Íslenski boltinn

Fylkismenn tóku toppsætið | Upprisa Þórsara heldur áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hákon Ingi Jónsson kom Fylki á bragðið gegn Fram.
Hákon Ingi Jónsson kom Fylki á bragðið gegn Fram. vísir/andri marinó
Fylkir skaust á topp Inkasso-deildarinnar með 2-0 sigri á Fram í Árbænum í kvöld.

Hákon Ingi Jónsson kom Fylkismönnum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og Ásgeir Örn Arnþórsson bætti öðru marki við eftir rúman klukkutíma.

Fylkismenn eru með 16 stig, jafn mörg og Þróttur en betri markatölu.

Fram, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er í 3. sætinu með 11 stig.

Þór er að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun á tímabilinu en í kvöld vann liðið 2-0 sigur á Gróttu.

Ármann Pétur Ævarsson og Aron Kristófer Lárusson skoruðu mörk Þórsara sem hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með níu stig.

Gróttumenn eru í 11. sætinu með fimm stig. Þeir hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.

Haukar unnu sinn fyrsta sigur síðan í 1. umferð þegar liðið lagði HK að velli, 2-1.

Haukar eru í 8. sæti deildarinnar með níu stig en HK er komið niður í það tíunda eftir fjögur töp í röð.

Aron Jóhannsson kom Haukum yfir á 68. mínútu en níu mínútum síðar jafnaði Ingiberg Ólafur Jónsson metin.

Á 80. mínútu fengu Haukar svo vítaspyrnu sem Björgvin Stefánsson skoraði úr og tryggði Hafnfirðingum sigurinn.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×