Sýknaður af drápinu á Philando Castile Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 10:20 Valerie Castile, móðir Philando, ræðir við fréttamenn eftir niðurstöðu dómsins í gær. Vísir/EPA Lögreglumaðurinn sem skaut Philando Castile til bana í borginni St. Paul í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Dómurinn hefur vakið reiði og lokuðu mótmælendur meðal annars götum í borginni eftir að hann féll. Castile var skotinn af lögreglumanninum Jeronimo Yanez þar sem hann sat í bíl sínum með kærustunni sinni í júlí í fyrra. Yanez hafði stöðvað þau vegna þess að afturljós á bíl þeirra var bilað. Diamond Reynolds, kærasta Castile, sendi atvikið út beint á Facebook, þar á meðal þegar hann var skotinn fjórum skotum. Milljónir manna um allan heim sáu myndbandið, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Reynolds bar vitni um að Castile hafi verið að teygja sig í skráningarskjöl bílsins þegar Yanez skaut hann.Snýr ekki aftur í lögreglunaMóðir Castile sagði að bandaríska réttarkerfið héldi áfram að bregðast svörtu fólki þegar niðurstaðan varð ljós í gær samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dráp Castile er eitt fjölda mála í Bandaríkjunum þar sem svartir karlmenn hafa verið skotnir til bana af lögreglumönnum undanfarin misseri. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í mörgum borgum vegna mála þessu tagi. Yanez var ákærður fyrir manndráp að óyfirlögðu ráði. Hann bar vitni um að hann hefði óttast um líf sitt og sagði að Castile hefði ekki fylgt fyrirmælum sínum. Þrátt fyrir sýknudóminn mun Yanez ekki snúa aftur til starfa hjá lögreglunni. Borgaryfirvöld hafa sagt að það væri almenningi fyrir bestu að Yanez starfi ekki lengur sem lögreglumaður. Tengdar fréttir Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06 Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem skaut Philando Castile til bana í borginni St. Paul í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Dómurinn hefur vakið reiði og lokuðu mótmælendur meðal annars götum í borginni eftir að hann féll. Castile var skotinn af lögreglumanninum Jeronimo Yanez þar sem hann sat í bíl sínum með kærustunni sinni í júlí í fyrra. Yanez hafði stöðvað þau vegna þess að afturljós á bíl þeirra var bilað. Diamond Reynolds, kærasta Castile, sendi atvikið út beint á Facebook, þar á meðal þegar hann var skotinn fjórum skotum. Milljónir manna um allan heim sáu myndbandið, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Reynolds bar vitni um að Castile hafi verið að teygja sig í skráningarskjöl bílsins þegar Yanez skaut hann.Snýr ekki aftur í lögreglunaMóðir Castile sagði að bandaríska réttarkerfið héldi áfram að bregðast svörtu fólki þegar niðurstaðan varð ljós í gær samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dráp Castile er eitt fjölda mála í Bandaríkjunum þar sem svartir karlmenn hafa verið skotnir til bana af lögreglumönnum undanfarin misseri. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í mörgum borgum vegna mála þessu tagi. Yanez var ákærður fyrir manndráp að óyfirlögðu ráði. Hann bar vitni um að hann hefði óttast um líf sitt og sagði að Castile hefði ekki fylgt fyrirmælum sínum. Þrátt fyrir sýknudóminn mun Yanez ekki snúa aftur til starfa hjá lögreglunni. Borgaryfirvöld hafa sagt að það væri almenningi fyrir bestu að Yanez starfi ekki lengur sem lögreglumaður.
Tengdar fréttir Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06 Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06
Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00
Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00
Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48