Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 13:21 Guðmundur segir bæði kjánalegt og óþægilegt að vera innanum vopnaða menn á matsölustað. Guðmundur Sigurðsson frá Flateyri greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi brugðið sér í Múlakaffi nú í vikunni, að kvöldlagi, til að fá sér að snæða og brugðið í brún. Á undan honum í röðinni þar voru vopnaðir lögreglumenn. „Fannst bæði kjánalegt og óþægilegt að vera innanum vopnaða menn á matsölustað, mátti svo hafa þessa menn á næsta borði á meðan ég át mitt,“ segir Guðmundur, en hann vakti athygli í tíð Reynis Traustasonar á DV fyrir bloggskrif sín á vef DV, en þar kallaði hann sig Fjallkóng. Guðmundur kallar ekki allt ömmu sína en honum þótti þetta síður en svo við hæfi. Færsla Guðmundar hefur vakið nokkra athygli á Facebook en hún kemur inná mikið hitamál sem er ákvörðun Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra að vopnaðir sérsveitarmenn séu til staðar og sýnilegir á fjöldasamkomum. Boðað hefur verið til mótmæla vegna þeirrar ákvörðunar á morgun.Guðmundur telur að Jóhannes í Múlakaffi ætti að banna vopnaburð þar inni.„Það er hrein fásinna að þetta hafi nokkuð með öryggi gesta að gera. Enda má minnast þess að sjálfur ríkislögreglustjórinn hefur hótað að myrða mann,“ segir Guðmundur svo áfram sé vitnað í Facebookfærslu hans. Og bætir því við að vandséð hverjum sé hægt að treysta. „Ef einhver ætlar að reyna að bera þetta saman við löggur í útlöndum stenst það ekki, það var miklu meiri Rambóbragur á þessum vopnabúnaði en gerist hjá borgarlöggum,“ segir Guðmundur: „Það ætti að banna fjöldasamkomur á landinu ef ástandið er orðið svo skuggalegt að menn getir ekki borðað án byssu.“ Vígbúnaður á veitingahúsum á ekki að eiga sér stað.“ Guðmundur ítrekar þetta í samtali við Vísi. Það er hálf óþægilegt að detta inní Múlakaffi, líkt og alla hina dagana, og vera á eftir vopnuðum mönnum í röðinni. „Þetta skapar manni kannski ekki óöryggi. En, hver segir að maður eigi að treysta þessum mönnum? Yfirmaður þeirra hefur hótað því að drepa mann. Undirmenn hans á næsta borði. Ég veit það ekki,“ segir Guðmundur sem telur að Jóhannes vert á Múlakaffi eigi að banna vopnaburð þar inni. „Væri nokkuð óeðlilegt við það að vopnaburður sé bannaður inni á matsölustöðum? Ég get ekki séð það. Þetta hefur ekkert með öryggi okkar að gera. Ríkislögreglustjóri hefur sagt að það þurfi að vopnavæða lögregluna vegna útlendinga, ég get ekki séð, þó það vinni þarna útlendingar í eldhúsinu, að þetta séu háskalegar slóðir.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Guðmundur Sigurðsson frá Flateyri greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi brugðið sér í Múlakaffi nú í vikunni, að kvöldlagi, til að fá sér að snæða og brugðið í brún. Á undan honum í röðinni þar voru vopnaðir lögreglumenn. „Fannst bæði kjánalegt og óþægilegt að vera innanum vopnaða menn á matsölustað, mátti svo hafa þessa menn á næsta borði á meðan ég át mitt,“ segir Guðmundur, en hann vakti athygli í tíð Reynis Traustasonar á DV fyrir bloggskrif sín á vef DV, en þar kallaði hann sig Fjallkóng. Guðmundur kallar ekki allt ömmu sína en honum þótti þetta síður en svo við hæfi. Færsla Guðmundar hefur vakið nokkra athygli á Facebook en hún kemur inná mikið hitamál sem er ákvörðun Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra að vopnaðir sérsveitarmenn séu til staðar og sýnilegir á fjöldasamkomum. Boðað hefur verið til mótmæla vegna þeirrar ákvörðunar á morgun.Guðmundur telur að Jóhannes í Múlakaffi ætti að banna vopnaburð þar inni.„Það er hrein fásinna að þetta hafi nokkuð með öryggi gesta að gera. Enda má minnast þess að sjálfur ríkislögreglustjórinn hefur hótað að myrða mann,“ segir Guðmundur svo áfram sé vitnað í Facebookfærslu hans. Og bætir því við að vandséð hverjum sé hægt að treysta. „Ef einhver ætlar að reyna að bera þetta saman við löggur í útlöndum stenst það ekki, það var miklu meiri Rambóbragur á þessum vopnabúnaði en gerist hjá borgarlöggum,“ segir Guðmundur: „Það ætti að banna fjöldasamkomur á landinu ef ástandið er orðið svo skuggalegt að menn getir ekki borðað án byssu.“ Vígbúnaður á veitingahúsum á ekki að eiga sér stað.“ Guðmundur ítrekar þetta í samtali við Vísi. Það er hálf óþægilegt að detta inní Múlakaffi, líkt og alla hina dagana, og vera á eftir vopnuðum mönnum í röðinni. „Þetta skapar manni kannski ekki óöryggi. En, hver segir að maður eigi að treysta þessum mönnum? Yfirmaður þeirra hefur hótað því að drepa mann. Undirmenn hans á næsta borði. Ég veit það ekki,“ segir Guðmundur sem telur að Jóhannes vert á Múlakaffi eigi að banna vopnaburð þar inni. „Væri nokkuð óeðlilegt við það að vopnaburður sé bannaður inni á matsölustöðum? Ég get ekki séð það. Þetta hefur ekkert með öryggi okkar að gera. Ríkislögreglustjóri hefur sagt að það þurfi að vopnavæða lögregluna vegna útlendinga, ég get ekki séð, þó það vinni þarna útlendingar í eldhúsinu, að þetta séu háskalegar slóðir.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira