð með forsvarsmönnum Repúblikanaflokksins í utanríkismálum og Sessions sem þá var þingmaður. Spurður segir Burt að hann sé ekki viss hvort að Sessions hafi áttað sig á stöðu hans þegar að fundirnir áttu sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu á sínum tíma um það að Burt aðstoðaði Trump við að semja mikilvæga ræðu tengda utanríkismálum og að hann hafi af því tilefni átt þessa tvo umræddu kvöldverðarfundi. James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sagði á fundi sínum með þingnefnd í síðustu viku að hann hefði vitað af því að Sessions yrði líklega að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum, sem Sessions gerði í mars síðastliðnum. Comey vildi ekki fara út í smáatriði málsins á opinberum vettvangi. Greint var frá því í gær að Robert S. Mueller III, sérstaki saksóknarinn sem fer með rannsókn á tengslum Rússa við kosningateymi Trump og afskipti þeirra af kosningunum, hefði hafist handa við að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar í málinu þegar hann rak Comey. Talið er víst að hann muni nú vilja fá að heyra í Burt en ekki er ljóst hvort að Sessions hafi vísvitandi logið til um samskipti sín við hann eða hvort hann hafi hreinlega ekki áttað sig á tengslum hans við rússnesk yfirvöld.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Sjá meira
Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26
Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50