Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega að dönsk yfirvöld hafi gefið leyfi fyrir sölu á tæknibúnaði til Sádi-Arabíu, Óman og Katar sem gerir viðkomandi yfirvöldum kleift að njósna um heilar þjóðir á netinu, að mati sérfræðings við Berkeley-háskólann í Bandaríkjunum.
Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins sem seldi búnaðinn staðfestir þetta mat bandaríska sérfræðingsins í viðtali við danska blaðið Information.
Evrópusambandið hefur sett reglur sem eiga að koma í veg fyrir að evrópsk tækni verði notuð til að kúga fólk í einræðisríkjum.
Gagnrýna sölu njósnabúnaðar
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
